Fálkinn


Fálkinn - 31.08.1964, Blaðsíða 24

Fálkinn - 31.08.1964, Blaðsíða 24
Anuað hvort er hann steinsof* andi hér inni eða hefur vikið sér eitthvað frá Og svo er að komast út úr girðingunni aftur. Á MEÐAN BORGIN SEFUR móti ykkur. Hann er ekki vanur því að vera seinn til þegar gesti ber að garði. — Ber oft gesti hér að garði? — Já þeir eru stundum að flækjast hér á nóttunni sérstaklega þegar þeir hafa frétt af hönkkeyrðum bíl. Sumir þeirra segjast eiga flakið og vilja fá af því benzínið. Ég stugga þeim burtu. — Það er stutt hjá bér að kalla á lögregluna? — Já, þeir eru hér rétt við bæjarvegginn en ég hef aldrei þurft á hjálp að halda. Maður reynir að lempa þetta með g óðu og það hefur alltaf tekizt. Þeir eru líka margir hræddir við hundinn og það er full ástæða til þess. Þetta er stór og sterk- ur hundur. — Þið eruð alltaf til taks ef illa fer fyrir mönnum. — Já, við erum til taks 6 inóttu sem degi. Við spyrjum hann að nafni, en hann segir að við munum vera blaðamenn og höf- um ekkert með svoleiðis að gera. Nafnið skipti engu. Svo kveðjum við og höldum að bílnum. Næsti áfangastaður er Olíustöð 'BP í Laugarnesi. Nú er farið að birta mikið til, og innan litillar stundar mun sólin koma upp. Staðui nn er vel girtur smóriðinni vírnetsgirðingu og ofan á hafa þeir .bætt við gaddavír. Hér er enginn maður sjáanlegur og þá er ekki um annað að gera en að reyna að komast inn fyxir. Það tókst með smá tilfæringum, kostaði að visu smá rifu á jakkanum en sú rifa kennir manni að við svona vinnu er ekki heppilegt að klæðast jakkafötum. Og stuttu seinna er ljósmyndarinn einnig kominn innfyrir. Hann þurfti ekki að fara yfir girðinguna, heldur tókst mér að opna smá hlið innan frá. Hér eru stór skilti, sem á stendur að stranglega sé bannað að reykja og óvið- komandi sé stranglega bannaður aðgangur. Enn höfum við ekki orðið neinna mannaferða varir og við göngum þarna um portið og virðum fyrir okkur stóra tank- bíla, sem standa þarna J röðum meðfram húsunum. Við göngum að nýreistu steynhúsi, rétt við innkeyrsluna, og reynum fyrir okk- ur á hurðinni. Hún er opin og við göngum inn. — Halló, er einhver hér, kallar ljósmyndarinn og það lætur heldur hátt f honum Maður rís upp af einum bekknum þarna í afgreiðslunni. — Jú, jú, jú, ætli það ekki. — Góðan daginn, segir ljósmyndarinn. — Góðan daginn, tekur hinn undir. — Er ekki leiðinlegt að vaka svona einn á nóttunni? — Nei, það kemur upp í vana. En hvað eruð þið nð vilja piltar mínir? — Við erum bara svona i heimsókn. — Jó, það er rétt hjá ykkur að líta svona inn Annars er ég ekki vanur manna- ferðum hér á nóttunni. í þessi ór, sem ég hef verið vaktmaður, hefur aldrei neinn kom- 24 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.