Fálkinn


Fálkinn - 16.08.1965, Qupperneq 29

Fálkinn - 16.08.1965, Qupperneq 29
öldungadeildarmaður," sagði •hann. „Ég hef oft heyrt minnnzt á yður.“ „Menn yðar eru nokkuð snögg- ir upp á lagið, ofursti." „Ja-á. Ég skal fylgja yður í maður. Hann er loftkældur og þar getum við talað sarnan." Vegurinn lá beint til vesturs eftir skrælnaðri sléttunni. Clark bar hönd fyrir augu til að verj- ast birtunni, en kom ekki auga á neitt nema fjöllin í fjarska. En allt í einu lá vegurinn fram af brekkubrún, og Clark sá heila herstöð breiðast út framundan, hús, smærri herskála, möstur og breiða, steinsteypta flugbraut sem hann gizkaði á að væri ein- ar tvær mílur á lengd. Nokkrar orrustuþotur og flutningaflug- vélar stóðu meðfram brautinrii. Meðan á bílferðinni stóð gaf Broderick lítið út á spurningar Clarks. Sólgleraugu huldu augu liðsforingjans og hann svaraði út í hött. Það eina sem hafðist upp úr honum var að þetta væri mjög leynileg stöð. Broderick stanzaði bílinn úti fyrir stökum herskála nokkurn spöl frá öðrum byggingum. — Hann leitaði á lyklakippu, fann réttan lykil og opnaði dyrnar. Loftkælirinn í glugganum suð- aði á mesta hraða, og Clark var feginn að komast í gustinn frá honum meðan hann leit í kring- um sig. Ekki var mikið að sjá, inni voru tvö hermannarúm, borð, stóil, standlampi og kjafta- stóll. Baðherbergið við gaflinn var svo þröngt að steypibað komst þar naumast fyrir. Þiljur náðu í axlarhæð við hvorn lang- vegg. Broderick gekk að glugganuni dyramegin og dró tjaldið fyrir, settist siðan á rúmið og benti Clark að fá sér sæti á stólnum. „Jæja, öldungadeildarmaður," sagði hann, hvað er eiginlega á seyði?" „Alls ekkert óvenjulegt," svar- aði Clark léttmáll. „Ég er bara að líta í kringum mig á eftirlits- ferð á eigin spýtur meðan þmg- hléið stendur, svo ég ákvað að líta hér við.“ „Þetta er ekki heimilt, öldunga- deildarmaður. Ég er viss um að þér vitið hversu leynileg þessi stöð er. Nefndarformaðurinn yðar fullvissaði okkur um að hingað kæmu engir gestir." „Nú, það er dularfullt," sagði Clark. „Ofusti, ég hef aldrei á ævi minni heyrt þessa stöð nefnda á nafn.“ Broderick skotraði til hans augum undan loðnum augna- brúnum. Augnaráðið var allt annað en vinsamlegt. „Hvernig vissuð þér þá hvar hana var að fmna?" „Mér var sagt frá henni í E1 Paso," svaraði Clark og reyndi að brosa sakleysislega. „Ég var á leiðinni til Holloman flugstöðv- arinnar og White Sands.“ „1 hreinskilni sagt trúi ég yður ekki. Enginn í E1 Paso veit af þessari stöð.“ „Um það ætla ég mér ekki að deila, ofursti," sagði Clark og reis upp. „Nú langar mig til að hringja til skrifstofu minnar, ef yður er sama, og láta vita hvar ég er staddur. Svo getið þér sýnt mér stöðina og að því búnu skal ég hafa mig á burt. „Ég er hræddur um að það sé ekki hægt, öldungadeildarmað- ur,“ sagði Broderick. „Engm simtöl sem gefa legu stöðvarinn- ar til kynna eru leyfð. Héðan er ekki nema ein símalína, og hún er í minni skrifstofu." „Ray?“ Dimm rödd Prentice var auðþekkt. „Hvað ert þú að gera í þessum bakaraofni, son- ur sæll?“ „Fred,“ svaraði Clark, „hver fjandinn er um að vera? Brode- rick heldur því fram að nefnd- inni sé fullkunnugt um þennan stað. Ég hef aldrei fyrr heyrt á hann minnst." Prentice kreisti upp úr sér hlátur. „Ég var búinn að vara þig við að þú myndir missa af \þýðingarmiklum fundum, ef þú færir svona oft til Georgiu í vor. Clark benti á síma á borðinu. „Hvað er þetta?" „Þessi er tengdur við sömu línu, en ég einn má nota hann.“ Svo bætti hann hranalega við. „Þér eyðið tíma yðar og minum líka til einskis. Nefndin yðar veit allt sem hún þarf að vita um þessa stöð.“ „Ég ætla ekki að væna yður um lygi, Broderick," sagði Clark, „en enginn í hermálanefndinni hefur hugmynd um þessa stöð.“ „Jæja, öldungadeildarmaður, því ekki að hringja í Prentice öldungadeildarmann í Washing- ton og spyrja hann?“ Clark reyndi að leyna undrun sinni. „Það væri fyrirtak, of- ursti. Mér væri ánægju að tala við éinhvern í umheiminum." Broderick lyfti símtólinu. „Lið- þjálfi," sagði hann, „náið fyrir mig í Prentice öldungadeildar- mann í Washington. Reynið fyrst skrifstofuna, svo heima hjá hon- um.