Fálkinn


Fálkinn - 11.10.1965, Blaðsíða 29

Fálkinn - 11.10.1965, Blaðsíða 29
bezta jólakvöld, sém Cbiang hafði átt um ævina. Hann hló lágt og tók aftur til við fjárhagsáætlunina. Þegar henni var lokið var regndropa- músikin hljóðnuð, vindinn hafði lægt og nú mátti heyra vatnið skvettast undan hjólum bílanna, sem óku framhjá á götunni fyr- ir aftan bílskúrinn. Hann leit á úrið sitt; klukkan var aðeins hálfníu. Það yrði engin kennsla !fyrr en á næsta ári og honum ■fannst heimskulegt að ganga til 'hvílu svo snemma. Hann gekk ’að rúminu og lagðist niður, spennti greipar undir hnakkan- um horfði upp í loftið og velti því fyrir sér hvernig hann ætti að íá þetta langa kvöld til að liða. Ef til vill ætti hann að gera sér einhvern dagamun þar sem hann hafði lokið við nýju áætl- unina; eða vegna þess að storm- Urinn var um garð genginn. Hann átti enn þrjá dali eftir aí vasapeningum sínum fyrir 1955 og eftir þrjá daga yrði árið á enda. Án frekari bollalegginga stökk hann á fætur, fór i beltis- regnfrakkann, slökkti ljósið og gekk út í hráslagalegt myrkrið. Það glytti í nokkrar stjörnur í skýjakófinu og óveðrinu virtist hafa slotað. Skyndilega leið hon- um vel. Fyrst ég ætla aðeins að fá mér eina bjórflösku, hugsaði hann með sér, þá get ég eins drukkið hana i Tókíógarðinum. Hann andaði djúpt að sér fersk- um svalanum og flýtti sér að biinum sínum. , Tókiógarðurinn var þéttsetinn viðskiptavinum. Hann settist í sitt venjulega sæti í básunum við innganginn, þar sem bezt sást til Aiku hvar sem hún var í veitingasalnum. Hún var hvergi sjáanleg. Chiang litaðist um í salnum og kom auga á nokkur þekkt andlit. Ljóshærði ameriku- maðurinn var þarna og snæddi kvöldverð. Bifhjólamaðurinn sat þarna lika við bjórdrykkju, ásamt öðrum, og voru báðir kiæddir svörtum leðurjökkum Þetta var þéttvaxinn ungur mað- Ur með brúnt liðað hár, sem gréitt var snyrtilega aftur. Tveir aðrir sátu í básnum næst ljós- hærða manninum. Þegar ljós- hærði maðurinn sá Chiang kink- áði hann kolli til hans og brosti. Chiang galt í sömu mynt. Hann Jitur út fyrir að vera sómamað- ur, hugsaði Chiang. Hann velti því fyrir sér, hvort hann myndi vera einn af viðskiptavinum Aiku. Ef svo var, þá hlaut hún að vera forhertur lygari. Jæja, hugsaði hann með sér, það var varia vert að treysta hverju orði frá konu af hgnnar tagi. Að lokum birtist Aika í jap- anska sloppnum með matar- bakka í höndum. Hún vaggaði mjúklega í lendunum eins og venjulega og dauft bros lék um varir hennar. Þegar hún hafði komið matnum til skila, gekk hún að borði Chiangs og heils- aði honum með hneigingu. „Gott kvöld," sagði hún. Chiang leit í yndislegt andlit hennar og brosti. Tilhugsunin um að hafa sofið hjá henni jók hon- um sjálfsálit. „Gott kvöld," sagði hann. „Hvað þú vilt borða í kvöld?“ spurði hún. „Aðeins eina bjórflösku," sagði Chiang. „Hvaða tegund?" Chiang fannst allur bjór eins á bragðið og hann nefndi þá teg- undina, sem honum flaug fyrst í hug. Aika tók við pöntuninni, hneigði sig og fór. Honum fannst hún of hátíðleg. Hann langaði til að tala við hana, en hún hélt honum ávallt í nokkurri fjar- lægð í veitingastofunni. Og þess- ar smáhneigingar hennar ollu honum nokkurri gremju. Hann tók eftir þvi, að ljóshærði mað- urinn horfði á hana af sömu ákefð og fyrr; augnaráð hahs fylgdi henni hvert sem hún fór. Vegna hátíðlegs viðmóts og kurt- eisi Aiku var ómögulegt að gera sér grein fyrir sambandi hennar við hvern viðskiptavin um sig. Hann leit aftur á mennina í svörtu leðurjökkunum. Þeir drukku bjór, töluðu og hlógu rustalega. Þeir notuðu undarlegt mál, sem fór fyrir ofan garð og neðan hjá Chiang. „Hei, beibí,“ drafaði sá með brúna, liðaða hárið og smellti fingrum um leið og Aika gekk framhjá. „Komdu hérna, ég þarf að tala við þig!