Fálkinn


Fálkinn - 31.08.1964, Qupperneq 11

Fálkinn - 31.08.1964, Qupperneq 11
Þau gerðu sér ekki Ijóst að þau kvöidu hana aðeins með alúð sinni og umburðarlyndi, — gerðu hana ennþá daprari og meira einmana... nokuð misjafnt um föður þinn. Við vildum bæði skilja. Mundu það. — Það passar ekki, hugsaði Anja, ég hef alltaf verið viss um að það var pabbi sem vildi burt. — Allt í lagi, mamma, sagði hún upphátt. Takk fyrir mig, ég ætla aðeins að skreppa út í móa. Móinn glitraði mót sólu. Hann hafði ekki breytzt. Hún svipaðist um eftir Nils en hann var horfinn. Og nú varð hún að haska sér á fund föður síns og — Lillian. — í hvert sinn er hún heimsótti hann, vonaði hún af öllu hjarta að hann væri sorgmæddur og hryggur í bragði. En það var öðru nær, hann lék á als oddi og réði sér ekki fyrir kæti. Hann hafði yngzt upp síðan hann fór frá þeim fyrir hálfu öðru ári og var ekki lengur virðulegur settlegur pabbi eins og hún mundi eftir honum. Hann var jafnvel farinn að ganga í skræpóttum skyrtum og haga sér eins og unglings strákur þótt hann væri orðinn 44 ára gamall. Hún óskaði þess af alhug að hann væri nú beygður og mæddur, því þá var von til þess að hann kæmi aftur heim. Framhald á bls. 26.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.