Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1964, Page 20

Fálkinn - 08.06.1964, Page 20
MEÐ FLUGFÉLAGIÍSLANDS TIL MERRY OLD ENGLAND EFTIR JÖKLL JAKOBSSOIXI og þróttmiklar sögur hans, sumar hverjar, í fullu gildi. Fielding varð ekki langlífur, enda lifði hann slarksömu lífi og lagði engu minni stund á drykkju, dufl og daður en skáldsagnageið. Henry Fielding vár af tiginni ætt en félítill löngum, fæddur 1707, sonur offiséra. Hann menntaðist í Eton og að námi loknu tók við óreglubundið og svallsamt líferni. Hann dvaldi skamman tíma við nám í Leyden en sneri heim og tók að skrifa leikrit til að hafa í sig og á, létta skopleiki um það, sem efst var á baugi í þjóðlífinu,, leikritin voru flest samin fyrir ákveðið leikhús í Heymarket. En ríkisstjórnin skrúfaði fyrir þessa tekjulind Fieldings þegar hún lét loka öllum leikhúsum árið 1737 og þá venti Fielding sínu kvæði í kross og fór að lesa lög. Og lagaprófi lauk hann eftir tveggja ára nám. Árið 1742 sneri Fielding sér að skáldsagnagerð og þar átti hann eftir að skapa ýmis ágætustu verk Englendinga á því sviði. Tom Jones er talið það verk hans er lengst mun halda nafni Fieldings á lofti. En í þessu forna húsi í Barnes þar sem við erum stödd núna og virðum fyrir okkur fornlega bjálka í loftunum, þar hafði Henry Fielding búið um sig í sveitasælunni og skrifað síðustu skáldsögu sína, „Amalía“. Samnefnd kona er söguhetja bókarinnar, fyrsta eiginkona skáldsins og er mynd hennar einkar hugljúf. „Amelía“ kom út í desembermánuði árið 1751. Nú var heilsu hans tekið að hraka mjög enda svallaði hann drjúgum og hlífði sér hvergi. Loks kom þar að íslenzku blaðamennirnir gerðu góð kaup er þeir komust í fornminjaverzlun, Agnar Bogason fékk sér framhlaðning einn fornan og aðrir höfðu á brott með sér sverð og skildi, tin- krúsir fomar og ótal margt annað. Sveinn Sæmundsson virðist hafa meiri áhuga á Consul Cortina þar sem hann stendur og virðir fyrir sér splunkunýjan bílinn fyrir utan fomminja- búðina ásamt Robert Miller, starfsmanni Flugfélagsins í London. Enda sagði Miller að þetta væri vinsælasti fjölskyldu- bíllinn í Englandi. f dyrumun stsndur Guðmundur Daníelsson í samræðum við Sigfús Johnsen og Jóhann Sigurðsson.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.