Fálkinn


Fálkinn - 31.08.1964, Blaðsíða 21

Fálkinn - 31.08.1964, Blaðsíða 21
í Corleone geysaði innbyrðis barátta milli eldri og yngri kynslóðarinnar, sem annars staðar. Fulltrúi yngri kynslóðar- innar var Luciano Liggio. Hann hafði áður verið smaladreng- ur, en 19 ára gamall var hann orðinn háttsettur í Mafiunni. Þessa tvo foringja greindi á um fleira en starfsaðferðir. Frá alda öðli hafði Mafian skattlagt beendur. Þeir sem þrjózkuð- ust við að greiða skattinn (sem stundum var greiddur prest- um í skriftastólum), gátu átt von á því að hlöður þeirra og gripahús brynnu með dularfullum hætti. Þeir gátu einnig bú- izt við því, að allur gróður skrælnaði á 'ökrum þeirra. Á Sik- iley er vatnið dýrmætt og þar hafa verið gerðar áveitur til að skipta vatni sem jafnast. En Mafian ræður lögum og lof- um í stjórn éveitunnar og stjórnar eins og henni býður við að horfa. Og þeir sem enn skirrast við að hlýða Mafiunni, þeg- ar brunnin er hlaða þeirra og fjós og akrar þeirra sviðnir, þeir þurfa ekki um sárt að binda. Kirkjugarðurinn er á næsta leiti. Dr. Navarra og Liggio deildu mjög um áveitu eina, hvort skyldi reisa nýjan stíflugarð eða ekki. Liggio var þá orðinn landeigandi og vildi ólmur byggja nýja stíflu til að græða betur en dr. Navarra lagðist á móti ráðagerðinni. Eftir fimm ára látlausar deilur var málum svo komið að 41 maður hafði fallið í skærum milli flokkanna, nokkurn veginn jafn margir úr hvoru liði. Þá var það 13. ágúst 1958 að Liggio ákvað að binda enda á þessi hjaðningavíg. Hann gerði iækninum fyrirsát skammt utan við Corleone. Dr. Navarra var þar á ferð í bíl sínum ásamt öðrum lækni þegar þeir komu að stórum flutninga- vagni, sem lagt hafði verið þvert yfir veginn og lokaði allri umferðinni. Læknirinn neyddist til að stöðva bílinn. Nokkrir menn úr liði Liggios biðu reiðubúnir og vélbyssur tóku að gelta í næturkyrrðinni. Hvorki meira né minna en 1.71 kúla flugu gegnum llæknanna og bíl þeirra. Minna mátti ekki gagn ,gera. Árum saman leitaði iQgreglan að Liggio. Það var loks rfyaúr nokkrum mánuðum, í maí 1964, að lögreglan kom að honum í húsi einu i Corleone. Þar lá hann hjálparvana og hálf-lam- aður, illa haldinn af berklum, í rúminu, svikinn af vinum sín- um og félögum. Hann var fluttur brott á sjúkrabörum. Það kom í ljós að leitin hafði dregizt svo á langinn sakir þess, að Liggio hafði látið gera á sér uppskui'ð til að breyta andlits- falli sínu. Framhald á bls. 26. Þýzk-ítalskur blaðamaður fór um Sikiley, heim- kynni Mafíunnar, og kynntist starfsliáttum hennar. Hér bortist önnur grein hans og ljós- myndir sem hann tók á ferðalagi sínu. Þriðja og síðasta greinin birtist í næsta blaði. FALKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.