Fálkinn


Fálkinn - 11.10.1965, Blaðsíða 9

Fálkinn - 11.10.1965, Blaðsíða 9
sóttarglampa í augum muldr- aði hann: — Við erum frægir. Við ér- um heimsfrægir. Öll heims- pressan á eftir að skrifa um okkur. Við fáum heiðursverð- laun...“ Severin greip fram í: — Skítt með allan heiður. Ég hef fórnað tuttugu árum af lífi mínu í leit að gröf Cleo- pötru. Ef þetta er gröf hennar eða gröf einhvers mikils her- konungs, er mér sama um allan heiður og sóma, því ,ég ætla mér að verða ríkur maður. — Ætlaztu til að við látum ekkert uppi um þennan mikla fund sagði prófessor Drave hátíðlega, en varfærnislega. — Hvað hefur heimurinn gert fyrir þig eða mig, svaraði Severin með þjósti. Drave svaraði ekki. Hann hafði stungið höfðinu inn um opið og rýndi á einstaka muni í skímunni frá ljóskerinu. Kegeler var sendur upp göng- in til að tilkynna konu sinni Hildegarde, Mörtu Severin og Önnu Bleck, hvað gerzt hafði, og þeir kæmu seint til kvöld- verðar. T OKS hafði þeim tekizt að stækka opið nægilega, svo að þeir gátu allir fjórir skriðið inn um það. Þeir gengu þegj- andi um hina stóru hvelfingu. Severin sagði konu sinni næsta dag frá þvi sem fyrir augu þeirra hafði borið. Sennilega er hún ennþá dýrðlegri en gröf Tut-ankh- Amons, sagði hann og tæmdi vasana af gimsteinum og gyllt- um dýramyndum. Hann sýndi Itonu sinni stóran eðalstein. Kistan er úr skíra gulli, sagði Severin ákafur, prýdd gimsteinum eins og þessum 'hérna. Ég braut hann af kist- unni. Drave ætlaði að ráðast mig. Hann vildi varðveita kistuna osnerta, fíflið, Þarna 'er .nóg af gulli og gimsteinum, við verðum auðug, Marta. Við höldum á brott héðan i kvöld. Eftir nokkrar klukkustundir. ?Nú fer ég aftur inn í grafhvelf- inguna til að sækja meira. Svo ökum við suður á bóginn, í átt til landamæranna. Ég hef falið benzín- og vatnsbrúsa i bílnum. Þetta ætti að nægja .okkur til Nairobi. Þau koma ekki til með að geta elt okkur, *ég ætla að krukka svolítið i tíkina þeirra. Severin tók konu sína með inn í grafhvelfinguna. Þar voru þau fyrir, prófessor Drave, Black, Kegeler og eiginkonur þeirra. Drave stillti sér fyr-ir framan. Severin og varnaði honum veg- arins. — Þér er bannaður aðgang- ur. Þú hefur þegar eyðilagt nógu mikið. Þú hefur sprengt eðalstein út úr kistunni og lát- ið greipar sópa um hvelfing- una eins og hver annar þjófur. Severin þeytti prófessornum til hliðar og gekk lengra inn í hveifinguna. Þar valdi hann sér dýrgripi og stakk þeim í vasa sína. Hann braut fleiri eðalsteina út úr kistunni, með kúbeini. — Severin. Ég hef miðað á þig skammbyssu, sagði Drave ískaldri röddu. Nú er nóg kom- ið. Fleygðu kúbeininu, og snáf- aðu héðan út. Severin sneri sér hægt við. Augu hans brunnu. — Þessi fundur tilheyrir mér, hann er mín eign, þetta eru laun mín fyrir tuttugu ára strit og kvöl. Byssukúla small á gólfinu við fætur hans. — Þetta er aðvör- un, hrópaði Drave. — Komdu Fritz, sagði Marta Severin, annars verðum við skotin. Á leiðinni út úr hvelf- ingunrii týndi hann ýmsa smá- liluti í vasana. Önnur byssu- kúla small í veggnum. TjEGAR þau komu út, skipaði Severin konu sinni að taka öll matföng leiðangursins, sem hún gæti borið, og leggja þau í bifreið þeirra. Hann sagði Mörtu, að hann ætlaði að gera bifreið hinna óökufæra, til þess að þeim yrði ekki unnt að gera yfirvöldunum viðvart fyrr en það væri orðið um seinan. Þau héldu af stað eftir að hann hafði tekið varahjól hinnar bif- reiðarinnar með sér. Nokkur hundruð metra frá grafhvelfingunni stöðvaði Se- verin bifreiðina. — Ég mundi allt í einu að ég gleymdi poka með gimstein- um við hliðina á hinum bíln- um. Ég ætla að hlaupa eftir honum. Ég verð aðeins augna- blik. Eftir nokkrar minútur kom hann aftur til baka. Bifreiðin hélt af stað, en yfir drununum í mótornum heyrði Marta Se- verin þungan, snöggan dynk. — Hvað var þetta, spurði hún örvæntingarfull. — Þau sviku mig um það sem mér bar með réttu. Ég átti að fá helminginn af öllu, sem var í grafhvelfingunni. — En hvað gerðir þú? — Ekkert, hvæsti Fritz Se- verin. Framh. á bls. 42. iiuyiýsir: Einsmannssvefnsófi, stœrS 145 cm lengist upp í 185 cm með púðunum, sœngurfata- geymsla undir, stólar fóst í stíl við sófann. SKHllITS < kjP ■ j ■ W JLI' ■ J " húsgagnavcrzlun Hverfisgötu 50 — Sími 18830. Hún er komin! JAPANSKA SKÓL/ARITVÉLIIM BROTHER LÉTTBYGGÐ FALLEG TRAUST ÖDYR ÁRS ÁBYRGÐ iHÍMIIR H.F. Laugavcgi 18. — Sími 11372. FÁLKINN 9

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.