Fálkinn


Fálkinn - 11.10.1965, Blaðsíða 30

Fálkinn - 11.10.1965, Blaðsíða 30
I EG giftist Þorvarði Jónssyni frá Hólum í Stokkseyrarlireppi. Við kynntumst eins og gengur. Ég valdi hann sjálf, og það fór vel.“ Þetta hefur Matthías Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins eftir 100 ára gamalli konu, Vigdísi Magnúsdóttur á Stokkseyri. Ritstjórar Fálkans báðu mig að spyrja fólk að því, hvernig það færi að því að ná sér í maka. Kannski mætti ætla, að þeii’, sem hafa margar giftingar að baki, gætu gefið einhver hagnýt ráð, — en þó mundi ég halda, að erfitt væri að fá nokkuð óyggj- andi upp úr fólki í þessu efni, sem dygði til almenningsnota, siðan það aflagðist að leggja brönugrös undir kodda þess heitt- elskaða og annað í þeim dúr. Nú á tímum eins og í þann tíð, þegar Vigdís Jónsdóttir var ung, — mun algengast að fólk kynnist „eins og gengur“. Fólk kynnist innan sinnar sveitar eða héraðs, kannski af orðspori eða á samkomum. Margir kynn- ast í skólunum, en þegar þeim sleppir er helzt von um ástir á vinnustað eða þá á böllum. Nú er af sem áður var þegar fólk fór til kirkju til þess að horfast í augu, — en í þess stað kynnist fólk í ýmiss konar veraldlegri félagastarfsemi og svo eru alltaf þessi einstöku dæmi um fólk, sem kynnist gégnum slysfarir og því um líkt. (T. d. — maður ekur á konu, hún slasast og er flutt. á spítala, — síðan leiða heimsóknir hans til þess, að þau kynnast og giftast — eða þá hún giftist lækninum, sem annast hana, — eða kannski að fólk rekist á úti á götu eða í stigagangi, horfist í augu og ekki er að sökum að spyrja — Ástarævintýri af þessu tagi eru talsvert algeng í sögum, — en að líkindum tiltölulega sjaldgæf í raunvél’uleikanum. Sjálfsagt hafa verið gerðar rannsóknir á því, — a. m. k. er- lendis, — hvernig — undir hvaða kringumstæðum — algengast sé, að fólk kynnist og þau kynni leiði til hjónabands. En slíkar rannsóknir krefjast meiri tíma og starfs en leggjandi er út í fyrir eina grein í vikublað, — og þótt horfið væri að þeirri ónákvæmu rannsóknaraðferð að spyrja nokkrar persónur um upp- haf kynna þeirra af makanum, —- væri það aðeins til að svala for- vitni lesenda á þessum tilteknu persónum, en gæti ekki leitt til neinnar niðurstöðu, sem telja mætti áreiðanlega. Vísindalegar rannsóknir hafa, að mínum dórni, rétt á sér, — jafnvel á hinum persónulegustu sviðum mannlegs lífs, — en gervirannsóknir væru í þessu tilfelli í mesta lagi til þess að skemmta fáeinum á kostn- að þeirra sem glæptust á að tála opinberlega um það, sem á að vera í leyndum, þetta undarlega blóm, sem kallast einu nafni ást. Árið 1963 kom út á vegum Félagsmálastofnunarinnar bók, er nefnist Fjölskyldan og hjónaband- ið. Nafn bókarinnar gefur fyllilega til kynna, hvert innihaldið er, ög þótt raunveruleikinn sé svo kúnst- ugur, að hann verður aldrei skráð- ur á bækur, jafnvel þótt órðin segi sannleika og ekkert nema sannleika, :— þá er margt eitt sem vekur til umhugsunar í grein- um þeirra mætu manha, sem þarna skrifa. Til dæmis skýr- greinir Hannes Jónsson, félags- fræðingur, muninn á rómantískri ást og hjónaást, en sú hin síðar- nefnda er, að því er Hannes segir, alls ekki eitthvað, sem maður „dettur“ í „eða eitthvað, sem fangar“ mann, heldur er það til- finning, sem maður ræktar með sér og gengur því betur að rækta, því betri, sem aðstæðurnar eru til þess. — „Þær aðstæður þurfa þá ekki endilega að vera utanað- komandi heldur miklu frekar háðar sálarlífi viðkomandi pers- ónu Sönn ást eða hjónaást er svo aftur, að sögn Hannesar, grundvöllur á kærleika, sem „byggður er á alhliða samlífi, traustri vináttu, félagsskap, virð- ingu og gagnkvæmri, félagslegri og kynferðislegri fullnægingu. Slíka ást, varanlega ást, er ekki hægt að grípa í skýjunum eða draumsjónum hugans . . .“ Hannes víkur einnig að spurn- ingunni: Hvers vegna giftuinst við? Og hann segir sem svo:

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.