Fálkinn - 08.06.1964, Side 25
er seiglan sem þeim er í blóð borin. Þeir
eru slyngustu veiðimenn sem ég þekki, þolin-
móðir og jafnlyndir, enginn kann betur þá
íþrótt að læðast að brá. Og þarna er gósen-
land fyrir veiðimenn, auk dýra sem ég hef
talið upp, má nefna refinn. í Grænlandi er
urmull refa.
Að lokum kvaðst Jóhannes Snorrason vilja
nota tækifærið og koma á framfæri þökkum
til Hjúkrunarkvennafélagsins en félagið
gekkst fyrir því að safna jólagjöfum ti.l
grænlenzkra barna og Jóhannes tók að sér
að leika jólasveininn og flytja börnunum
gjafirnar, leikföng af öllu tægi.
— Yfirleitt eru grænlenzkar fjölskyldur
barnmargar og ómegð mikil, segir Jóhannes,
fátækt fólk og á ekki völ á mörgu. Þess
vegna þóttust grænlenzku börnin himinn hafa
höndum tekið þegar þeim bárust gjafirnar,
þarna voru leikföng, sem þau hafði ekki einu
sinni dreymt um að til væru. Að vísu var
komið fram í marz þegar gjöfunum var út-
hlutað en það skipti engu máli, stúlkan sem
sá um að dreifa gjöfunum gat varla lýst
því hvað fögnuður barnanna varð mikill.
Eins og nærri má geta hefur Jóhannes
Snorrason á að skipa úrvalsmönnum í áhöfn
sinni á skíðaflugvélinn. Lengst af hefur hann
haft sömu menn með sér, Jón Ragnar Stein-
dórsson flugmann og Odd Pálsson vélamann.
Vélamaðurinn þarf að vera nokkurs konar
Framh. á bls. 27.
Jóhannes R. Snorrason flugstjóri við vélina í Meistaravík. Þar hefur tæknin
haldið innreið sína og vörubílar eru notaðir við fermingu og affermingu í
stað hundasleða.
Grænlenzku sleðahundamir eru óneitanlega fallegir. Hér sjáum við tvo þeirra
hvíla sín lúin bein, eftir sleðaferð.