Fálkinn


Fálkinn - 16.08.1965, Blaðsíða 7

Fálkinn - 16.08.1965, Blaðsíða 7
María og Pálína ræðast við yfir hádegisverðinum. Milli þeirra situr greinarhöfundur. „Notarðu aldrei ljósa hárkollu?“ „Nei, guð hjálpi þér. Ég er alveg hræðileg með ljóst hár. Aftur á móti fer rautt hár mér ekkert illa, en minn eðlilegi háralitur fer mér alltaf bezt.“ María greiddi nú hárið í lítinn hnút í hnakkanum, þannig að sem minnst færi fyrir því, tók síðan upp aðra hárkolluna, greiddi aðeins úr henni með fingrunum og skellti henni yfir höfuðið eins og húfu. Síðan nældi hún hana niður og greicldi sér og túperaði, eins og hún væri að greiða sitt eigið hár. Og nú var hún tilbúin. ♦ FYRST var hún klædd í hvítan kjól, eins konar sambland af kjól og kápu. Konan frá blaðinu setti á hana arm- bönd og nælur, eins og henni þótti við eiga. Ofan úr loftinu var dreginn grár pappírsrenningur, sem átti að vera hvort tveggja í senn: bakgrunnur og gólf á mynd- inni. Meðan verið var að ganga frá honum hljóp María til og setti Bítlaplötu á plötuspilarann: ,Það er um að gera að hafa nógu mikla hávaðamúsík, þá verður maður minna var við hvað maður er asnalegur meðan á myndatökunni stendur.“ Síðan hoppaði hún upp á dökkgráa renninginn. Hún kom gangandi eftir gangstéttinni. Aðstoðarmaðurinn hclt á ljósri plötu til að beina sólarljósinu að Maríu. „Mér finnst svo gott að vinna hérna,“ sagði María, „and- rúmsloftið er svo frjálslegt, maður getur haft músík á og sungið og trallað. Sumir ljósmyndarar mega ekki heyra nefnda tónlist, og það má varla heyrast hósti eða stuna meðan á myndatökunni stendur.“ ÞEGAR María sá næsta kjól, sem hún átti að klæðast, varð henni að orði, á íslenzku auðvitað: „Mikið getur þetta nú verið ljótt.“ Satt var það, kjóllinn var ekki fallegur og auk þess alls ekki gerður fyrir unga stúlku. Þetta var ekta „frúarkjóll“. Þegar María var komin í hann varð að taka hann saman að aftan, því að hann var allt of víður. Og loks, þegar hún var búin að stilla sér upp kom í ljós heilmikill magi. Guegan kom hlaupandi frá myndavélinni, „Femme Chic“-konan sömuleiðis og upp hófust nú miklar deilur um hvort ætti magann, María eða kjóllinn. Eftir talsverð mála- ferli var maginn dæmdur kjólnum - og myndatakan gat hafizt. Svona leið tíminn. María skipti um föt, skipti um hár- greiðslu, tók af sér hárkolluna, setti hana á aftur o. s. frv. og fyrr en varði var komið fram yfir hádegi. María byrjaði að geispa: „Þá er því náð, ég er farin að geispa en það er merki um að ég sé svöng. Verður ekki bráðum matarhlé?“ „Nei,“ var svarað, „ekki fyrr en klukkan tvö. Það á að ljúka við að taka allar þær myndir sem taka á inni fyrir mat, á eftir verður farið út.“ Og garnirnar fóru að gaula. Lömpunum var beint að henni, ljósið mælt, stóri spegill- inn settur þannig að hún gæti séð sig í honum — og síðan: „Aðeins hærra með handlegginn, horfa meira til hliðar, ekki alveg eins mikið bil milli fótanna - FÍNT - nú - nú - nú ...“ og í hvert skipti sem Guegan sagði „nú“, þá smellti hann af og áður en næsta „nú“ kom, var María búin að breyta urn svip eða hafði hallað sér eilítið fram eða aftur. Fyrr en varði var filman búin. Það var skipt um í snatri og haldið áfram. Þegar búið var að taka nógu margar myndir framan frá, var að fá bakið — og áfram var haldið. Það stóðst á endum, þegar myndatakan var búiu þögnuðu Bítlarnir. María hljóp til að setja aðra plötu á, en þá reyndi Guegan að setja upp reiðilegan svip og sagði: „Ekki meiri músík.“ „Ekki það?“ sagði María vonsvikin. „Jú, annars, þú verður víst að fá að hlusta á Bítlana þína‘‘ - og Bítlarnir héldu áfram. Á hvað skyldi María vera að horfa? — Það er ómögulegt að vita, en víst er að vegfarendur eru að horfa á Maríu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.