Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1964, Page 31

Fálkinn - 08.06.1964, Page 31
Svaraðu mér Framhald af bls. 29. ur verið dásamlegt frí. Ég hef notið þess reglulega og mér leið- ist að þurfa að fara. En ef til viil kem ég aftur næsta ár. Tíu mínútum síðar stóð ég ringluð á miðju eldhúsgólfinu og kveðja hans hljómaði enn í eyrum mér. Við Emma frænka litum hvor á aðra. — Ef til vill kemur hann aft- ur næsta ár, sagði ég eftirvænt- ingarfull. —Bull, hrópaði hún. Faðir hann sagði nákvæmlega það sama. Og hann kom aldrei aft- ur. Sérðu ekki, að Paul Grant hugsar um þýðingarmeiri hluti en þig? — Ég skal skrifa þín góðu ráð bak við eyrað og fara heim í dag, sagði ég við Emmu frænku. Þegar ég fór út úr bílnum við endann á götunni minni var Tom Maxwell sá fyrsti sem ég sá, og ég varð hrifin af að sjá hann. — Tom . . . hefurðu saknað mín? hrópaði ég. mín? hrópaði ég. Hann stanzaði og leit við. — Já, sagði hann svo glaðlega, að ég hrópaði aftur upp. — Biddu aðeins Tom, það er dálitið, sem mig langar að spyrja þig um. Kæri Astró! Mig iangar til að vita eitt- hvað um framtíðina og leita þvi til þin og vonast eftir svari íijótlega. Hvernig verður framtíðin? Hvernig verður heilsufarið? Eignast ég mörg börn? Eignast ég heimili í Reykja- vík eða úti á landi? pvernig verður efnahagur- inn? Kvað um makaval. Hann er fæddur .... verðum við ekki hamingjusöm. Hvað um aldur okkar. Vinsamlegast birtið ekki það sem er innan sviga. Með fyrirfram þakklæti. Ein forvitin XZ. Svar til Einnar forvitinnar XZ: Afstöðurnar benda til þess að þetta ár og það næsta verði mjög örlagaríkt i sambandi við ástamálin og að þú munir gift- ast þessum pilti, sem þú gefur ípér upp fæðingardag og ár á. Það er full ástæða til að ætla að næstu ár verði mjög gæfu- söm hjá þér og allt í lagi með heiisufarið. Samband stjörnu- Ég var lafmóð, þegar ég nóði honum. — Tom, sagðí ég, þegar ég náði andanum. — Viltu kvæn- ast mér? Hann stanzaði undrandi. — Þú getur ekki spurt svona, sagði hann hneykslað- ur. — Ég á að segja svonalagað! — Auðvitað get ég spurt hvort þú viljir kvænast mér, hélt ég áfram. Það eru engin lög, sem banna það. — Ó! í fyrsta skipti vissi hann ekkert hvað hann átti að segja. — Segðu nú eitthvað, hélt ég áfram. — Viltu kvænast mér? Hann horfði lengi og athug- andi á mig, og svo kom svarið, sem ég hafði svo oft gefið honum. — Ég skal hugsa um það, sagði hann og hélt síðan áfram göngu sinni niður eftir götunni. Hann flautaði lag, lítið fjörugt lag ... Ef inni er þröngt . . . Framhald af bls. 15. hann vissulega á skilið, þá var hann búinn að segja okkur þetta fyrir — að þeir riðu þarna smáhring til þess að ná skipu- lagi á hópinn. Von bráðar birtist fánaberinn i gilinu neðan Blesugrófarinnar og á hæla hans kom svo skar- inn. Endalaus röð hesta, rauðra og grárra, jarpra og brúnna og skjóttra — já og hvað þeir nú heita allir litirnir og blæbrigða- nöfnin, sem notuð eru yfir hest- ana. Þarna áttu víst flestir hest- alitir sinn fulltrúa — dálítið mismunandi fallega að vísu — og svo mismunandi sem hest- arnir voru, voru knaparnir það ekki síður. Þar gat að líta þrekvaxna fyrirmenn úr þjóð- félaginu, sem bersýnilega stunduðu ekki mikið annað sport en hestamennsku, veður- bitna bændur, nýflutta á möl- ina, börn langt innan við ferm- ingu, fullorðnar konur og blómarósir. Áfram hlykkjaðist röðin að hlið vallarins. Graðhestatónlist glumdi úr hátölurnum við dóm- pallinn á vellinum, nýjustu dægurlögin, kennd við bítla hina brezku, en von bráðar tóku við virðulegir fulltrúar tónmenntarinnar, gott ef ekki heyrðust marsar undir lokin. Margt manna hafði safnast fyrir á skeiðvellinum og ekki mun meðalaldurinn hafa verið hár. Furðanlega fátt fullorðins fólks var þarna saman komið, og manni gat helzt dottið í hug, að fáir borgarbúar, sem ekki ættu hest á