Fálkinn


Fálkinn - 31.08.1964, Blaðsíða 28

Fálkinn - 31.08.1964, Blaðsíða 28
þekktur leikhúsmaður en þetta mun vera fyrsta kvikmyndin sem hann stjórnar. Verður ekki annað sagt en hann hafi farið vel af stað og verður gaman að fylgjast með honum í kvik- myndaheiminum framvegis. Framleiðandi myndarinnar er betur þekktur varðandi kvikmyndir en Anderson. Hann heitir Karel Reisz og stjórnaði töku myndarinnar „Saturday Night and Sunday Morning.“ Þetta er hins vegar fyrsta myndin sem hann fram- leiðir. Þeim sem hafa áhuga á skal bent á að bókin sem þessi mynd er byggð á fæst í bóka- búðum hér í Reykjavík í Peng- vin útgáfu. „This Sporting Life“ er mynd sem enginn kvikmynda- unnandi getur látið framhjá sér fara. Spilareglurnar Framhald af bls 26. varirnar án þess hún vissi af. Hún hafði heyrt eina vinkonu mömmu sinnar láta þessi orð falla um skuggann yfir hægra auganu á frú Brun. En Lillian tók þetta ekki illa upp. Lillian hló bara frjálslega og faðmaði Önju að sér og sagði: — Þú kemur til með að verða reglulega lítill köttur með beittar klær! — En svona nokk- uð skilurðu ekki enn þá. Pabbi kom fram. Ef þau hefðu verið 1 síns liðs, hefði »iún sjálfsagt kastað sér í fang hans. En þarna stóð Lillian svo íkki varð af neinu. Hann faðm- aði hana og hún varð að kyssa hann á kinnina þó hana lang- aði ekki hætis hót til þess. Og hún sem hafði þráð hann síðan hún sá hann síðast. Hún virti hann fyrir sér og vonaðist eftir að sjá í andlit hans hryggð eða beiskju. En hann ljómaði allur af ánægju og var í nýjum jakka. Anja litaðist um í íbúðinni. Þar vott- uðu allir hlutir um frjálslegt samlíf hamingjusamra skötu- hjúa. Og pabbi hennar sem var að reyna að telja henni trú um að Lillian byggi þarna ekki! Sjá bara tvíbreiða hjónarúmið! Skyldi hann sofa þar einn? — Martin, ætlarðu ekki að segja henni dóttur þinni frá gleðitíðindunum? — No, það íiggur ekki svo mjög á því, svaraði hann. — Hvaða tíðindi? spurði Anja hvasst. — Sona, sona, litla Anja, þú ert nú svo skynsöm stúlka. Þáð er hægt að tala við þig eins og fullorðna manneskju, við Lill- ian ætlum að gifta okkur eftir mánuð. Á borðinu fyrir framan Önju stóð blómavasi. Hún sá ekkert annað, skynjaði ekkert annað. Og svo þessa þrúgandi þögn. Mamma. Pabbi. Lillian. Jón frændi. Hún vissi ekki fyrr en hún hafði gripið vasann og þeytt honum í pabba sinn. Vatnið lak um hann allan og blóm sat í hálsbindinu. Anja brast í sáran grát. Hún rankaði ekki við sér fyrr en hún þaut niður stigann. Nú skildi hún að hún hafði brotið spilareglurnar. Allt til þessa hafði hún haldið í þá von dauðahaldi að pabbi kæmi aftur heim. Nú vissi hún að hann kæmi aldrei. — Anja ... Það var rödd Lillian. Hún var ekki reið, bara sefandi og full meðaumkunar. Anja skellti hurðinni og hljóp af stað. Svo stanzaði hún og lagði við eyrun. Hún heyrði ekkert fótatak á eftir sér. Gatan var auð. Loks fékk hún að vera í friði. Það var liðið langt fram á nótt þegar hún gekk loks ör- þreytt upp stíginn frá vatninu og heim að húsinu. Húsið var allt uppljómað eins og þar stæði veizla. En það var engin veizla. Fyrir utan húsið stóð bill pabba hennar. Sjálf hafði hún haft það gott. Að vísu hefði verið skemmti- legra ef Nils hefði verið með. Klukkustundum saman hafði hún reikað um skóginn, á slóðir sem hún þekkti ekki. Hún hafði farið vill vegar en það gerði ekkert til því enginn kærði sig lengur um hana. Hún skyldi sjá um sig sjálf. En svo fór að skyggja. Og þá varð skógurinn heldur ískyggilegur og ógn- andi. Hún varð sársvöng og henni varð kalt. Þess vegna hafði hún snúið heim ... hvert heim? Heim til Ijósanna í glugganum, heim til mömmu pabba, og Jóns frænda og Lillian. Ef hún yrði eins og þetta fólk þegar hún yrði full- orðin, þá var eins gott fyrir hana að leggja sig og deyja. Nú voru þau náttúrlega öll reið út í hana en hún kærði sig kollótta. Vonandi hafði hún ekki haft vont af því að reika um skóginn, kannski smávegis kvef en ekki meira því henni var mjög á móti skapi að liggja í rúminu. Nils ... lögreglan ... Kannski var búið að auglýsa eftir henni í útvarpinu. Það gat svo sem verið nógu spenn- andi. Aldrei hafði verið aug- lýst eftir neinni stelpu í skól- anum. Ein þeirra hafði dáið fyrir nokkrum árum og það hafði verið mjög spennandi og átakanlegt. Stóllinn hennar var auður og allir höfðu grátið. Eldhúsdyrnar voru opnar. Hún gekk upp stigann og inn í gang. Hún heyrði raddir innan úr stofunni. Lillian sagði: — Ég skil ekki hvað gekk að henni. Hún Einangrunargler Framleitt einungis úr úrvals gleri. — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega. j KORKIÐJAIM H.F. Skúlagötu 57. — Sírni 23200. sleppti sér allt í einu. Já, við sögðum henni að við ætluðum að gifta okkur. En það hlýtur hún að hafa gert sér ljóst allan tímann. Rödd mömmu: — Já, en innst inni hefur hún ekki trúað því. Lillian svaraði: — Þú hefur heldur aldrei trúað því, Sonja? Þú hefur líka allan tímann innst inni vonað að hann mundi snúa heim til þín. En það gerir hann ekki, aldrei! — Tuðran þín! sagði mamma eftir stutta þögn. Svo varð einkennileg þögn. Svo heyrði hún rödd föður síns: — Þið eigið báðar eftir að iðrast þessa. Við komum okkur saman um að við skyldum ætíð ræða málin af stillingu og gætni. Mamma æst: — Hef ég kannski ekki alltaf verið gætin og stillt og skynsöm. En þú tróðst þér upp á milli okkar, Lillian og þú gerðir mig óum- ræðilega óhamingjusama og það er ekki þér að þakka að ég er orðin hamingjusöm á ný. Jón frændi: — Svona, svona Sonja. Nú er nóg komið. Þú ert þreytt og æst. Þetta hefur verið alltof mikil áreynsla fyr- ir taugarnar. Mamma grét: Og litla telpan mín! Hvað hefur orðið af henni? Lillian sagði: — Ég hef ekki eyðilagt hjónaband þitt, Sonja. ^LMPL^ FJELftGSPRENTSHHUDNNAR SPÍTALASTÍG 10 - (VIÐ ÓÐINSTORG) ERU AFGREIDDIR MEÐ DAGS FYRIRVARA VANDAÐ EFNi FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.