Fálkinn - 16.08.1965, Page 33
• Dagur María
Framh. af bls. 9.
yfir sig ánægð yfir þessu á-
standi og allir viðstaddir dáð-
ust að frammistöðu hennar.
Vinnudagurinn var nú orðinn
tíu tímar og loksins var honum
að verða lokið. Það var aðeins
eitt eftir: Guegan ætlaði að
A7era svo vænn og taka éina lit-
mynd af Maríu, þá mvnd er
prýðir forsíðu „Fálkans“ i dag.
Klukkan var orðin hálf níu,
þegar María gat kvatt sam-
starfsfólk sitt og þakkað því
fyrir samstarfið um daginn.
♦
TTVAÐ gerir nú María eftir
vinnudag sem þennan?.
Fallegar stúlkur eru alltaf eftir-
sóttar hvar sem er og ekki sízt,
þegar þær auk fegurðarinnar
hafa til að bera glatt og hress-
andi viðmót eins og María. í
gegnum vinnu sína hefur María
eignazt fjölda vina og í dag er
henni boðið hingað og á morgun
þangað. En — í dag var vinnu-
dagurinn langur og strangur og
á morgun þarf María að fara til
Þýzkalands og vinna þar nokkra
daga og þar má hún ekki mæta
þreytuleg á svip með bauga
undir augunum.
Því fer hún beinustu leið
heim til sín, hún er hvíldar
þurfi og við bjóðum henni góða
nótt.
Þórdís Árnadóttir.
♦
. DO toú SflOfi/sr VlfA -Ttt- Hl/eRS
I^4CÍI~JCÍJ /V V'/Cí? U *
FÁLK.INN