Fálkinn


Fálkinn - 31.08.1964, Side 35

Fálkinn - 31.08.1964, Side 35
% kg hveiti 200 g sykur 400 g smjörlíki 1 egg 1 msk. vanillusykur 3 msk. kakð 1. Venjulegt hnoðað deig. 3 msk. af kakó blandað saman við helminginn af deiginu. Fletjið deigin út i jafnstóra ferkanta. 2. Setjið brúna ferkantinn ofan á þann ljósa og rúllið þessum 2 ferköntum saman í pylsu. Geymið pylsuna vel innpakkaða á köldum stað um 1 klst. Geymið deigið ekki of lengi eða of kælt, þá er hætta á að deigið að- skiljist, þegar skorið er. 3. Deigið skorið þunnt. Sett á smurða plötu, bakað við nálega 200° í 10 mínútur. Kælið kökurnar á köku- grind. OSTABAKKI Fallegur ostabakki sómir sér alltaf vel, bæði borinn fram sem seinasti réttur við miðdegisverð eða á köldu borði. Á hann er blandað ýmsum tegundum af osti bæði bragðmiklum og bragðlitlum. Dökkt rúgbrauð er gott með osti og ýmsar tegundir af ósætu kexi. Svo er gott að hafa ýmis konar ávexti eða grænmeti á ostabakkanum t. d. banana, vínber, hreðkur, gúrkur, saltar möndlur eða olívur. Ostabakki með bolla af heitu kjötsoði eða rauðvíni í staðinn fyrir kaffi og kökur er ágæt tilbreytni, ef gestum er boðið heim að kvöldlagi. Notast má við hæðafat eða bakka sem til er og jafnvel skreyta með brotnum þentu- dúk og blómum við betri tækifæri. KVENÞJÓÐIN Ritstjóri- Rristjana Steingrímsdóttil húsmæðrakennari.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.