“ Broderick setti upp þolin- mæðissvip búðarþjóns sem er að fást við ósanngjarnan viðskipta- vin. Nokkrum mínútum síðar tók hann aftur að tala í simann. — „Herra öldungadeildarmaður? Þetta er Broderick ofursti. Hér er kominn vinur yðar, Clark öldungadeildarmaður frá Georg- iu. Hann heldur því fram að ekki sé allt með felldu um stöð- ina okkar. Já, herra minn, það skal ég gera.“ Broderick rétti Clark símtólið. Nefndin fékk rækilega skýrslu um Stöð Y að þér fjarverandi." „Það er fjári undarlegt að enginn skyldi segja mér frá henni," sagði Clark. „Sérstak- lega hefðir þú átt að gera það, Fred. Og hafi nefndinni verið fullkunnugt um hana, finnst mér að Scott hershöfðingi hefði getað minnzt á hana, þegar ég spurði hann um fjárskiptin." Þögn varð i hinum enda sim- ans. Nú, já já, hugsaði Clark. Hann furðar sig á að ég skuli vita að hér er um fjarskipti að ræða. „Vertu nú rólegur, Ray," sagði Prentice sefandi. „Það er engin ástæða til að æsa sig upp út af þessu. Láttu Broderick sýna þér staðinn, og svo getur þú gefið nefndinni skýrslu eftir þinghléið. Heyrðu, lofaðu mér að tala aftur við Broderick." Ofurstinn tók við simanum og hlustaði. „Já, herra minn. Auð- vitað." Hann hlustaði enn um stund og kinkaði kolli. „Já öld- ungadeildarmaður, ég er með á nótunum. Rétt. Verið þér sælir, herra minn.“ „Jæja, nú vona ég þér séuð ánægður, öldungadeildarmaður," sagði hann. „Reynið að láta fara vel um yður. Ég þarf að sinna ýmsu, en eftir svona klukku- tíma kem ég aftur og fer með yður í hringferð." „Ef yður er sama skulum við fara þá ferð strax," sagði Clark. „Það er ekki hægt, öldunga- deildarmaður. Við litumst um þegar orðið er svalara." Brode- rick tók símann úr sambandi og siakk honum undir handlegg sér. „Hver andskotinn gengur á?“ hraut út úr Clark. Broderick gerði ekki annað en depla augunum, fór út og skellti í lás á eftir sér. Clark tók í hurðina, en hún bifaðist ekki. Þegar hann leit út um gluggann skömmu síðar, stóð vopnaður hermaður á verði úti- fyrir. Eftir hálftíma var barið að dyrum og undirþjálfi opnaði fyrir sjálfum sér. Hann lét brúnan pappírspoka frá sér á gólfið. „Með kveðju frá ofurst- anum, herra minn," sagði undir- liðþjálfinn. „Við komum með kvöldmatinn kortér fyrir sex.“ „Sjáðu nú til, sonur sæll,“ „Ég hef ekki í hyggju að hanga hér innilokaður til frambúðar. Ég kem með þér.“ „Því miður, herra minn." Dyrnar skullu aftur í lás. Upp úr pappirspokanum komu tvær flöskur. 1 annarri var sódavatn. Hin var Old Benjamin, uppáhalds viskítegund hans. Hann lét sódavatnspottflöskuna og þriggja pela viskíflöskuna á borðið, gekk svo að rúminu og settist. Hann starði á flöskurn- ar næstu tiu mínútur. Svo gekk hann hægt með viskíflöskuna inn í baðherbergið og hvolfdi úr henni í salernisskálina. Þegar viskíið hætti að streyma hristi hann flöskuna. Svo renndi hann fingri innanum stútinn og sleikti góminn. „Fari þeir til helvítis" urraði hann. Svo gerði hann sig líkleg- an til að fleygja flöskunni í gólfið, en stillti sig og kom henni kirfilega fyrir í horni steypibaðsþróarinnar. Láttu Scott liggja milli hluta, hugsaði Clark, en ég ætla að ná mér niðri á Prentice og Brode- rick, þó það verði mitt síðasta verk. Eftir nokkra klukkutíma, sein aldrei ætluðu að líða, fór hann að skrifa sér til minnis á um- slagið. Hann gægðist út með gluggatjaldinu og reyndi að ieggja allt sem hann sá á minn- ið. Útsýnið úr glugganum var ekki mikið, en þó sá hann end- ann á flugbrautinni og vindpoka langt til hægri. Eins og lofað var kom matur klukkan kortér fyrir sex. Á bakkanum lá samanbrotið dag- blað. Undirþjálfinn lét bakkann á borðið orðalaust og gekk öfug- ur út. Hurðin skall í lás. Eina huggunin var að matur- inn var góður. Clark, sem ekki hafði bragðað mat frá því um morguninn, varð rórra þegar hann var búinn að innbyröa steik, baunir, brúnaðar kartöfl- ur, búðing og kaffi. Hann lagðist upp í rúmið og tók að lesa í Framh. á bls. 36. FALKINN 29

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.