Fálkinn


Fálkinn - 11.10.1965, Blaðsíða 6

Fálkinn - 11.10.1965, Blaðsíða 6
m f J1 /» GAMANSAGA EFTIR MNGiBJÖtlGU JÓNSBÓTTUSi fU r 4. KAFLI. 1 JÓLIN. Það var þessi jól, sem ég trúlofaðist Þróttaranum. Hann var myndarlegur, laglegur, gáfaður, dansaði vel, menntaður, í góðri stöðu, átti íbúð með öllum hús- gögnum, nýjan amerískan bíl og hann elskaði mig út af lífinu. Ég hélt þessu vandlega leyndu fyrir bræðrum mín- um og þá ekki síður fyrir foreldrum mínum, en þar sem við ætluðum að opin- bera á aðfangadagskvöld neyddist ég til að segja for- eldrum mínum fréttirnar rétt fyrir hádegið. Faðir minn sat einmitt og og reyndi að muna, hvað það væri sem hann hafði gleymt. Ég hefði vel getað sagt honum það. Hann gleymdi því sama hver ein- ustu jól. Hann gleymdi að kaupa gjöfina handa mömmu. Ég kom inn í stofu til hans og sagði: „Pabbi.“ Pabbi sat og hugsaði og ég herti upp hugann og sagði hærra: „Pabbi." „Hvað?“ spurði faðir minn. „Ég þarf að segja þér dá- iítið,“ sagði ég. „Hvað er það?“ sagði pabbi og var jafn hugsandi og fyrr. „Ég ætla að trúlofa mig í kvöld,“ sagði ég. „Jæja,“ sagði pabbi. „Hvað spilar hann? Markvörður, framherji kannski mið- framherji?" „Já, einmitt," sagði ég. ,,Jæja,“ sagði faðir minn og lyftist allur. „Mér þykir þú segja fréttir. Mig hafði nú eiginlega dreymt um að fá hann Manga sem tengda- 6 son, en ég geri mig líka ánægðan með hann Óla.“ „Pabbi,“ stamaði ég. „Pabbi...“ Ég néri saman höndunum um leið og ég velti því fyrir mér hvernig ég ætti að segja honum þess- ar voðafréttir. „Það er ekki hann Óli.“ „Ekki hann Óli!“ Faðir minn spratt á fætur eins og stálfjöður. „Varstu ekki að segja mér að þú hefðir trú- lofast miðframherjanum? Ef það er ekki hann Óli hver er það þá?“ „Hann.... hann heitir Bjarni,“ stamaði ég. „Bjarni .... Bjarni . . . .“ tautaði faðir minn og svo rann ljós upp fyrir honum. „Þú ætlar þó ekki að segja mér að þú dóttir mín, þú hafir trúlofazt Þróttara! Það er gott að það er ekki búið að opinbera trúlofunina enn- þá.“ „Það verður gert í kvöld,“ sagði ég. „í kvöld!“ hvæsti faðir minn. „Ætlarðu að ganga að föður þínum dauðum eða hvað? Hvenær heldur þú að ég geti sýnt mig úti á götu eftir slíka smán! Nei, það skal aldrei verða að dóttir mín taki svo mjög niður fyrir sig! Aldrei, heyrir þú það!“ Móðir min heyrði hljóð- in í föður mínum og kom hlaupandi. „Hvað er. að?“ veinaði hún og greip sér í hjarta- stað. „Hvað hefur komið fyr- ir? Af hverju látið þið svona í dag, þegar ég hef haft svo mikið að gera? Kaupa gjafir, pakka þeim inn, skrifa jóla- kort, senda jólakort, kaupa jólatré, skreyta jólatré, gera hreint, kaupa í matinn, elda matinn, baka kökur, búa til sælgæti, allt, allt þarf ég að gera. Og svo standið þið þarria og rífazt. Er það ekki eins og ég hef alltaf sagt! Það hugsar enginn um mig! Aldrei!“ Faðir minn fölnaði. Hann gleymdi að segja móður minni voðafregnirnar. Hann gleymdi öllu öðru en því að klukkan var að verða eitt. Það átti að fara að loka búð- um. „Ég er farinn,“ sagði faðir minn. „Hvert?