Fálkinn


Fálkinn - 11.10.1965, Blaðsíða 32

Fálkinn - 11.10.1965, Blaðsíða 32
 ERON LOBROIU tuttugu og tveggja ára húsmóð- ir í Örebro í Svíþjóð, var ný- lega kjörin „Móðir ársins" i Svíþjóð. Ástæðan var sú, að frú Ebon hafði svo mikla brjóstamjólk, að hún gat látið barnadeild borgarinnar hafa 75 1 umfram það sem hún þurfti sjálf að nota handa sínu barni, sem fékk % 1 daglega. Frú Ebon hafði talsvert upp úr mjólkursölunni, — hún fékk tíu sænskar krónur fyrir hvern líter (um 80 kr. ísl.) YNGSTI FALLHLÍFAR- STÖKKYARI SVÍÞJÓPAR Hún heitii Gudrun Ástrand og ku vera hugrökk í meira lagi. Hún er ekki nema 17 ára gömul, en þrátt fyrir það hefur hún oftar en einu sinni stokkið úr 5—600 metra hæð úr flugvél. Og ef þetta er ekki heims- met þá er það í það minnsta Norður landamet. r/LBúiM. Af STAP GÁFAÐUR LAGERMABUR Það var í fyrra að Danmörk, Svíþjóð, Noreg- ur og Finnland tóku sig saman og settu á stofn spurningakeppni sem svo var sjónvarp- að um öil þessi lönd. Stjórnandinn var val- inn úr hlutlausu landi, og hann ekki af verfa taginu, en það var Jón Helgason prófessor. Sá sem sigraði í þessari keppni var Finni, Esko Kivikoki að nafni. Eftir þennan sigui sinn varð hann ákaflega vinsæll í Finnlandi og m. a. var hann kosinn vinsælasti maðui Finnlands 1964, en venjulega eru það leikar- ar eða fegurðardísir sem fá þann titil. Esko er ákaflega vítt lesinn, til að mynda kann hann allar varnarræður Sókrates utan bókar. En þessa menntun sína hefur hann ekki notað sér til atvinnu, heldur starfar hann sem lagermaður við fyrirtæki í Helsing- fors. Ætli Hómer eða Aristóteles hefði látið sér nægja að sitja í dimmu kjallaraherbergi og ákveða hversu margar gaddavírsrúllur á að senda með lestinni til Ábo? 32 falkinn

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.