Fálkinn


Fálkinn - 16.08.1965, Side 9

Fálkinn - 16.08.1965, Side 9
María og Pálína höíðu ekki sézt lengi því að Pálína var nýkomin úr sýningaferðalagi um Suður-Evrópu og ísrael. Höfðu þær því um margt að spjalla og fyrr en varði var klukkan orðin þrjú. ♦ ÞEGAR María var komin aftur á „Studio Guegan“, var klukkan tuttugu mínútur yfir þrjú, en enginn var kom- inn utan þeirrar sænsku. Gafst Maríu því tími til að slappa af og líta í nokkur Fálkablöð, sem ég hafði komið með. „Áfram, áfram,“ heyrðist frammi á gangi. Guegan var kom- inn ásamt fylgdarliði sínu: konu, dóttur og aðstoðarmanni, að ógleymdum hundinum, sem hljóp um allt og rak nefið í allt eins og hunda er siður. María klæddi sig í flýti og síðan var haldið út með stiga, myndavélar og allt tilheyrandi. Það var farið út á breið- götu, sem lá nærri og öllum útbúnaðinum komið fyrir á gang- stéttinni. Vegfarendur ráku að sjálfsögðu upp stór augu, er þeir sáu liðið, og margir stönzuðu til að fylgjast með því, sem gerast myndi. Aðrir settust niður á gangstéttarkaffihúsið á horninu, en þaðan var afbragðs útsýni yfir „leiksviðið“. Hafi salan verið í meira lagi á kaffihúsinu þennan daginn, má þakka það henni Maríu og stöllu hennar. Guegan klifraði upp í stigann og festi myndavélina á háan þrífót og svo hófst myndatakan. María kom gangandi eftir gangstéttinni, leit upp, brosti, leit til hliðar, gekk eitt skref áfram og Guegan kallaði: „Nú - nú - fínt - stórfínt - áfram - ... búið.“ María hljóp inn, skipti um föt og kom út aftur. Eftir að teknar höfðu verið nokkrar „gangstéttarmyndir“ var ákveð- ið að taka næstu mynd úti á miðri götu, milli tveggja stólpa, sem lögregluþjónar standa við er þeir stjórna umferðinnL ♦ Ljósmyndaranum líkaði ekki alveg „barnið“ hcnnar Maríu og tók því að sér að lagfæra það — Myndataka sem þessi getur verið talsverðum vanda bundin, því að umferðin á götunni verður að hafa sinn gang. Verður ljósmyndarinn að sæta lagi og smella af, þegar eng- inn bíll fer framhjá — ljósmyndarinn er nefnilega með allt sitt dót uppi á gangstétt. Þegar María var komin út á miðja götu milli stólpanna kom í Ijós að ermarnar á peysunni voru allt of víðar og „Femme Chic“-konan hljóp til með títuprjóna og öryggis- nælur og nældi allt fram og aftur. Ljósmyndarinn byrjaði að smella af, „skaut“ og ;,skáut“ milli þess sem hann kallaðist á við Maríu yfir götuna. Einn ‘ bílstjórinn, sem framhjá fór — ungur herra, vel að merkja | með tvo aðra hjá sér í framsætinu — gerði sér lítið fyrir og stanzaði, til að gefa ljósmyndaranum og fyrirsætunni næði til að taka nokkrar myndir. Hreyfði ekki bílinn fyrr en þeir, sem fyrir aftan voru, voru lagztir á flautuna og Guegan hafði fullvissað hann um, að honum væri alveg óhætt að halda áfram. Tíminn leið, María hljóp inn öðru hvoru og skipti um föt. Nú var klukkan að verða sjö, sólin var farin að lækka á lofti og umferðin orðin of mikil til að hægt væri með góðu móti að vinna utanhúss. Enda gerði það ekki til, myndatökunni var að verða lokið og þótti nú séð fyrir endann á vinnudegi Maríu. ♦ NEI, enn var dálítið eftir sem fram átti að fara innan- húss. Það var að taka auglýsingamynd fyrir verzlun, sem ætluð er tilvonandi mæðrum. Varð María nú að breyta sér úr þvengmjórri Maríu í bústna tilvonandi mömmu. Það var leitað í „ruslakistu" ljósmyndastofunnar og þar fundust slæð- ur og fleira ágæti, sem upplagt var að nota í litla „kúlu“. Var þessu vafið utan um mitti Maríu þar til fengizt hafði allra myndarlegasta „kúla“. Fór hún svo í skokkinn og var þá orðin hin mömmulegasta. En er Guegan hóf myndatökuna var hann ekki fullkom- lega ánægður með Maríu og barnið hennar og tók sig því til og breytti því smávegis: — „Nú er það eins og það á að vera.“ ,Og það var smellt af og smellt af aftur. María brosti, alveg Framh. á bls. 33. — nú var það fínt og María hin möinmulegasta.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.