annað borð, hefðu mikinn áhuga fyrir reisn ís- lenzka fáksins. En kannski er einmitt rangt að vera að minn- ast á þetta í umkvörtunartóni og vera heldur feginn því, hve unga kynslóðin fjölmennti — hennar er landið. Sem fyrstu reiðmennirnir riðu inn á völlinn var skrúfað niður í graðhestatónlistinni og sköruleg rödd heyrðist. Sú til- kynning að hér væri að hefjast firmakeppni Hestamannafélags- ins Fáks og yrði það góðhesta- keppni. Myndu þátttakendur nú riða norður völlinn. eftir hlaupabrautunum og siðan til baka og enn norður. Siðan myndu þeir ríða fimm og fimm í hóp eftir brautunum, svo dóm- nefnd og áhorfendur gælu betur virt þá fyrir sér. Það var óneitanlega fríð fylking, sem fór eftir brautunum. Sumir hestanna kunnu bersýnilega ekki við þetta hægarölt, en alit gekk þó vel og slysalaust. Svo kom að því, að fyrsti riðillinn hélt af stað. Þátttak- endur áttu að ríða hægt og rólega, svo dómnefnd gæti sem bezt skoðað reisn og gang gæð- anna og fellt sem réttastan dóm. En í fyrsta riðlinum var auðséð, að sumir gæðinganna kunnu því illa að silast áfram. Grár fákur sást taka forystuna og ráðin af knapanum og geyst- ist mikinn eftir vellinum. Og það fór ekki á milli mála, hver þar fór. Það var hin aldna Framh. á bls. 34. korta ykkar er yfirleitt mjög gott og hans stjörnur benda til þess að hann nái mjög langt í þjóðfélagsstiganum og verði stöndugur maður. Þú hefur sjálf Venus í öðru húsi fjármálanna en það bendir til að peningarnir muni koma ört til þín, hins vegar er hann í óhagstæðri afstöðu við Úra- nus, sem er í ellefta húsi, vina, ósk og von, en það þýðir á venjulegu máli að þú munir oft verða fyrir fjárhagslegu tjóni af vinum þínum og kunningj- um eða að óskir þínar og vonir geti reynst þér dýrari heldur en þú hafðir reiknað með og oft mundi þetta vera á óvæntan hátt. Áhrif kvenna mun oft gæta í þessu sambandi. Yfir- leitt bendir staða Úranusar i ellefta húsi til þess að vinur manns sé fremur óvenjuiegur og að maður verði oft fyrir óvæntum hagnaði eða skakka- föllum af þeirra hálfu. Saturn i eilefta húsi er einnig bending til þin um það að þú þurfir að fara með gát við vini þína og ekki ættirðu að lána þeim fé í þeirri von að fá það til baka. Hin óhag- stæða afstaða milli Venusar og Úranusar gæti einnig bent til þess að stundum geti dregið til óvæntra deilna eða ágrein- ings í ástamálunum og er þá nauðsynlegt að leysa slíkt í rólegheitum og ganga ekki út í öfgar. Þú hafðir flestar pláneturn- ar nálægt illínu á fæðingar- stundinni og ættir því að beina aðgerðum þínum sem mest inn á heimilið, fremur en út á við. Það eru allar líkur til þess að hjónabandið verði fremur frjó- samt og mannnjargt í ykkar heimili. Ég gæti trúað að þið eignuðust ein fimm, sex börn. Árið 1967 verður samstaða milli Sólarinnar og Merkúr í stjörnusjá þinni, en það bendir oft til smá ferðalaga. Þú ættir einnig að gera sem mest af því að kynna þér bókmenntir undir þessum áhrifum eða afla þér nýrra hugmynda með samræð- um við aðra. Árið 1969 verðux s!æm af- staða milli Júpíters og Sólar- innar en það bendir til ein- hverra heimilisörðugleika, sem gætu stafað af aðgerðum öfund- armanna þinna. Árið 1984 veiður mjög hag- stæð afstaða milli Sólarinnar og Venusar en það bendir til þess að ástamálin og fjármálin gangi mjög vel! Áhrifin frá þessari afstöðu eru margþætt og virka að nokkru leyti einnig næsta ár á undan og eftir. Þú ættir að taka sem mest þátt í félags- lífinu undir þessum afstöðum. Júpíter verður fram til maí næsta árs í tíunda húsi en undir þeim áhrifum hefurðu góða möguleika á að skapa þér betra álit út á við og afla þér virð- ingar fyrir vel unnin störf. Það er einnig mjög hagstætt að leita til hins opinbera með fyrir- greiðslu undir þessum áhrif- um ef þörf krefur. FÁLKINN 31

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.