Fálkinn


Fálkinn - 11.10.1965, Blaðsíða 24

Fálkinn - 11.10.1965, Blaðsíða 24
HÚSMÆÐUR: REYNIÐ KÖLDU ROYAL BÚÐINGANA tyf Bragðtegundir: Karamcllu, Vanilla, Hiudberja og Súkkulaðt Búðingurinn er tilbúðinn til mat reiðslu, aðcins þarf að hræra hann aaman við 1/2 liter af mjólk, láta hann stauda i nokkrar minútur og framreiða síðan í glösum cða skál. • SUÐUR f MIÐJARÐARHAF Þegar þessu var lokið var skipið lestað þurrum saltfiski og siglt áleiðis til Suðurlanda. Þetta var sumarið.1918 og all- gott veðuri Við lu'ðiim lítið var- ir við stríðið', sem þó var ennþá í fullum gangi. Við settum stefnu frá Reykjanesinu, fyrir vestan írland og til Gíbraltar. Þar varð að stanza vegna eftir- lits. Síðan var haldið áfram til Genoa á Ítalíu. Þar var fiskin- um skipað upp. Manni þótti talsvert koma til skemmtana- lífsins í þessum suðrænu borg- um, Genoa og Ibisa á Spáni, en þar tókum við salt í heimleið- inni. Peningar voru að vísu af skornum skammti, en seinna meir útvegaði maður sér nokkra saltfiska hér heima áður en lagt var af stað suður eftir og hann gekk eins og peningar. Við sígldum margar ferðií- þarna suður eftir meðan stríðið stóð. Fiskafurðir voru fluttar út og salt og kol heim. Frá Reykjavík var venjulega siglt fyrir Reykjanes, í gegnum Húll- ið og síðan var tekin stefna á Gíbraltar. Þetta var stundum svallsamt og stundum skall hurð nærri hælum, eins og reyndar alltaf hjá sjómönnum. Það var alltaf ævintýralegt þeg- ar byr var góður og hægt var að sigla- vel. Þá var manni létt í skapi og erfiðleikarnirgleymd- ust. Ég man til dæmis eftir þVí; að ’ einu sinni komum við inn í Genoa-bugtina, eftir að hafa lent í vondu veðri í Miðjarðar- hafinu og þetta var að áliðnum degi og það var ekki gott útlit fyrir að við kæmumst inn um kvöldið. Ég hét þá á gamla konu heima í Reykjavík, mikla vinkonu mína, sem alltaf hafði haldið mikið upp á mig, að ég skildi gefa hénni tíu krónur þegar ég kæmi heim ef við kæmumst inn fyrir myrkur. Við komumst svo þarna uppundir og þarna fyrir utan eru sand- og malarfjörur og grynningar og það hefði ekki verið viðlit að komast út á frían sjó eins og veðrið var þó víð hefðúm viljað. Nú, svo kemur dráttar- bátur út og hann vildi fá mikið fyrir að taka okkur inn í höfn- ina. Það varð að semja við þá í hvert sinn, en það var nú sparað í þá daga og skipstjór- inn okkar þrúkkaði við hann talsverða stund, en veður fór versnandi og hann varð að ganga að því, sem hinn vildi fá. Það voru 60 pund, mikið fé í þá daga. Þetta varð okkur til happs, því ,um nóttina fóru margar skútur upp í fjöru þai'na á nákvæmlega sömu slóðum; lágu eins og hráviði á fjörunum morguninn eftir og fæstar náðust út. Og hún yarð við, gamla konan, sagði Bjarni og hló við. — Og hún fékk sinn tíkall þegar heim kom. Það voru talsverðir peningar þá, kaupið mitt var ekki nema 375 krónur og hafði ég þó 25 krón- um hærra kaup en strákarnir. Framh. á bls. 17. Himalaja Framh. af bls. 27. eru fremur frumstæð þjóð. Hún er náskyld Tíbetum en mennt- un og metming hefur aldrei- komizt með þeim til líka á sama stig og í Tíbet-. ,Þeir búa | í ■fjalladölunum sem liggja upp ’ undir háfjöllin og eru allra manna kunnugastir á þeim ein- manalegu slóðum. f jöðrum fjallanna neðar búa Gúrkar. Þeir eru kunnip fyrir að vera einhverjir mestúj hermenn heims, frægir fyrirj hugdirfð og þol í orrustunijö Þeir nota langa hnífa þar senffife skaftið er sveigt á móti egginnil ! en járnkleppur mikill fram viðí:,, odd á blaðinu sem breikka fram, svo að höggið verðu óskaplegt. Gúrkahermaður e ekki maður með mönnum nem hann geti afhöfðað naut í einup höggi. Gúrkar eru tryggir yfiiS; mönnum sínum, óáleitnir og orðheldnir, glaðir og reyfir, erb/ skipta hömum ef til illindaíí kemur. Þegar slær í iiarðá rimmu þá fara þeir sér að engu óðslega, en um varirnar leikur. óhugnanlegt glott, sem hlotið hefur nafnið „Gúraglott". Tvö ríki eru í Himaíaja sem/j hér hefur ekki verið getiðj Bhuthen og Nepal. Bhútanaþ- eru einnig Tíbetar eða ná- skyldir þeim. En í Nepal sem er langstærsta fjallaríkið búa auk Gúrka og Sherpa ýms-j! ar aðrar mongólskar kynkvíslir- en yfirstéttin er yfirleitt ind- versk, venjulegir arískir Ind-; verjar, nokkuð ljósir. Trúar- brögðin eru' blönduð, bæðí: Hindúismi og Búddhatrú. Allar undirhliðar fjallannáy og lágdalirnir eru mjög fögur svæði. Loftið er hreinna og | svalara en á sléttunni, og uppií í hlíðunum er víða skrautlegurf gróður. Ýrnsir menn sem leita kyrrð-1 ar og hvíldar hafa setzt þar í að. Veitingahúsum og ver/.lun- um fer fjölgandi og vegir teygja 1 sig lengra og lengra upp í ver-í| öld fjallanna. S. H. BLAUPUNKT SJONVORF - HEIMILISÖTVÖRP - BÍLAÚTVÖRP - FERÐAÚTVÖRP GlilMNAR A8GEIRS80N HF. Suðuriandsbraut 16, sími: 35200. FÁLK.ÍNN,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.