Fálkinn


Fálkinn - 11.10.1965, Blaðsíða 10

Fálkinn - 11.10.1965, Blaðsíða 10
SKRAMAÞANKAR MAÐURINN er alltaf að breyta jörð- inni sem hann byggir, en það fer eftir því hvernig á málið er litið hvort manni finnst að hann sé að breyta henni til batnaðar. í rauninni er hann alltaf að leitast við að skapa sér betri heim, en andstæður og öfugmæli eru eitt helzta einkenni hans, enda hefur við- leitnin til að skapa betri heim endað að sumu leyti í því að hann hefur gert jörð sína verri, fátækari og ófegurri. Getum við ekki orðið sammála um að þetta sé alveg ágætis jörð sem við búum á, jörð með svalandi vatni, hress- andi iofti og fögrum, grænum gróðri? En þessu öllu erum við að spilla. Andrúmsloftið spillist af geysilegri notkun vélknúinna tækja sem spúa úr sér óhollum lofttegundum. Vafalaust hefur þetta fyrr eða síðar áhrif á veður- farið sem mjög kvað byggjast á ásig- komulagi loftsins. Til viðbótar við þetta ;mur svo geislavirkt ryk frá kjarn- irkusprengingum sem hefur dreifzt út nm háloftin. Vötn og ár eru að spillast af feiknar- legu frárennsli frá verksmiðjum, svo að dýrah'fi er sums staðar hætta búin, og hafið er líka látið taka við geislavirk- um úrgangi kjarnorkutilrauna. Og gróður jarðarinnar fær ekki að vera í friði heldur. Það er alltaf verið að brjóta nýtt land til ræktunar og græða upp auðnir. Samt er talið að gróður- lendi jarðarinnar sé að minnka en ekki stækka. Satt er það raunar að maðurinn hefur nú meira land en nokkru sinni fyrr þar sem hann getur ræktað þær jurtir sem honum eru nauðsynlegastar, en í heild er gróðuriendið þó að lik- indum minna en áður. Um allan heim er miklu gróðurlendi breytt á hverju ári í gróðurleysur með stækkun borga, lagningu vega og gerð flugvalla og ann- arra mannvirkja sem einkum eru stað- sett á grónum svæðum jarðarinnar en ekki auðnum. Búfé hefur víða verið fjölgað, og sums staðar gengur það svo nærri haglendinu að það er í rýrnum, og bætast þar einnig við náttúrlegar eyðingarorsakir, svo sem landbrot og uppblástur. Stór svæði jarðarinnar er maðurinn nú að nema til ræktunar, og er það gleðilegt. En líka það hefur fleiri en eina hlið. Það er ekki alls staðar verið að græða upp eyðimei’kur og breyta þeim í akra. Frumskógasvæði jarðar- innar eru að hverfa. Teknar hafa verið í notkun gífurlega stórvirkar aðferðir til þess að uppræta stórskóga og vinna bug á vafningsviðarþykkni. Á hverju ári er víðáttumiklum svæðum fxumskóga í Suður-Ameríku breytt í numið land. Hin ónumdu svæði Afríku eru lika að stórminnka. Og afleiðingin verður sú að dýrin sem í skóginum lifðu verða frið- laus. Margar tegundir eru þegar á barmi glötunarinnar, væru sumar aldauðar þegar ef maðuxinn hefði ekki séð að sér og reynt að halda þeim við með friðun. Svo er nú komið að ekki verður betur séð en hinar víðkunnu villidýra- lendur í Afríku séu að breytast í gríðar- stóra dýragarða þar sem villidýrin, kon- ungur dýranna og önnur, lifa aðeins fyrir náð mannsins og umönnun. Öll þessi miklu afskipti mannsins af náttúiunni spilla henni beinlínis í sum- um tilfeilum, en í öðrum tilfellum setja þau af stað breytingar sem enginn veit fyrir hvar enda. Þegar skilyrði breyt- ast, breytist dýralífið. Hver tegund hef- ur sínu hlutverki að gegna í jafnvægl lífsþróunarinnar á jörðinni, og það jafn- vægi er alltaf varasamt að truflá. Þess vegna virðist svo stundum að mein- dýrin megi ekki einu sinni vanta. Ef til dæmis reynt yrði að eyða til muna slöngum á Indlandi þá gæti það leitt til ógurlegrar rottuplágu, en