Fálkinn - 31.08.1964, Qupperneq 38
í miðri eyðimörk
Fiaxnh. aí bis. 37.
andi döggina af steinunum.
Hér gisna sporin: feníkinn
minn hefur hlaupið. Hér hef-
ur félagi hans slegizt í för með
honum og þeir hafa brokkað
hlið við hlið. Ég fylgist þannig
af kynlegri gleði með þessari
morgungöngu. Ég ann þessum
jarteiknum lífsins. Og ég man
síður eftir þorstanum . . .
Loksins ber mig að matar-
skammti refanna minna. Það
skýzt hér upp úr sandskorp-
unn, á hundrað metra fresti
örlítill þurr runni, í laginu eins
og súpuskál og með stönglana
hlaðna litlum gulum sniglum.
Við sólarupprás fer feníkinn í
birgðakönnun. Og hér verður
fyrir mér mikill náttúru-
leyndardómur.
Feníkinn stanzar ekki við
alla runnana. Hann hundsar
suma, þó þeir séu hlaðnir
sniglum. Suma snýst hann í
kringum af augsýnilegri var-
kárni. Suma ásælist hann, en
án þess að leggja þá í eyði.
Hann slítur af þeim tvo eða
þrjá kuðunga, svo skiptir hann
um veitingastað.
Gerir hann, sér leik að því
að seðja ekki hungur sitt í
einni lotu, til að hafa varan-
legri ánægju af morgungöng-
unni? Ég hef ekki trú á því.
Leikur hans bendir eindregið
til óhjákvæmilegrar nauðsynj-
ar. Ef feníkinn æti sig saddan
af framleiðslu fyrsta runnans,
mundi hann í tveim eða þrem
máltíðum eyða öllum gróðri af
honum. Og þannig mundi hann
ónýta viðurværi sjálfs sín á
einum runna af öðrum. En
feníkinn gætir sín vel á því að
ganga ekki á stofninn. Það er
ekki einasta að hann ber niður
á hundruð þessara brúnu
brúska við hverja máltíð, held-
ur forðast hann líka að taka
tvo nágranna-kuðunga á sömu
grein. Allt styður það að hon-
um sé hættan ljós. Ef hann æti
sig saddan af óforsjálni, mundu
sniglarnir hverfa. Ef ekki væru
til neinir sniglar, mundu ekki
vera til neinir feníkar.
Slóðin skilar mér að greninu.
Feníkinn er þarna og hann
heyrir sjálfsagt til mín, dauð-
hræddur við þrammið í mér.
Og ég segi við hann: „Rebbi
litli, ég er glataður, en svo
skrýtið sem það er hefur það
ekki firrt mig áhuga á hátta-
lagi þínu .. .“
Og ég stend þarna kyrr í
leiðslu og mér finnst að öllu
megi venjast. Hugmyndin um
að deyja ef til vill eftir þrjátíu
ár spillir ekki lífsgleði manns-
ins. Þrjátíu ár, þrír dagar ...
mismunandi mikil fjarvídd.
En ég þarf að gleyma vissum
sýnum ...
Nú held ég áfram ferðinni
og með þreytunni fer eitthvað
að breytast innra með mér.
Það eru engar hillingar, ég bý
mér þær til...
— Hó!
Ég rétti upp handleggina
hrópandi, en þessi maður sem
var að bauka, var aðeins svart-
ur klettur. Nú þegar færist líf
í allt í eyðimörkinni. Ég ætlaði
að vekja þennan sofanda bedú-
ína og hann breyttist í svartan
trjástofn. í Trjástofn? Sú vitn-
eskja furðar mig og ég beygi
mig niður. Ég ætla að lyfta
greinarstúfnum: hann er úr
marmara! Ég rétti mig upp og
ég lít í kringum mig; ég kem
auga á aðra svarta marmara-
klumpa. Jörðin er þéttsett
brotnum stofnum úr skógi frá
því fyrir syndaflóð. Hann hef-
ur fallið saman eins og dóm-
kirkja, fyrir hundrað þúsund
árum, í hvirfilvindum heims-
sköpunarinnar. Og aldirnar
hafa borið til mín þessi stór-
eflis súlnabrot sem gljá eins
og stálbútar, steinrunnin, gler-
gerð svört eins og blek. Það
mótar enn fyrir greinamörkun-
um, ég sé umbrot lífsins, ég
tel árhringina í bolnum. Þessi
skógur, sem glumdi af fuglum
og tónlist, hefur verið lostinn
bölvun og breytt í salt. Og ég
finn hve. þetta landslag er
fjandsamlegt mér. Þetta við-
hafnarmikla sprek, blakkara
miklu en járnverjur hæðanna,
hafnar mér. Hvað hef ég hér
að gera, ég sem er lifandi,
meðal þessara forhertu marm-
araklumpa? Ég sem er dauð-
legur, með líkama sem leysist
upp, hvað hef ég að gera hér
í eilífðinni?
Síðan í gær hef ég farið
nærri áttatíu kílómetra. Þessi
vanki hlýtur að stafa af þorst-
anum. Eða sólinni. Hún glamp-
ar á bolnum sem virðist vera
smurður í olíu. Hún glampar á
þessari járnskel alverunnar.
Hér er ekki lengur neinn sand-
ur, ekki neinir refir. Hér er
ekkert lengur nema einn óskap-
legur steðji. Og ég geng eftir
steðjanum. Og ég finn sólskin-
ið ymja í höfðinu á mér. Ah!
þarna...
— Hó! Hó!
— Það er ekkert þarna,
haltu þér í skefjum, þetta er
óráðið.
