Fálkinn


Fálkinn - 31.08.1964, Síða 30

Fálkinn - 31.08.1964, Síða 30
SKILNIltfGARVITIN rinini ræða. — Já, hvað er þetta eigin- lega, spurði Jutta þegar hann hafði bundið um brennda fing- urna. Þorvaldur leit á hana eins og maður horfir á fábjána. — Guð minn góður, sagði hann, sérðu ekki að þetta eru skilningarvitin fimm? Nú gat Jutta séð það. Svo skrifaði hún á skilti: „SKILN- INGARVITIN FIMM“ og setti fígúrurnar út í glugga. StraX; viku seinna kom frú ein og spurði um þær. Hún vildi bara kaupa eina. — Þær seljast ekki nema saman, sagði Þorveldur en svo ; fóru að gaula í honum garn- irnar því hann hafði ekkert fengið að borða í þrjá daga og það gauluðu líka garnirnar í Juttu og svo seldi hann eina fígúruna. Nú hefurðu unnið þér inn fyrstu tíu krónurnar fyrir þitt eigið sköpunarstarf! hrópaði j Jutta sigri hrósandi. — Og svo sitjum við uppi með fjórar fígúrur sem koma ekki að neinu gagni. Við get- um ekki selt þær sem „SKILN- INGARVITIN FJÖGUR“ þegar allir vita að vantar í seríuna. Jutta datt í hug snjallræði. Andartaki síðar var komið nýtt skilti út í gluggann: „ÁRSTÍÐ- Framhald á bls. 31. Þorvaldur og Jutta höfðu ákafa löngun til að láta að sér kveða sem myndlistarfólk, þau ólu í brjósti sér brennandi ósk um að skapa listaverk úr kera- miki, þeim fannst þau hafa svo mikið i sér sem aðeins fengi útrás í sköpunarstarfi hand- anna. Þorvaldur var öllum þeim kostum gæddur sem nú- tímalistamaður þarf að hafa, hann átti stóra, þykka fær- eyska peysu, stórt þykkt rautt skegg, úfinn og mikinn hár- lubba ofan á herðar ásamt tröllatrú á sjálfum sér, hann trúði því staðfastlega að hon- um mundi veitast auðvelt að skapa meistaraverk ef hann að- eins hefði leirklump milli handanna. Jutta hafði einnig allt það til brunns að bera sem stoð og stytta listamanns þarf á að halda, kolsvart gljáandi hár sem hún klippti í þráð- beina línu rétt ofan við auga- brúnirnar ásamt brennandi trú á að veröldin biði ekki eftir neinu nema list hennar og Þor- valdar. Það vantaði sumsé ekki neitt nema leirinn. Og peninga höfðu þau nátt- úrulega enga, þá hafa ungir misskildir snillingar aldrei undir höndum . . . en svo rættist úr fyrir þeim einn góð- an veðurdag, því Þorvaldur fékk listamannastyrk upp á 500 krónur og nú tóku þau til óspilltra málanna. Fyrst leigðu þau lítið verkstæði og litla búð, keyptu notaðan brennsluofn, poka af gipsi, módelpinna, og allt sem þurfti. Og þá voru eftir fimm krón- ur. — Fyrir þær keyptu þau leir. Það var ekki ýkja stór klump- ur sem þau ferigu fyrir þetta verð, en þó nógu stór til að hægt væri að komast í gang. — Nú er bara um að gera að nota hann á réttan hátt, sagði Þorvaldur, við skulum búa til seríu sem kaupa verður í einu lagi, því með því móti höfum við mest upp úr okkur. Svo bjó hann til fimm fígúr- ur, dálítið var það abstrakt hjá honum en hreint ekki meira en svo að vel mátti greina með góðum vilja hvað um var að Cop.ohtg,, r,*t, CHWÍE 30 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.