Fálkinn


Fálkinn - 16.08.1965, Síða 42

Fálkinn - 16.08.1965, Síða 42
ENDURNÝJUM SÆNGUR OG KODDA FLJÖT AFGREIÐSLA HÖFUM EINNIG EINKASÖLU A REST-BEST KODDUM Póstsendum um land allt. DÚN- OG FIÐUR- HREINSUNIN VATNSSTtG 3 (örfá skref frá Laugavegi) Sími 18740. *lDDlf~#»rg^ S*(U£2. Einangrunargler Framleitt einungis úr úrvals gleri. — 5 ára ábyrgð. Pantið tímaniega. KORKIDJAIM H.F. Skúlagötu 57 — Símar 23200 42 FÁLKINN ég búinn að vera um leið og ég er kominn út fyrir stöðina. Kann- ski tuttugu ára tugthús. Meira að segja forsetinn kæmi mér þá að litlu liði.“ Clark gaut til hans hornauga í myrkrinu, og gerði sér nú i fyrsta skipti að fullu ljósan mun- inn á stjórnmálamanni og her- manni. 1 augum Clarks var fyrir- skipun nokkuð sem sjálfsagt var að skýrgreina og draga í efá, i augum Hendersons var hún ó- bifanleg eins og klettur. „Ég verð að ná sambandi við hann hvort sem er,“ sagði hann, „ef við höfum tíma til þess. Við getum lent í tímaþröng að ná í flugvél héðan.“ Við hliðið kom liðþjálfi út úr skýlinu, heilsaði Henderson og hvessti augun á Clark. „Því miður, ofursti," sagði her- maðurinn við Henderson, „en mér er skipað að sjá um að óbreytti borgarinn yfirgefi ekki stöðina, herra minn.“ „Það er allt í lagi, iiðþjálfi," svaraði Henderson. „Ég er yfir- foringi í fjarveru Brodericks og hann er í minni gæzlu." „Broderick ofursti bannaði það, herra rninn." Liðþjálfinn lét engan bilbug á sér finna. „Hann kom hér við þegar hann fór í dag og sagði að óbreytti borgar- inn mætti ekki fara út úr stöð- inni hvernig sem á stæði." Varð- maðurinn stóð við hliðina á bíln- um með riffilinn fyrir framan sig og svipbrigðalaust andlit. Fyrirvaralaust seildist Hender- son út um bílgluggann, þreif um byssuhlaupið og sló þvi við kinn- bein hermannsins. 1 sama vet- fangi opnaði hann dyrnar og stökk út um leið og hermaðurinn riðaði til falls. Hann sneri riffil- inn úr höndum varðmannsins, kippti skotahulstrinu úr honum og fleygði vopninu eins langt og hann orkaði. Síðan beindi hann skammbyssu sinni að hálfrotuð- um varðmanninum meðan hann opnaði hliðið. Þessum náunga er alvara þegar hann er búinn að taka ákvörðun, hugsaði Clark. Hann ók út tim hliðið og beið svo eftir Henderson. Ofurstinn miðaði skammbyssunni á vörð- inn. „Spýttu í, öldungadeiidar- maður," sagði hann. „Við rek- umst ekki á fleiri af þessu tagi. Við höfum þá alla innan girðing- ar á nóttunni." Clark jók ferðina eftir malbiks- veginum. Hann ók í loftinu alla leið út á þjóðveginn, beygði þar til hægri og hélt áfram í tungls- ljósinu til E1 Paso. Föstudagsmorguninn. Úrvinda af svefnleysi ók Clark og Henderson inn í Washington Dulles-flugvelli. Clark hafði sparkað skónum af hægra fætin- ■;m í þeirri von að titringurinn frá benzíngjöfinni hjálpaði hon- um að halda sér vakandi. Hender- son var sofandi hrúka í sætinu við hlið hans.. Þeim hafði ekki orðið svefn- samt um nóttina. Á flugvellin- um i E1 Paso hættu þeir ekki á að láta sjá sig í farþegaaf- greiðslunni, því þar gátu her- lögreglumenn orðið á vegi þeirra. 1 þess stað óku þeir að flugskýli þar sem Clark tókst að fá litla flugvél á leigu. í Dallas náðu þeir svo með naumindum í þotu til Washington. Klukkan á mæla- borðinu i bíl öldungadeildar- mannsins var orðin eina mínútu yfir átta, þegar þeir óku yfir Kay-brúna. 