Fálkinn


Fálkinn - 16.08.1965, Qupperneq 11

Fálkinn - 16.08.1965, Qupperneq 11
Framhaldssaga eitir LEfiGII BRACKETT Ég sá köngulóarvef breiðast um glerið eins og fyrir töfra. í sömu andrá heyrði ég Tracy kalla upp yfir sig í skelf- ingarundrun. Hún hélt höndunum fyrir andlitið, og milli fingra hennar sá ég rautt blóðið vœtla. .... ekki jafnvirði þín og barnanna." Ég sneri við og flýtt mér út úr baðherberginu og dró hana með mér. „Hvað ætlastu fyrir, Walt?“ „Láta niður í töskurnar okk- ar.“ — Ég ýtti henni inn í svefnher- bergið. „Svona. Seztu á rúmið og hvíldu þig.“ Ég kyssti hana. „Þú getur sagt mér, hvað þú vilt hafa með þér.“ Ég byrjaði að tína föt upp úr skúffum og lét þau I stóra stólinn. Tracey horfði á um stund og hélt þurrk- unni við ennið á sér. „Walt,“ sagði hún. Ég var önnum kafinn við að róta upp úr skúffunum og hrúga þvi upp. „Walt!“ Hödd hennar var svo skörp og torkennileg, að ég varð að líta á hana. Nú var hún ekki lengur fölleit. Það var roði í vöngunum, og augu hennar sindruðu. „Ég fer ekki,“ sagði hún. „Þetta er mitt hús. Þeir hafa ekki rétt til þess. Þeir hafa ekki rétt til þess.“ Hún endurtók þetta hvað eftir annað, þangað til hún varð að hætta til að ná andanum. „Hann meiddi mig,“ sagði hún og skipti frá heildarafstöðu til sérafstöðu. „Ég hef ekki gert honum neitt. Hann varð þér nærri því að bana, og þú hefur ekkert gert honum nema reyna að verja þig. Þetta er ekki rétt. Það er ranglátt." Hún fór að berja hnefunum í rúmbríkurnar. „Láttu þetta niður í skúffurnar aftur, Walt. Láttu það niður!" Ég stóð með hlaða af skyrtum í höndunum og reyndi að tala um fyrir henni, þegar dyrabjall- an hringdi. Ég skildi ekki strax, hvað þetta var, en svo kom hræðslan aftur. Hræðslan við, að Chuck hefði veitt okkur eftirför og ætlaði nú að reyna eitthvað nýtt. En billinn fyrir utan var svartur lögreglubíll, og hjá hon- um stóðu tveir einkennisklæddir lögreglumenn og virtu fyrir sér skemmdirnar á bilnum mínum. Ég lauk upp dyrunum. Þetta voru sömu lögreglu- mennirnir og komið höfðu áður, þegar drengirnir réðust á mig í garðinum. Ég mundi ekki nöfn þeirra, ef þeir höfðu þá kynnt sig. Ég hafði varla opnað dyrn- ar, þegar lögreglusjúkrabifreið rann upp að húsinu og tveir menn í viðbót komu inn með hjúkrunargögn. Tracey stað- hæfði, að ekkert væri að sér, en þeir skoðuðu hana samt, sótt- hreinsuðu og bundu um sárið og sögðu, að skurðurinn væri ekki stór. Þeir ráðlögðu mér að kalla á heimilislækninn og fá hjá honum róandi lyf, og ég kvaðst hafa gert það. Þeir fóru sína leið, og þá komu Obermey- er og Koleski nærri samtimis. Ég lét Obermeyer fara inn til Tracey, en fór sjálfur með Kol- eski og lögreglumönnunum út að bílnum. Koleski hafði með sér annan mann úr rannsóknarlög- reglunni, háan beinaberan ung- an mann, Hartigan að nafni. Þeir virtust vinna saman, en ég hafði ekki kynnzt honum áður. Annar lögreglumannanna stóð kengboginn við að leita með vasaljósi undir framsætinu í bilnum mínum en hinn var að rannsaka dælurnar með Harti- gan. Þeir hlustuðu allir, meðan ég sagði Kooleski frá þvi, sem skeð hafði. White-hjónin og Thompson-hjónin komu til að bjóða fram hjálp sína og vita, hvað um væri að vera, og krakk- ar, sem ég hefði varla séð áður, allstaðar að úr nágrenninu, þyrptust að, úteyg af forvitni. Mér fannst gott, að einhver skyldi skemmta sér. Lögregluþjónninn með vasa- ljósið sagði, „Sjáið þið hérna.