“ spurði móðir mín. „Ég þarf að kaupa jóla- gjöf,“ sagði faðir minn. „Já, já,“ vissi ég ekki,“ sagði móðir mín. „Jólagjöf- ina handa mér. Það er eína jólagjöfin, sem þú kaupir nokkurn tíman og þú gefur mér alltaf það sama.“ Faðir minn hvarf út um dyrnar. „Inniskó, ekkert nema inniskó,“ sagði móðir min. „Hvað gekk á?“ spurði hún mig. En áður en ég segi meira frá hneykslun móður minn- ar má ég til með að segja ykkur frá jólainnkaupum föður míns í þetta skipti. Hann stormaði i bílnum sínum beint niður í Kjör- garð til að verzla. Fyrir innan eitt afgreiðslu- borðið stóð manneskja og sneri baki við föður mínum. „Ungfrú! Ungfrú!“ hróp- aði faðir minn. Maðurinn sneri sér við og leit með fyrirlitningu á föð- ur minn. „Hvað voruð þér að segja? spurði hann ógnandi. „Afsakið, afsakið,“ sagði faðir minn, sem var langt frá því búinn að jafna sig eftir fréttirnar. „Ég sá bara sitt, ljóst hárið og hélt að þér væruð kona.“ „Einmitt," sagði afgreiðslu- maðurinn og sneri baki í föður minn. Faðir minn teygði sig yfir borðið og barði í öxlina á afgreiðslumanninum. „Afsakið, ég þarf að kaupa jólagjöf." „Nú,“ sagði afgreiðslumað- urinn. „Kortéri áður en búð- inni er lokað komið þér til að kaupa jólagjöf. Ö guð minn góður!“ Hann setti upp þjáningar- svip. „Það er handa konunni minni,“ sagði faðir minn. ,Einmitt,“ sagði afgreiðslu- maðurinn. „Inniskór eru á annarri hæð til hægri.“ „Ég ætla ekki að kaupa inniskó,“ sagði faðir minn ákveðinn. „Ég hef gefið henni inniskó á hverjum jól- um í þrjátíu og eitt ár. Mér finnst kominn tími til að gefa henni eitthvað annað.“ „Og hvað kemur til að þér breytið út af gamalli hefð herra minn?“ sagði afgreiðslumaðurin hæðnis- lega. „Hvað vill herrann helzt fá handa frúnni?“ „Mér kom til hugar að gefa henni lampa,“ sagði faðir minn. „Komið þér með lampa pakkið honum inn og ég skal borga hann.“ „Augnablik, aðeins augna- blik,“ sagði afgreiðslumað- urinn. Hvers konar lampa vill herann fá? „Ha?“ Hvers konar?“ stam- aði faðir minn. „Standlampa, borðlampa, leslampa, ljósakrónu, vegg- lampa?“ spurði afgreiðslu- maðurinn sakleysislegur á svipinn. „Ja . . .“ sagði faðir minn. „Stórann, meðal, lítinn eða pínulítinn?“ „Ja, ég . . .“ „Járnlampa, trélampa, glerlampa?“ afgreiðslumað- urinn skemmti sér hið bezta við að sjá hve vandræða- legur og ruglaður faðir minn var orðinn. Hann gat ekki þolað menn sem ekki dáðust að bítlahárinu hans heldur héldu að hann væri fröken. „Já, ég. . .“ sagði faðir minn og stamaði meira en nokkru sinni fyrr og hafði hann þó stamað mikið þenri- an morgun. ,Og hvernig á skermur- inn að vera?“ spurði af- greiðslumaðurinn. „Úr silki eða pergamenti? Rykktur eða sléttur? Með pífum eða blúndum? Kvenlegur eða karlmannlegur? Sléttur eða skreyttur? Einfaldur eða skrautlegur? Já, já, hvað viljið þér maður minn? Út með það!“ „Ja, ég veit ekki. . .“ „Fyrir eina, tvær eða þrjár perur?“ „Ja, ég . . .“ „Kannski fyrir enga peru?“ „Ja, ég . . .“ „Þér hvað?“ „Ég er bara að kaupa þetta handa konunni minni,“ sagði faðir minn. „Mér er sama hvað perurnar eru margar, hvort það er stand- lampi, borðlampi, vegglampi eða leslampi. Mér er sama hvort hann er úr tré, járni FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.