Fálkinn


Fálkinn - 16.08.1965, Page 30

Fálkinn - 16.08.1965, Page 30
MAMM/-V HVERSVEGIMA A EG í öllum skýrslum um skilnað, í blöðum, bókum eða útvarpi eru það faðirinn og móðirin sem útskýra sitt sjónarmið. En það er sjaldgceft, að sá aðilinn, sem skilnaðurinn hefur mest áhrif á, er spurður um sína afstöðu, nefnilega barnið. Ung fráskilin móðir hefur talað um þetta við lítinn son sinn. Það var tekið upp á segulband, og hér birtist samtalið orðrétt. — Jóhann, komdu hér og leggðu þig hjá mömmu, þá getum við talað saman. — Ummm, þér er kalt á fótunum, mamma. — Ég skal flytja mig svolítið, þá finnur þú það ekki. Jóhann! ... — Ætlarðu að lesa ævintýri fyrir mig? — Jú, en við skulum tala svolítið saman fyrst. — Um hvað eigum við að tala, um mig? — Já, um þig, og um — um pabba. Finnst þér ekki leiðin- legt að pabbi skuli ekki búa hér lengur? — Það getur hann ekki. Hann á nýja konu. — En finnst þér ekki ömurlegt, að pabbi og mamma skuli ekki vera gift lengur? — Það væri betra að pabbi byggi hér. Konan hans gæti bara líka búið hér. Við gætum öll verið gift! — Það yrði kannski svolítið þröngt.. . — Það gerir ekkert til. Ég gæti sofið í þínu rúmi, pabbi í mínu, og hún... ja, hún gæti sofið í sófanum. Jóhann þegir nú svolitla stund, og hann þrýstir sér að mömmu sinni og fer að fitla við hár hennar með fingrunum. — Mamma . ..? — Jááá? — Hvers vegna býr pabbi ekki lengur hjá okkur? — Jú, vinurinn, pabba og mömmu fannst þetta bezta lausn- SÁLFRÆÐIIMGURIIMIM PER OLAV TILLER SEGIR: BARN SKILINNA HJÓNA Þ Það fyrsta sem mér datt í hug, þegar ég heyrði þetta sam- tal móðurinnar við son sinn, var heppnuð tilraun móðurinnar til þess að vera hreinskilin. Hún reynir ekki að leyna því, sem hefur komið fyrir, gerir engar kröfur til hans, eða reynir að gera þetta að sjálfsögðum hlut. Þetta er slæm aðstaða fyrir drenginn, en hún gefur honum tækifæri til þess að skilja hana. Skilnaður hefur mikil áhrif á barn, það getur fengið mikil grátköst og verið óhugganlegt fyrst eftir að faðirinn er farinn. Sambandið milli föður og sonar verður auðvitað að hafa verið mjög gott, og þannig hefur það verið í þessu tilfelli. Vandamálið er ekki fólgið í því, að barnið sakni föður síns, heldur hitt, að reynt er að hindra það í því að sakna hans. Þetta andrúmsloft er þvingandi, og barnið fær ekki sömu möguleika og áður. Barnið þarf að fá útrás tilfinninga sinna, en í mörgum til- fellum hindrar eins konar hollustutilfinning barnsins gagnvart móðurinni það í því. Ef barnið tekur eftir, að móðirin vill ekki tala við föðurinn, eða sýnir, að það saknar hans, þá reyn- ir það að miða orð sín og gerðir við það. Þetta er nokkurs konar sálarstríð barnsins, sem hefur dáðst að báðum foreldr-

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.