“ Koleski laut niður og teygði sig til að sjá. Hann umlaði. Lög- reglumaðurinn náði í langa tág og krakaði í eitthvað undir sæt- inu. Hann náði því út og niður í umslag, sem Koleski hélt á. Síðan sýndi hann mér það. Hinir söfnuðust utan um okkur. Þetta var hnöttótt stálkúla eins og seldar eru með stærri gerðum af slöngvum, þeim er notaðar eru til að veiða smádýr. „Á stuttu færi(“ sagði Koleski, „gæti kúla sem þessi valdið miklu tjóni. Konan þín var lánsöm að verða ekki fyrir henni fyrr en krafturinn var farinn af henni. Hljóðlaus og ekki rekjan- leg eins og byssukúla — liklega hefur Chuck gert ráð fyrir því, að enginn myndi taka eftir kúl- unni eða brotnu rúðunni í brak- inu af bifreiðinni og svo yrði það úrskurðað sem slys.“ „Eins og Finelli." „Getur verið.“ Hann vék sér að lögreglumönnunum tveim. „Funduð þið nokkuð?“ „Ekkert nema traðkið bak við runnana, þar sem hann faldi sig.“ Koleski hleypti brúnum við málmkúlunni. „Það ætti að vera aðra slíka að finna á brúnni. Að dæmi eftir frásögn þinni og dældinni aftan á bílnum, þá slöngvaði hann tveimur." „Og svo kastaði hann grjóti. Þar fannst mér skjóta skökku við, og ég hafði orð á því. — „Það var svo barnalegt tiltæki — og alls ekki líkt Chuck. Hann hefur alltaf haft vald á sér, þú skilur, hvað ég á við — þar sem hann vildi það við hafa. En nú hagaði hann sér eins og óþekk- ur krakki í reiðiskasti. Svona ofsareiður yfir að hafa ekki get- að drepið okkur, býst ég við.“ Síðan bætti ég við. „Hann gerði annað, sem líkist honum ekki. Hann kom út á bersvæði, um hábjartan dag. Ég hefði get- að skotið hann, eða annar bíll átt leið fram hjá. Hann lagði sig í hættu." Koleski kinkaði kolli, eins og hann væri mér sammála um, að þetta gæti verið mikilvægt. „Og hann var einsamall?" „Það var engan annan að sjá.“ Lögreglumennirnir tveir, sem höfðu athugað verksummerki á leiðinni til mín, voru á sömu skoðun. Traðkið var aðeins eftir einn mann. „Jæja,“ sagði Koleski. „Chuck kann að eiga við einhverja erfið- leika að glíma, sem við ekki vit- um um. Við skulum vona það.“ Hann stakk umslaginu i vas- ann. „Þetta verður athugað í rannsóknarstofunni, en ég held ekki, aö það beri neinn árangur. Ég ætla að sjá til þess, að menn verði settir á vörð um heimili ykkar um tíma, ef ske kynni.“ Það leysti mig þessa stundina við þá nauðsyn að ákveða hvort heldur við ættum að fara eða vera, og ég varð því feginn. Ég var þreyttur. Ég vildi helzt ekki þurfa að hugsa um neitt í bili. Koleski talaði nokkur orð við lögreglumennina og sagði þeim að hafa gát á ljósum blæjubíl. Siðan sagði hann við mig: „Ég fékk skilaboðin frá þér um Harold Francis. Hartigan eða ég mun hafa tal af honum, en ég efast um, að við höfum meir upp úr honum en þér. Ég er steinhissa á, að þér skylduð þó ná þessu." „Systir hans hristi það úr hon- um. Þetta virðist vera sami hóp- urinn, er það ekki?“ „Svo sannarlega. Ef við gæt- um gómað þrekna piltinn og fengið hann til að hlæja fyrir okkur, hefðum við allt, sem við þörfnumst. Það virðast allir muna eftir honum.“ Ég sagði: „Ég hefði ef til vill getað náð Chuck í dag, en kon- an mín var særð. Mér virtist það ekki skipta máli.“ „Þér gerðuð rétt,“ sagði Kol- eski. Hann fór með Hartigan. Lög- reglumennirnir fóru einnig. Það var ennþá fjöldi fólks kringum húsið, gómandi og spyrjandi. Ég sá Joe Thompson og bað hann að reka það burt. Konan hans var inni hjá Tracey og sömu- leiðis Andy White og konan hans. Obermeyer læknir var á förum. „Sárið er grunnt," sagði hann, ,,en Tracey hefur orðið alvarlega hrædd, og eftir útliti þínu að dæma. Walter, hefur þú orðið það líka. Ég skildi eftir fjögur hylki. Gefðu Tracey tvö og taktu hin sjálfur. Og hringdu til mín á morgun." Ég þakkaði honum fyrir. Hann fór og að lokum fóru White- 11 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.