1 flugvélinni á leiðinni til Washington þyrmdi yfir Mutt Henderson, hann var eins óher- mannlegur og hugsazt gat. Þvi nær sem þeir komu Washington þvi sannfærðari varð hann um að þar biði sín ekkert annað en her- réttur. Clark varð ljóst að Jiggs Casey einn var þess megnugur að telja í hann kjark. Clark stanzaði útifyrir hvit- máluðu múrsteinshúsi í George- town. Henderson fylgdi honum að dyrunum reikull í spori og studdi sig við dyrastafinn meðan Clark leitaði að lyklinum. „Jæja, þá erum við komnir heim til mín,“ sagði öldungadeild- armaðurinn. „Seztu niður meðan ég reyni að ná í Casey í símann." Hann hringdi heim til Casey. „Jiggs? Ray Clark. Já segðu mér ekkert af þvi. Heyrðu, vinur þinn er hér með roér. Það er hörmung að sjá hann. Annað hvort hefur hann drukkið laxerolíu eða hann ímyndar sér að hann hafi geng- ið með röngum aðila. Vilt þú ekki segja við hann nokkur orð? Hann heitir Mutt Henderson." Andlitið á Henderson komst smátt og smátt í samt lag eftir þvi sem leið á símtalið. Loks hló hann og lagði á. „Jiggs segir mér að skæla mér til hugar- hægðar. Hann getur ekki mikið sagt, þvi að Marge er viðstödd, en hann ætlast til að ég geri það sem þú segir." „Nú ferð þú beint í rúmið," sagði Clark. Hann ýtti Hender- son á undan sér upp stigann og vísaði honum inn i svefnherberg- ið sem sneri frá götunni. „Nú er komið að þér að setj- ast í stofufangelsi," sagði Clark, „nema hér er enginn vopnaður vörður að gæta þín, við þörfn- umst þeirra ekki I Washington. Engin símtöl, og yfirgefið ekki húsið fyrr en ég sæki þig. Ef þig svengir þegar þú vaknar, er eitt- hvað ætilegt í eldhúsinu. Kaffið er í skápnum yfir eldavélinni." Öldungadeildarmaðurinn þaut niður stigann og tók tvö þrep í skrefi, hringdi síðan í Esther Townsend í Hvíta húsinu. „Öldungadeildarmaður!" Sjald- an hafði hann heyrt svo fagn- andi rödd. „Hvar ert þú niður kominn?" „Heima hjá mér, eins og þæg- um drengjum ber.“ „Geturðu komið strax? Hann er I vanda staddur og þarfnast þín.“ „Eins og örskot," svaraði hann. Clark ók bakdyramegin að Hvíta húsinu og lagði bilnum undir trjánum við hliðardyr. Hann skálmaði framhjá varð- mönnunum og fór í lyftu upp á aðra hæð. Lyman sat álútur yfir morgun- verðarbakka I skrifstofu sinni, en hann spratt upp þegar Clark kom í dyrnar og kom á móti honum. „Drottinn minn dýri, hvað ég er feginn að sjá þig, Ray. Ég hélt þú hefðir dottið út af hnett- inum." Hann þrýsti handlegg Clarks, eins og hann væri að ganga úr skugga um að hann væri með holdi og blóði en ekki vofa. „Ég er kominn aftur úr eyði- mörkinni," sagði Clark, „og ég hef frá fleiri ævintýrum að segja en úlfaldarekinn hans Lyndons Johnsons." Lyman settist í hægindastói- inn og laut áfram með olnbog- ana á hnjánum. Clark brá við að sjá hve þreytulegur og dauf- ur hann var í útliti. Miðaldra maðurinn sem hann kvaddi á þriðjudaginn var næstum orðinn ellilegur. Hann sagði: „Þú hefur líklega ekki frétt neitt. Paul er dáinn. Flugvél hans fórst á heim- leið.“ Clark einblindi á forsetann. „Ég biðst afsökunar, Jordie," sagði hann. „Ég var ekki búinn að frétta það." Hann settist á legubekkinn and- spænis Lyman og virti fyrir sér fölt andlit og þrútin augu hans meðan forsetinn sagði honum allt af létta. Clark gat ekkert sagt. Lyman hélt áfram að tala, næstum eins og vinur hans væri ekki hjá hon- um, rakti atburði miðvikudags- ins og fimmtudagsins, þar á meðal ótíðindin sem Saul Lie- berman flutti um að Rússar virt- ust ætla að rjúfa sáttmálann. Hann var lotinn eins og sigrað-' ur maður. Clark minntist morgunsins í Kóreu, þegar hann löðrungaði' miklu yngri Jordan Lyman. Hann fyllti röddina sigurvissu sem hann fann þó ekki til sjálf- ur. Jordie," sagði hann, „ég veit við höfum það af. En tíminn er orðinn naumur. Hlustaðu nú á það sem ég hef að segja." Clark sagði nákvæmlega frá því sem fyrir hann hafði komið, honum hitnaði í hamsi þegar kom að viskíflöskunum sem honum voru sendar. Ég verð að reita Lyman til reiði líka, hugs- aði hann. „Nú hugsa ég að Broderick sé kominn til baka,“ sagði hann, „og þú mátt bóka að Scott og Prentice og hinir eru annað hvort komnir á ráð- stefnu eða eru að undirbúa hana. Nú vita þeir að við vitum hvað þeir ætlast fyrir, og það er ekld gott, Jordie. Ég hef mestar á- hyggjur af hvort þeir geta hrað- að aðgerðum." „Bættust nokkrar flutninga- flugvélar við í gærkvöldi?" Framh. í næsta blaðL

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.