Fálkinn


Fálkinn - 31.08.1964, Side 39

Fálkinn - 31.08.1964, Side 39
VARIÐ YKKLiR Á „ÞRENNINGUNNI" SigurSur gætti þess vel að iáta ekki umkringja sig eins og hent hafði Ottó og félaga hans. Hann reyndi sifellt að ráðast á óvini sína úr þeirri átt, sem þeir áttu sízt von á. Eftir að hafa vegið nokkrum sinnum að þeim með hinu þunga sverði sinu, snéri hann frá, til þess eins að ráðast að þeim, þaðan er þeir væntu ekki. Fyrirliði Fáfnismanna reyndi árangurslaust að knýja Sigurð til einvígis. Ottó sá brátt, hvað víkingurinn ætlaðist fyrir. Hann eygði geil í umsáturshringnum og flýtti sér út um hana til þess að fylgja fordæmi Sigurðar. Árásir þeirra báru fljótt ávöxt. Fyrirliðinn gerði sér þegar grein fyrir þvi, hvernig málin stóðu. Hann snéri hesti sínum við og flúði. Sigurður vissi, að fleiri manna Fáfnis væri ekki að vænta á næstu grösum, og knúði hest sinn sporum og rak flóttann. Ottó, Ari og Danni börðust áfram við andstæðinga sína. „Ég skil bara ekki, hvers vegna víkingurinn kom okkur tii hjálpar," stundi Ari, þeg- ar bardaganum var lokið. „Svo sannarlega bjargaði hann okkur." „Hvert fór hann?" spurði Ottó, og leit í kring um sig. „Hann elti einn þessara manna,“ svaraði Danni. „Þeir héldu í þessa átt.“ „Hvert hafa þeir farið?" sagði Ottó. „Af stað!“ Þeir röktu dagg- arslóða riddaranna, en þurftu ekki að halda langt. Brátt riðu þeir í flasið á Norðmanninum, sem kom fetið á móti þeim. Er Nors- arinn sá þrentenningana, þurrkaði hann sverð sitt á skikkjunni, og slíðraði það. Hann krosslagði hendur sínar, á brjósti sér, glotti háðslega og sagði: „Jæja?“ Allt datt í dúnalogn við spurningu Norðmannsins. Allir voru ó- viðbúnir þessum óvænta endurfundi. Loks rauf Ottó þögnina. „Mér er meinilla við að óvinur geri mér greiða," sagði hann, ,,en ég verð að viðurkenna, að nú björguðuð þér lífi okkar." „Svei þvi," svaraði víkingurinn kæruleysislega. „Mig langar að vita, af hverju í ósköpunum þér gerðuð þetta," sagði Ottó. „Ég tel yður vin Fáfnis." „Ég var það,“ svaraði Sigurður. ,,En það vildi svo til, að ég komst að því, að mennirnir sem réðust að ykkur, áttu að ráða mér bana. Þeir áttu að MYRÐA MIG en alls ekkl YKKUR. Þeir biðu komu minnar, en ekki ykkar, i Þrastaskógi." FÁLKINN 39

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.