Fálkinn


Fálkinn - 16.08.1965, Page 8

Fálkinn - 16.08.1965, Page 8
,:rmi ®»®sÍÍSiillss * ij- ~~ •*• > -i p; í ;S||| MmJrnmÁL w ^ Wm Skyldi Iitlu dömuna fremst á myndinni dreyma um að standa einhvern tíma I sporum Maríu? — Hér var verið að næla kragann saman með títuprjónum. Ljósmyndarinn Guegan og aðstoðarmaður hans standa hjá. PÁLÍNA, nei góðan daginn Pálína. Hvernig gengur?“ heyrði ég allt í einu að Guegan sagði og er ég leit upp sá ég enga aðra en hana Pálínu Jónmundsdóttur, „Ungfrú ís- land 1964“. Nú er hún ljósmyndafyrirsæta í París, en vinn- ur einnig mikið við tízkusýningar. Pálína var auðsjáanlega heimavön á ljósmyndastofunni, enda hefur hún oft unnið þar. Nú var hún komin til að hitta Maríu, þær höfðu ákveðið að borða hádegismat saman, en klukkan þrjú átti Pálína svo að fara að vinna. Loksins var klukkan svo orðin tvö. Hvert átti nú að fara til að seðja hungrið? Jú, María kom með tillögu: „Eigum við - eigum við að fara upp á „Copenhague“ („Káupmannahöfn“, danskur veitingastaður), og fá okkur síld í rjómasósu með eggjum og kartöflum?“ Samþykkt. María: „Hvenær á ég að vera komin aftur?“ Guegan: „Klukkan þrjú, mín kæra.“ María: „Eigum við ekki að segja tíu mínútur yfir?“ Guegan: „Jú, en ekki seinna.“ ♦ „Copenhague" var Mariu og Pálínu forkunnarvel tekið af starfsfólkinu, sem þær eru farnar að þekkja, því að þær skreppa mjög oft þangað til að fá sér hádegismat og reyndar kvöldmat líka. „Hvers vegna eruð þið nú svona? Þið eruð ekki fallegar í dag,“ sagði einn þjónninn. „Vinnan heimtar þetta,“ svaraði María, en bætti svo við á íslenzku: „Þegar við erum svo til ómálaðar slær hann okk- ur alltaf gullhamra, en svona - nei, þetta finnst honum ekki fallggt. Ég er honum reyndar sammála.“ Það væri synd að segja, að síldin og rjómasósan hefði ekki bragðazt vel - ef maður gæti nú bara fengið svona lagað á sjálfu síldarlandinu, íslandi. Út á miðja götu var haldið. María, tilbúin að láta smella af.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.