Ég tala þannig við sjálfan
mig, því ég þarf að skírskota
til skynseminnar. Það er svo
erfitt fyrir mig að afneita því
sem ég sé. Það er svo erfitt
fyrir mig að hlaupa ekki til
úlfaldalestarinnar ... þarna ,..
sjáðu ...
— Fífl, þú veizt vel að það
ert þú sem býrð hana til...
— Ekkert í heiminum er þ&
raunverulegt...
Ekkert er raunverulegt nema
krossinn þarna á hæðinni,
tuttugu metra frá mér. Þessi
kross eða þessi viti.. .
En þetta er ekki í áttina til
hafsins. Þá er það kross. Alla
nóttina hafði ég garnnskoðað
landabréfið. Það var tilgangs-
laust erfiði, af því ég vissi ekki
hvar ég var staddur. En ég
rýndi í öll merki sem gætu
bent til mannabyggðar. Og ein-
hvers staðar uppgötvaði ég
lítinn hring með eins konar
krossi yfir sér. Ég leitaði í
textanum og þar las ég: „Trúar-
setur“. Hjá krossinum sá ég
svartan depil. Ég leitaði aftur
í textanum, og þar las ég:
„Brunnur sem ekki þornar“. Ég
fékk sting í hjartað og ég las
aftur upphátt: „Brunnur sem
ekki þornar ... Brunnur sem
ekki þornar.. . Brunnur sem
ekki þornar!“ Hvað er Ali-baba
og allir dýrgripir hans á móts
við brunn sem exki þornar? í
nokkurri fjarlægð tók ég eftir
tveim hvítum hringum. Ég las
í textanum: „Brunnur sem
ekki þornar“. Það var strax
lakara. En allt um kring var
ekkert annað. Alls ekkert.
Þarna er þá trúarsetrið mitt!
Munkarnir hafa reist háan
kross á hæðinni til að kveðja
hina nauðstöddu til sín! Og ég
þarf aðeins að ganga í áttina
til hans. Og ég þarf aðeins að
hlaupa til þessara svartmunka.
— En koptaklaustur eru
hvergi nema í Lybíu.
— ... Til þessara iðjusömu
svartmunka. Þeir eiga fallegt
svalt eldhús með rauðu tigla-
gólfi og, í húsgarðinum, dýr-
lega ryðgaða vatnsdælu. Undir
ryðguðu vatnsdælunni, undir
ryðguðu vatnsdæunni, ykkur
hefur rennt grun í það...
undir ryðguðu vatnsdælunni er
brunnurinn sem ekki þornar.“
Ó! það verður mikið um dýrðir
þegar ég tek í strenginn, þegar
ég hringi stóru klukkunni. . .
— Fífl, þú hefur í huga
klaustur í Provence þar sem
eru reyndar engar klukkur.
— ... Þegar ég hringi stóru
klukkunni! Púrtnerinn fórnar
höndum til himins og hrópar
til mín „Drottinn hefur sent
yður!“ og hann kallar á alla
munkana. Og þeir koma flaum-
ósa. Og þeir fagna mér eins
og fátæku barni. Og þeir stjaka
mér inn í eldhús. Og þeir segja
við mig: „Andartak, andartak,
sonur minn... við ætlum að
skreppa út að brunninum sem
ekki þomar ...“
Og ég titra allur af ham-
ingju...
Nei, ég fer ekki að gráta af
þeirri einu ástæðu að það er
ekki lengur neinn kross á hæð-
inni.
Fyrirheit vestursins er ein-
tómur uppspuni. Ég hef snúið
í hánorður.
Norðrið er að minnsta kosti
fullt af söng hafsins.
Ó! þá er ég kominn upp á
þennan kamb, sjóndeildar-
hringurinn breiðir úr sér.
þarna er fegursta borg heims-
ins.
— Þú veizt vel að þetta eru
hillingar.. .
Ég veit vel að þetta eru hill-
ingar. Ég læt ekki blekkja mig,
onei! En ef ég kann því vel
að elta hillingar uppi? Ef ég
kann því vel að vona? Ef ég
kann því vel að elska þessa
tindóttu borg sem gljáir öll í
sólinni? Ef ég kann því vel að
ganga beint af augum, léttum
skrefum, af því ég finn ekki
lengur til þreytu, af því ég
er sæll... Prévot og skamm-
byssan, ég segi nú ekki margt!
Ég kýs heldur vímuna. Ég er
ölvaður. Ég dey úr þorsta!
í rökkrunum rennur móður-
inn af mér. Ég staðnæmdist allt
í einu, og mig hryllir við að
vera svona langt í burtu. í
rökkrunum deyja hillingarnar
út. Sjóndeildarhringurinn hef-
ur lagt af sér skrautið, hallirn-
ar, messuhöklana. Hann er orð-
inn auður eins og eyðimörkin.
— Þér hefur miðað vel
áfram! Nóttin skellur yfir, þú
hlýtur að bíða dagsins og á
morgun verður fokið í sporin
og þú ekki staddur neins stað-
ar.
— Þá er betra að halda
áfram beint af augum... Til
hvers að snúa við einu sinni
enn? Ég vil ekki taka þessa
beygju fyrst hafið er ef til vill
á næstu grösum, fyrst það opn-
ar senn faðminn á móti mér. . .
— Hvar héfurðu séð hafið?
Þú kemst reyndar aldrei út að
því. Þrjú hundruð kílómetrar
eru vafalaust milli þess og þín.
Og Prévot er á verði hjá
„Simouninn". Ef til vill hefur
úlfaldalest komið auga á hann.
Já, ég ætla að snúa við, en
fyrst ætla ég að kalla á menn-
ina.
— Hó!
Þessi hnöttur, drottinn minn!
hann er þó byggður...
— Hó! menn .. .
Ég er orðinn hás. Ég hef
Framh. á bls. 40.