sumar slöngutegundir lifa mikið á rottum. Þetta eru sundurlaus dæmi. Maðurinn er orðinn svo afskiptasam- ur á jörð sinni að þar fær ekkert að vera í friði En með slíkri afskipta- semi kallar hann yfir sig mikla ábyrgð. Hann verður að vei’a þess megnugur að sporna gegn slæmum afleiðingum verka sinna. Það er gömul kenning að þekking kalli á ábyrgð, áhyggjuleysið tilheyr- ir paradís fávísinnar. Flestar eða allar lífverur lifa i samræmi við náttúrleg skilyrði og „láta þar nótt sem nemur“ ef bau breytast. Þannig eru þau bundin náttúi'unni, og hafa líklega ekki áhyggj- ur. En maðurinn hefur með vitsmun- um sínum skekið sig frjálsan að nokki-u. Hann er eini frjálsi aðilinn í heiminum, eins og einhver vitur maður sagði, og lætur sér ekki fyrir brjósti brenna að taka fram fyrir hendurnar á náttúrunni þegar hann getur. Það er öllum fyrir beztu að sem flestir geri sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem slík afskipti leggja manninum á heiðar. Þá er meiri von um að hann beiti vitui'lega því valdi sem hann hef- ur tekið sér. Kæri Astró. Mig langar mjög mikið til að vita eitthvað um framtíðina. Ég er fædd 1950. Mér þykir gaman að ferðast og hef mikinn áhuga á að halda áfram skólanámi. Á ég eftir að ferðast eitthvað í sambandi við skólann? Hvernig er með giftingu og fjármálin? Ég þekki strák, sem er jafn gamall og ég. Verð- ur eitthvað meira með hann? Ég vona að þú svarir mér. Með fyrirfram þakklæti. Todda. Tvar til Toddu: Ég mundi teija það hagstætt fvi'ir þig að haida áfram námi eru ailar líkur til að þú ‘mir ferðast eitthvað i sam- ’odi við það. Eftir þeim tima sem þú gafst upp, fellur Sólin í níunda hús hjá þér og er það mikið heillamerki og ekki siður þar sem hún er í samstöðu við Júpíter. Þetta eykur líkurnar á ferðum til annarra landa eða heimsálfa. Á fei’ðalögum þin- um skapast betri aðstaða til náms og frama. Þú munt vera fremur félagslynd en þú skalt fara gætilega í gagnrýni þinni á vini þína og aðra. Þú hefur mikið ímyndunarafl og átt auð- velt með að muna liðna atbui'ði og getur það orðið að góðu liði ef þig langaði einhvern tíma til að skrifa eitthvað, sem ekki er óliklegt. Málefni varðandi heimilið og fjölskyld- una verða þér hugleikin og muntu að miklu leyti miða ákvarðanir þínar við það. Þó bendir ýmislegt til að íjöl- skyldulífið verði nokkrum erf- iðleikum háð. Stundum verða hindranir og erfiðleikar og skyldur gagnvart foreldrum til þess að tefja fyrir giftingu. Allt bendir til að móðir þín hafi einna mest áhrif á þig og sam- band ykkar ætti að vera gott, og í gegnum erfiðleika ungl- ingsáranna skaltu umfram allt reyna að halda góðu sambandi við foreldra þina. Það eru stei’k bönd, sem tengja þig piltinum, sem þú minntist á í bréfinu en bæði eruð þið ung og svo held ég að þú munir vei'ða nokkuð fljótfær í ástamálum. Þú hefur Marz í fimmta húsi og getur hann valdið miklum vandræðum í þessum efnum ef ekki er farið að með gát. Hann bendir til skyndilegra ástar- sambanda, deilna og skyndi- legs skilnaðar og getur einnig bent til barneigna utan hjóna- bands. Þú hefur einnig Neptún í þessu húsi og veldur hann oft miklum blekkingum, en báðar þessar plánetur eru vel settar hvað afstöður snertir svo það bætir nú dálítið úr. Annars held ég að þú giftist fremur seint. Fjármálin ættu að geta orðið góð eftir að þú giftir þig þó varla verði hægt að segja að þú verðir hagsýn því þú munt hafa nokkra tilhneigingu til að eyða í alls kyns óþarfa. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.