Fálkinn - 11.10.1965, Blaðsíða 14
Þegar hjónin komu úr ferðinni, brún
og sælleg og með yfirbragð heimsborg-
arans, hittum við þau að máli á heimili
Steindórs Hjörleifssonar leikara, sem er
bróðir Jens. Jens og Kristjana hafa
verið gift í tæp sextán ár og eiga f jögur
börn. Þau hafa aldrei fyrr farið utan
og þess vegna gerðu þau hvorttveggja
í senn að kvíða fyrir ferðinni og hlakka
til. Ferðalagið gekk eins vel og bezt
var á kosið, og var fyrirgreiðsla öll til
fyrirmyndar. Upphaf þessa ævintýris
var þegar Fálkinn hleypti af stokkun-
um snemma í sumar mjög glæsilegri
verðlaunagetraun. Hjónin eru fastir
áskrifendur blaðsins og voru þegar
ákveðin í að spreyta sig á getrauninni
og þegar henni lauk, voru þau í vafa
um tvö atriði, en þá komu Steindór og
Vona hans Margrét í heimsókn til
Inífsdals og lej'stu úr vafaatriðunum.
Uréfið með lausnunum fór svo express
til ísafjarðar og komst í tæka tíð til
Reykjavíkur.
Ferðasagan er í stórum dráttum á
þessa leið:
Við flugum fyrst til Osló, en komum
um kvöldið til Hafnar og þótti okkur
mjög skemmtilegt að sjá alla þessa
Ijósadýrð úr lofti; það var eiginlega
eitt ljósahaf alla leiðina frá Osló, því
að við sáum lika yfir til Svíþjóðar. í
Kaupmannahöfn tók kunningi okkar á
móti okkur og ók hann með okkur til
Hróarskeldu og fór með okkur í Tívolí,
en þar var mikið um að vera, svokall-
aður blaðamannadagur, og var dregið
í miklu happdrætti um kvöldið. Þá voru
flugeldarnir stórkostlegir og annan eins
mannfjölda höfum við ekki séð fyrr.
Það vakti auðvitað athygli okkar, að
alls staðar var vín á borðum, en við
sáum engan drukkinn mann. Við fór-
um svo aftur í Tívolí daginn eftir og
skoðuðum staðinn í björtu, en komumst
ekki í neitt skemmtitæki, þar sem bið-
raðirnar voru svo langar.
Nú var komið að því að gefa sig
fram á ferðaskrifstofunni. Við vorum
þátttakendur í svonefndri „Stjerne-
rejse“ og voru flestir þátttakenda Sví-
ar. Hópurinn var milli 70—80 manns
og flugum við með Caravelle þotu til
Barcelona. Ferðin tók ekki nema tæpa
þrjá tíma og fór mjög vel um okkur.
Þegar við komum til Barcelona tóku
fararstjórarnir á móti okkur og eftir
það vorum við að öllu leyti undir þeirra
umsjá. Frá Barcelona var tveggja tíma
akstur til Calella á Costa Brava, þar
sem við höfðumst við það sem eftir
var ferðarinnar. Hótelið okkar var
alveg niður við ströndina og fengum
við þar ágætt herbergi með baði og
svölum sem snéru niður að ströndinni.