Fálkinn


Fálkinn - 31.08.1964, Qupperneq 7

Fálkinn - 31.08.1964, Qupperneq 7
Verður Adlai Stevenson þriðji maður Ave Gardner Þið kannist áreiðanlega vel við Ave Gardner og hafið sjálfsagt yðulega séð hana á hvíta tjaldinu. Um hana mun Errol Flynn hafa sagt að hún væri fegursta kvendi jarðarinnar. Þegar Ava var á ferðalagi í Róm í júní s.l. sagði hún að þriðji maður sinn yrði Adlai Stevenson fulltrúi Bandaríkjanna hjá Sam- einuðuþjóðunum og fyrrum fram- bjóðandi Demokrata við forseta- kosningarnar. Adlai Stevenson er nýskilinn við konu sína og ásamt þrem börnum frá því hjónabandi Ava fór hann í skemmtisiglingu um Miðjarðarhafið. Á stærri myndinni sjáum við Ava Gardner koma til Rómar þar sem hún tilkynnti þessi tíðindi og á minni myndinni er Adlai Stevenson og Schröder utanrikis- ráðherra Þjóðverja. Því í andskotanum var Landhelgisgæzlan ekki látin þjálfa KR- ingana fyrir leikinn við Liverpool? OOIMiMI Nú er sagt að Leslie Caron — sú sem gat sér frægðar fyrir leik sinn í Gigi — sé að skilja við mann sinn Peter Hall. Hann ber hana þeim sökum að hafa verið sér ótrú með amerísku stjörnunni Warr- en Beatty. Sá er bróðir Shirley MacLaine og var áður giftur Nata- lie Wood. Caron og Hall eiga tvö börn sem eru um þessar mundir hjá föður sínum í Bretlandi og nýlega felldi brezkur dóm- stóll þann úr- skurð að Hall skyldi halda börnunum. Hér fylgir mynd af Leslie Caron og sá sem er með henni heitir Farley Granger og þetta er tekið er þau léku nýlega saman í kvik- mynd. UR YMSUM ATTUM — Eg hefði gaman af að sjá nágrannana okkar nota sund- laugina núna eins og þeir gerðu í fyrra þegar við fórum í fríið. FALKINN sá bezti Fyrir nokkru síðan fór ung stúlka hér í borginni í lœknisskoðun. Stuttu eftir að hún hafði yfirgefið lœknastofuna, kom hún aftur og sagðist munu hafa gleymt brjóstahaldaranum. Lœknirinn og aðstoðarstúlka hans leitUðu í stofunni, en ekki fannst flík- in. Eftir töluverða leit kallaði unga stúlkan allt í einu upp: — .Ég verð að biðja yður afsökunar, ég hef víst skilið þetta eftir hjá tannlœkninum. i.Q.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.