Fálkinn


Fálkinn - 31.08.1964, Qupperneq 37

Fálkinn - 31.08.1964, Qupperneq 37
Magnesíumplöturnar eru upp urnar og eldurinn roðnar. Það er hér ekki annað eftir en glóðarhrúga sem við lútum yfir til að orna okkur. Okkar eld- legi boðskapur er hljóðnaður. Hverju hefur hann komið til leiðar í veröldinni? O! ég veit að hann kom ekki neinu til leiðar. Við fluttum hér bæn, sem enginn gat heyrt. Gott og vel. Ég fer að sofa. V í morgunsárið söfnuðum við saman í glas, með því að strjúka vængina með klút, sópa af dögg blandaðri máln- ingu og olíu. Það var ógeðs- legt en við drukkum það. Betra en ekkert. Við höfðum að minnsta kosti vætt varirn- ar. Eftir þessa veizlu seigir Prévot við mig: — Til allrar hamingju höf- um við skammbyssuna. Ég verð allt í einu herskár, og ég sný mér að honum fjand- samlegur og bitur. Mér kæmi ekkert eins illa á þessari stundu og útaustur velgjulegra tilfinninga. Ég hef ríka þörf fyrir að álíta að allt sé ein- falt. Það er einfalt að fæðast. Og einfalt að vaxa. Og einfalt að deyja úr þorsta. Og ég gef Prévot gætur út undan mér, tilbúinn að særa hann ef nauðsyn krefur, svo að hann haldi sér saman. En Prévot sagði þessi orð með stillingu. Hann tók fyrir heilsufræðilegt atriði. Hann drap á þetta efni eins og hann hefði sagt við mig: „Við þyrft- um að þvo okkur um hendurn- ar.“ Við erum því sammála. Ég velti þessu fyrir mér þegar í gær, er ég rak augun í leður- slíðrin. Hugsanir mínar voru rökréttar en ekki geðlægar. Að- eins hið félagslega höfðar til tilfinninganna. Vanmáttur okk- ar að friða þá sem við berum ábyrgð á. En ekki skamm- byssan. Það er ekki enn farið að leita okkar, eða öllu frekar, okkar er leitað annars staðar. Líklega í Arabíu. Við heyrðum annars ekki í neinni flugvél fyrr en daginn eftir, þegar við höfð- um yfirgefið okkar að fullu. Þessi eina flugferð, úti í fjarsk- anum, hafði þá engin áhrif á okkur. Við vorum svartir díl- ar meðal þúsund svartra díla eyðimerkurinnar, og við gátum ekki vænzt þess að vera séðir. Ekkert fær staðizt í þeim hug- leiðingum sem hann hafði eign- að mér um þetta píslarvætti. Ég leið ekkert píslarvætti. Björgunarmennirnir virtust mér sveima í annarri veröld. Það þarf hálfsmánaðarleit til að finna í eyðimörkinni flug- vél sem ekkert er vitað um, á þrjú þúsund kílómetra leið; okkar er sennilega leitað frá Trípólis til Persíu. Engu að síður held ég mér enn í dag í þetta veika hálmstrá, því öðr- um er ekki fyrir að fara. Og ég ákveð að breyta um aðferð og fara einn í leiðangur. Prévot á að hlaða köst og kveikja í honum ef einhver kemur í heimsókn, en það kom enginn í heimsókn. Ég held því af stað, og ég veit ekki hvort mér endast kraftar til að koma aftur. Mór flýgur í hug það sem ég veit um Lybíueyðimörkina. Það helzt í Sahara 40% raki, en hér hrapar hann niður í 18%. Og lífið rýkur upp eins og gufa. Bedúína, ferðamenn og liðsforingja úr nýlenduherj- um ber ég fyrir því að maður geti lifað nítján klukkutíma án vatns. Eftir tuttugu tíma fyll- ast augun af ljósglæringum og lokakaflinn byrjar: sókn þorst- ans er leifturhröð. En þessi norð-austanvindur, þessi óeðlilegi vindur sem blekkir okkur, sem rígbatt okk- ur við þessa sléttu andstætt öllum veðurspám, nú lengir hann vafalaust í okkur lífið. En hve langan frest veitir hann okkur fram að fyrstu ljósglær- ingunum? Ég held nú af stað, en mér finnst eins og ég sé að leggja á úthafið í skekktu. Vegna morgunroðans virðast mér landshættirnir þó ekki eins óhrjálegir. Og ég þramma fyrst með hendurnar í vösun- um, eins og slæpingi. í gær- kvöldi brugðum við snöru fyrir nokkra dularfulla grensmunna, og veiðimaðurinn kemur upp í mér. Ég fer fyrst að vitja um gildrurnar: þær eru tómar. Ég fæ þá engan blóðsopa. Satt að segja bjóst ég ekki við því. Ég er ekki vonsvikinn, þvert á móti: ég verð forvitinn. Á hverju lifa þessi dýr í eyði- mörkinni? Þetta eru sjálfsagt „Ienlkar'1 eða sandrefir, litil rándýr á stærð við kanínu og prýdd gríðarstórum eyrum. É« stenzt ekki freistinguna og ég fylgi slóð eins þeirra. Hún leið- ir mig að mjórri sandelfi þar sem öll sporin koma skýrt fram. Ég dáist að snotri lopp- unni með hinum þrem út- spenntu tám. Ég sé kunningja minn fyrir mér brokkandi þýð- lega í morgunsárinu, og sleikj- Framh á næstu síðu. FALK.INN 37

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.