Fálkinn


Fálkinn - 16.08.1965, Blaðsíða 12

Fálkinn - 16.08.1965, Blaðsíða 12
 íslenzkar konur hafa viðkvæma hútS nnnvor LUKiúl V VII 1 vlt \ nj 0 M í* 11 Jri 1 119 3 8 i' ll»V I 1 m Snyrtivörurnar hafa reynst þeim bezt, sem reynt hafa valhöll Laugavegi 25 uppi simi 22138 hjónin einnig, eftir að við höfð- um sannfært þau um, að þau gætu ekkert gert. Bæði þau og Thompson-hjónin voru í miklu uppnámi yfir þessu öllu. Þeim fannst við miklum órétti beitt. Við ættum þetta ekki skilið. Ekkert frekar skeði um nótt- ina. Við sváfum jafnvel, og var það að þakka hylkjunum írá Obermeyer. Morguninn eftir var enni Traeey bólgið og sárt, en hún virtist að öðru leyti heil- brigð. Ég sat við morgunverðar- borðið og horfði á hana ganga um eldhúsið í blómstruðum morgunslopp, fegurri en nokk- urntíma áður, ef frá var dregin grisjan og plásturinn yfir auga- brúninni. Það var áberandi. Það stakk í augun. Það stækkaði og stækkaði fyrir sjónum mínum, þar til ég sá ekkert annað. „Traeey," sagði ég. „Mér var alvara í gærkvöldi. Ég er hætt- ur.“ I þetta skipti rauk hún ekki upp, heldur kom og stóð við hlið mér með höndina á öxl minni. „Þú ert hræddur, er það ekki?“ Sóiskinið lék um okkur bæði, heitt og sterkt gegnum glugg- ann, en mér var kalt. „Já,“ sagði ég. „Ég er hræddur." „Það er ég líka. Og hef verið frá byrjun. Það var í raun og sannleika aðalástæðan fyrir því, að ég vildi, að þú gæfist upp. Ég veit,' að þú hélst, að hún væri önnur, en þannig var það. Ég var hrædd við það, sem þeir kynnu að gera.“ Hún settist andspænis mér. „Það er synd og skömm,“ sagði hún. Gámla bræðin blossaði sem snöggvast upp í mér, en dvinaði fljótiega við að horfa á umbúð- irnáx um enni Tracey. Ég fór að brjó.ta heilann um, hvað valdið hefði þessari skyndilegu breyt- ingú, á mér, hversvegna óttinn var orðinn reiðinni yfirsterkari. Sú skýring, er lá beinast við, var sú, áð Tracey hefði særzt og ver- ið hætt komin, og hún var sönn. En það var eitthvað meira. Chuck var einnig breyttur. Nú vakti ekki lengur fyrir honum að hræða mig eða ef til vill að lumbra á mér aftur. Nú hafði hann morð í huga. Ég hafði aldrei áður verið elt- ur af neinum, sem ætlaði sér að drepa mig. Það var ný reynsla. Ég hafði enga fullfrágengna, fyrirfram ákveðna afstöðu gagn- vart máiinu. Ég hafði engin við- urkennd þjóðfélagsleg viðbrögð til að styðjast við. Mér brást hreint út sagt kjarkur. Það var svo köld, grimmdarleg, beiskju- biandin útþurrkun i því að verða myrtur, að ég gat ekki horfst í augu við það. „Ég var bálreið í gærkvöldi," sagði Tracey. Hún stóð upp og hellti kaffi í tvo bolla, hendur hennar skulfu örlítið. „En ég veit ékki, nú liður mér öðruvisi. Ég er þreytt, býst ég við. Ég vildi helzt íafa burt og gleyma þessu öllu. Þurfa ekki að hafa sífeildar áhyggjur. Rödd hennar hafði brostið. Hún beið, þangað til hún hafði aftur náð valdi yfir henni. í | „Ég fæ bara ekki séð,“ sagði hún, „á hverju við ættuni að lifa.“ „Það þyrfti ekki að vera lengi, Aðeins þangað til þeir hafa náðst — jæja, þar til þetta er liðið hjá.“ V „Það hefur þegar staðið í fimm mánuði. Veiztu hve mikið við eigum í bankanum?" i i Ég vissi það alltof vel. Ég; drakk kaffið hægt og reyndi að: hugsa. Að vissu leyti var þetta hálfhlægilegt. Við höfðum sýnt mótspyrnutilburði okkar. Við höfðum blásið i herlúðra og við- haft okkar tilburði, og nú var því lokið. Það var eins og okk- ' ur fyndist við hafa gert allt, sem siðvenjur kröfðust, og nú gæti það farið fjandans til. Nú sner- ust lítilmótlegar hugsanir okkár » aðeins um eigið öryggi. „Við fengjum eitthvað af pen- ingum fyrir húsið," sagði ég. „Og kannski getur George Warren hjálpað okkur. Það hlýtur að vera atvinnu að fá í öðrum borg- um. Við finnum einhverja leið.“ „Pabbi myndi hjálpa okkur líka, ef með þyrfti. Þau mundu hafa börnin fyrir okkur, þangað til við fengjum . . .“ „Nei,“ sagði ég tryllingslega," börnin koma með okkur. Ég þarf kannski að segja skilið við allt annað, en fari það bölvað, ef ég leysi upp fjölskylduna." ; Tracey sat og horfði þung- lyndislega niður í kaffið sitt og hristi höfuðið. Ég sagði: „Það hljómar eina og vitfirring, sagt berum orð-. um, finnst þér ekki? Allt saman: vegna fimm drengja, sem við höfum hvorugt heyrt eða séð á; , ævinni." . t „Þetta er líklega ástæðan til! þess, að fólk eins og þeir hafa- í fullu tré við fólk eins og okk-J . ur“ i I „Hvernig þá?“ „Jú, þeir hafa engu að tapa,!; en það höfum við. Þeir kæra sig, kollótta um, hverju þeir valda, öðrum, en okkur stendur ekki ái sama um, hvað okkur er gert.’ Þetta vekur þá spurningu hjá manni, hvort þeir séu í raun og; veru mannlegar verur eins og’ við, — eða ég veit ekki. Úr- kynjaðir. Skepnur." „Guð einn veit það,“ sagði ég. Ég var ekki svangur og mér varð illt af kaffinu. „Við skulum; halda niður í borgina. Þú getur fengið þér morgunverð þar ef þú vilt. Heyrðu, hversvegn'a ferðu ekki til Mae? Hana hefur lengi langað upp að vatninu og það virðist ætla að verða veður til þess í dag. Þið gætuð haft öll börnin með ykkur og reynt að losa hugann við þetta allt. Ekkert verður ákveðið í dag.! Framh. í nœsta blaði. 12 TALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.