Fálkinn


Fálkinn - 31.08.1964, Blaðsíða 26

Fálkinn - 31.08.1964, Blaðsíða 26
Næst héldum við út í Örfirs- eyju. Þar voru mannvirki rammlega girt með gaddavír og vírneti og engan að sjá. Við kölluðum nokkrum sinn- um, en það fékkst ekkert svar. í skurði þarna skammt frá fundum við góðan planka og klifruðum upp hann og inn yíir girðinguna. Við gengum að húsi þarna innan girðingar og urðum einskis varir. Og þá var að komast aftur út úr girð- ingunni. Það ætlaði ekki að takast vel, en tókst þó að lok- um með ýmsum tilfæringum. Á leiðinni í bæinn komum við við í Kaffivagninum á Grandagarði og fengum okkur kaffi og smurt brauð. Það voru nokkuð margir á ferli svona snemma þótt klukkan væri rétt um hálfsjö. Við spurðum þá, sem afgreidui okkur, hvort ekki væri vaktmaður þarna í Eyjunni. Hún kvað jú við og þegar við sö_ ðum að hann hefði ekki verið þar fyrir stuttu síðan sagði hún: — Hann hefur skroppið eitt- hvað frá. Hvað eru menn líka fið þvælast þarna útfrá snemma á morgnana. IVfafíen Framh. af bls. 21. Þessir flokkadrættir innan Mafiunnar hafa valdið því, að ekki var hægt í '3 hagnýta nýja sjúkrahúsið. En nú er byrjað að leggja fyrir vatni í húsið. En „Sveita-Mafian“ svokall- aða tilheyrir nú-orðið liðnum tíma. í stórborgunum hefur Mafian tekið á sig nýjan svip. „í Palermo" var mér sagt, „ger- ást hlutir, sem erjurnar í Corle- pne eru barnaleikur í saman- í>urði við.“ Framhald í næsta blaði. Spilareglurnar Framh af bls 11. Hvar gat Nils haldið sig? Víst var hann reiður út í hana én hún var líka reið út í hann. Daginn áður hafði hann rifið hálsfestina hennar. Hann skyldi fá löðrung — nei, ekki dugði það, hann var henni of- jarl. Þau slógust oft að gamni sínu. Hún fann til dularfullra i;ennda og fiðringur fór um hana alla þegar hann hafði jkellt henni í grasið og hélt um handleggina á henni. Eiginlega öskaði hún að hann kyssti hana f*n heldur vildi hún deyja en játa það fyrir sjálfri sér. Það var vor í lofti og höfug angan af grængresi steig til lofts í því Anja skokkaði eftir stígnum í áttina að stöðinni. Mamma stóð í glugga og veif- aði brosandi, hún hafði óskað henni góðrar ferðar og beðið að heilsa pabba og Lillian. Á sínum tíma hafði hún orð- ið áhersla að því þegar þau gerðu upp sakirnar. Þá grét mamma hennar og sagði bitur og eitruð orð sem skáru í hjart- að og enn sviðu. Þetta skildi hún. Hins vegar skildi hún ekki þennan uppgerðarvingjarn- leikasvip sem mamma hennar setti upp nú. Það var fullt af fólki með lestinni. Þarna voru hjón með börn sín, feit og rjóð og kát og sæl. Anja brosti til þeirra og þau brostu á móti — dálítið undrandi. Hún fór út úr lest- inni á áfangastað þó hún hefði gjarna viljað sitja lengur og virða fyrir sér þessa hamingju- sömu fjölskyldu. Á brautar- pallinum var flautað á eftir henni, en hún sneri ekki við, heldur kerrti hnakkann og gekk snúðugt brott. Hún hrað- aði för sinni ef ske kynni hann elti hana. Hún fór að hugsa um ástina og allt hið kynlega sem henni var samfara, hugsaði um það sem strákar og stelpur voru að pískra um í skólanum. Hún fór að hugsa um sjálfa sig, í seinni tíð hafði hún veitt því athygli að hún var ekki lengur flatbrjósta, líkaminn var að taka breytingum. Nokkru seinna barði hún að dyrum og þá var hún aftur orðin lítil telpa sem saknar og þráir pabba sinn. Og vissi að í dag mundi hún heldur ekki xinna hinn raunverulega pabba sinn frá því forðum daga. Það var Lillian sem kom til dyra. Grönn og yndisleg og 25 ára. Anja gerði sér ljóst að Lillian væri töfrandi fögur. Af henni lagði ilm. Það var senni- lega þessi ilmur sem hafði svipt pabba hennar ráði og rænu og gert hann fráhverfan mömmu. Þetta var áfengur ilmur af kvenmannslíkama. Þau horfðust í augu og Anja neyddi sjálfa sig til að brosa. Hún varð að viðurkenna að Lillian tók henni fram um kvenlega fegurð. Litlu brjóstin sem hún var svb stolt af annars urðu harla lítilmótleg í saman- burði við þessi stóru þrýstnu brjóst. Og mamma hennar stóðst henni ekki snúning að þessu leyti heldur. Hún virti Lillian fyrir sér og sagði svo: Skugginn yfir hægra auga er ekki reglulega góður. Þetta var komið fram á Framh. á bls. 28. KVIKMYNDA ÞÁTTUR HASKÓLABÍÓ SVNIR: THIS SPORTIIMG LIFE Um þær mundir sem þessi þáttur kemur í blaðinu mun Háskólabíó taka til sýningar brezku myndina This Sporting Life. Verið getur að hún verði tekin til sýningar aðeins fyrr en þar sem hér er um mjög merkilega mynd að ræða munum við gera henni nckkur skil því þetta er mynd sem enginn kvikmynda- unnandi má láta framhjá sér fara. Þessi mynd er byggð á samnefndri sögu eftir David Storey og fjallar um Rugby leikara. Þegar þessi skáldsaga Storey kom út vakti hún verðskuldaða athygli enda mjög vel haldið á því efni sem hún fjallar um. Storey þekkti líka vel til þessa efnis því hann hafði um tíma verið atvinnu Rugby leikari. Sagan og myndin segja frá Frank Machin námu- verkamanni sem býr hjá ekkjunni Hammond sem á tvö börn. Frank verður hrifinn af ekkjunni en hún vill lítið með hann hafa. Hann er einmana og finnst hann vera einn af útlögum þjóðfélagsins. Hann er stór og sterkur en hefur ekki mikið af andlegheitum að spila úr og er tillitslaus gagnvart öðrum. Kvöld Frank og frú Hammond (Richard Harris og Rachel Roberts) í einu atriði myndarinnar. Það er atriðið þegar hún rekur hann á dyr. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.