“ Aika hneigði sig og brosti og fór framhjá borði þeirra án þess að segja r.okkuð. „Hvað er að henni?" spurði Krulli við sessunaut sinn. „Er hún heyrnardauf eða eitthvað?" „Nei, hún er sko ekki dauf," sagði sessunauturinn og skellti í góm. „Sjáðu þetta perlubros. Umm-m-m!“ Hann sendi fingur- koss út í loftið. „Hæ, Aika,“ kallaði Krulli aftur, þegar hún var á leið með bjórinn til Chiangs. „Hvað er verðið hjá þér? Djöfullinn sjálf- ur, hvað kostar það mikið?“ Aika greikkaði sporið og varð hálf óttaslegin á svip. Ljóshærði maðurinn sem þrástarað hafði á hina tvo reis á fætur. Hann gekk að borði þeirra ógnandi á svip. „Biddu hana afsökunar,“ sagöi hann. „Eða hunzkastu út!“ Sá með liðaða hárið leit upp. „Sá er góður," drafaði hann. „Hver ert þú, glókollur? Lífvörð- ur hennar? Eða kannski upp- þvottastrákurinn ? “ „Farðu ekki, Aika,“ sagði ljós- hærði maðurinn og stöðvaði óttaslegna stúlkuna, sem ætlaði að hraða sér burt; hann sneri sér aftur að þeim brúnhærða og sagði skipandi: „Ég sagði þér að biðja hana afsökunar!" „Á hverju?“ spurði Krulli og yppti öxlum. „Er hún kannski ekki vændiskona? Hún fer bara í manngreinarálit, það er það eina. Hæ, Aika, eru mínir pen- ingar nokkuð verri en aðrir.. Áður en hann gat lokið setn- ingunni, þreif ljóshærði maður- inn i kragann á jakkanum hans og kippti honum upp. Krulli brauzt um, en ljóshærði maður- inn barði hann í andlitið. KrulM féll þunglega niður á bekkinn aftur og blóðið lagaði úr nefinu á honum. „Hypjið ykkur út, skrælingjarnir ykkar!“ skipaði Ijóshærði maðurinn. Sá síðhærði þurrkaði blóðið af sér með handarbakinu. Hann var nú allsgáður. „Sussu, já,“ sagði hann og flissaði. Hann stakk hendinni í buxnavasann eins og hann ætlaði að ná í vasa- klút, en i þess stað dró hann upp hnif, smellti honum upp og reyndi að standa á fætur. Ljós- hærði maðurinn hvikaði hvergi en rétti hinum grimmilegt spark svo hann rak upp sársaukástunu og beygði sig niður til að nudda á sér fótlegginn; skyndilega brölti hann upp og lagði til ljós- hærða mannsins með hnífnum en hann vék sér undan og spark- aði aftur í Krulla svo hann féll endilangur á gólfið. Sessunautur hans, sem hafði fært sig bak við ljóshærða manninn, greip bjór- flösku af borðinu. „Gættu þín,“ hrópaði Chiang án þess að vita af þvi, en það var um seinan. Flaskan brotnaði í höfði Ijós- hærða mannsins og hann hneig niður. Bifhjólamaðurinn fleygði frá sér flöskubrotinu og hljóp til ayra. „Flýtum okkur!“ hrópaði hann til KruIIa, sem staulaðist á fætur, greip hnífinn sinn og flúði. Tvenn pör gi'eiddu reikninga sína í skyndi og fóru. Aika sett- ist á hækjur og stumraði yfir ljóshærða manninum, sem enn var meðvitundarlaus og di’aup blóð úr hári hans. Matsveinn- inn kom hlaupandi framan úr eldhúsinu til að vita hvað gengi á. Eigandinn, lítill piparsveinn trítlaði til og frá og hrópaði skipanir á japönsku, sem eng- inn skeytti um. Chiang ákvað að gerast hjálplegur og lífgaði þann Ijóshærða við með því að skvetta köldu vatni i andlit hon- um. Aika hélt höfði hans með annarri hendi en þurrkaði hon- um um andlit og háls með þurrku, sem hún hélt á í hinni. Ljóshærði maðurinn gretti sig og hristi höfuðið eins og til að skýra hugsunina. „Viltu fá lækni?" spurði veitingamaðurinn og beygði sig áhyggjufullur niður að honum. „Ég hringja lækni?" „Nei,“ sagði ljóshærði maður- Framh. á bls. 34. FALKINN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.