Fálkinn - 31.08.1964, Page 14
BRUÐUR
Hún þjáist af heimþrá enda er hún
langt að rekin, runnin upp á suður-
hveli jarðar þar sem aldinið glóir við
sólu og ljónin smjúga um dimmgrænan
frumskóginn. Hún syngur í Glaumbæ
þessa dagana fyrir Reykvíkinga og það
er frumstæður seiður í röddinni og
raunar öllum kroppnum og þetta á vel
við kaupsýslumenn og iðnaðarmenn er
sitja yfir rólegu glasi og láta sig
dreyma. Og gæjarnir á dansgólfinu taka
ögn þéttar um mjótt mittið á skvísun-
um sínum og láta sig líka dreyma.
Hún er heldur á varðbergi gagnvart
blaðamanninum unz talið berst að æsku
hennar í Jóhannesarborg, þá lifnar hún
við og verður hýr á brá og fer að tala
1 trúnaði. Þau voru sjö systkinin og
pabbi hennar kjötkaupmaður í úthverfi
borgarinnar, það var svart hverfi og
„apartheid“ hvíldi yfir öllu þeirra lífi.
Nú eru aðeins tvö systkyni á lífi, hún
og bróðir hennar. Þau dóu úr berklum
og ýmsum sóttum hin; einn bróðir
hennar var myrtur af því hann vildi
ekki vera með bófaflokki. Hann var
fáskiptinn og hljóðlátur drengur og
vildi ekki vera glæpon, þess vegna varð
hann að deyja.
Þau tilheyrðu einni af sjö ættkvísl-
um Suður-Afríku, hún heitir Xhosa og
er bezt mennt og dugmest þessara ætt-
kvísla. Hver þessara sjö ættkvísla tal-
ar eigið tungumál og hefur eigin siði
og háttu, margir munu kannast við
Zulu-negrana„ það eru stríðsmenn og
hetjur. Áður fyrr áttu þessar ættkvíslir
í innbyrðis deilum og erjum, nú standa
þær saman gegn bleika manninum,
hvítt og svart. Verwoerd heldur öllu í
járngreipum, ástamálum þegna sinna
líka. Sjáist saman blandað par á götu,
getur karlmaðurinn átt á hættu að
verða hýddur ellegar dæmdur í sex
mánaða fangelsi. Stúlkunni eru svipuð
örlög búin. Komi í Ijós að hvítur maður
hafi þegið gistingu í negrahverfi, er
voðinn vís, jafnvel þótt ekkert hafi
gerst. En fari svo að negrastúlka sé
farin að þykkna undir belti og geti átt
von á því að barnið verði hvítt, þá fer
hún einfaldlega á lögreglustöðina og
segir allt af létta og þá gera þeir ekki
neitt. Þeir viðurkenna að nú hafi verið