Fálkinn


Fálkinn - 11.10.1965, Blaðsíða 21

Fálkinn - 11.10.1965, Blaðsíða 21
hálfu milljóninni ásamt dálitlum upp- hæðum í gulli og silfri niður í poka Og þar á eftir bundu þeir lávarðinn svo rækilega að hann gat hvorki hreyft tærnar né deplað augunum Shortie ýtti honum svo niður í skrif- borðsstólinn, þakkaði fyrir þægilegar móttökur, og síðan héldu þeir kumpán- ar beinustu leið í East End, en þaðan komu þeir. t Pentlebury lávarður var einn eftir — allsendis ófær um að biðja um hjálp, Það lakasta var að enginn mundi sakna hans. Starfsfólkið kæmi ekki aftur fyrr en á mánudag. Þrjátíu og átta hræði- legir tímar væru framundan. Bara ef hann gæti hringt á Scotland Yard. En hvernig? Hann leit á símann á borðinu —- það eina sem bófarnir höfðu ekki sópað niður á gólf er þeir tróðu peningunum í pokann. Nei, ekki alveg, þarna lá pappírshnífur. Og nú fékk hann hug- mynd. Ef hann gæti náð hnífnum upp i sig yrði honum varla skotaskuld úr því að snúa skífunni á símapum og hringja á lögregluna. En fyrst þurfti að ná heyrnartólinu á tækinú., Það gekk greiðlega. Hann krækti nefinu fyrir tólið, en það valt þá niður á gólf. Samt voru ekki öll sund lokuð Honum tókst að bíta í hnifinn, og' með erfiðismunum gat hann hringt á Scot- land Yard. Þeir voru að visu ekki svo viðbragðsfljótir sem hann hafði vonað, en loks kom þó rödd í simann. Hann sleppti blaðahnífnum út úr sér og hrópaði: „Hjálp,“ eins hátt og hann gat. En af því að tólið var á gólfinu dró hann í efa að þeir gætu'heyrt til hans. Hann sat grafkyrr um sinn og hlustaði. Það var alltaf einhver rödd í símanum, en eins víst að hún hefði ekkert heyrt. Og nú hleypti hann í sig hörku, ýtti stólnum aftur á bak og fleygði sér í gólfið. Með því að: neýta allrar orku gat hann mjakað sér að tólinu. — Þetta er Pentlebury lávarður, •stundi hann inn í tólið. Sendið hjálp undir eins. Svo sneri hann til höfðinu svo að hann heyrði eitthvað. Það var kvæn- rödd. Hún sagði: — Sautján núll fjórar þrjátíu — Sautján núll fjórir fjörutíu — Sautján núll fjórar fimmtíu — Sautján núll... PENTLEBURY lávarður var ríkur maður, átti hálfa milljón punda. Það er ef til vill ekki mikið í samanburði við Englandsbanka, en samt er það þó nokkur glaðningur fyrir þann sem ekkert á. Alfie og Shortie voru blankir. En þeir vildu gjarnan krækja sér í dálitla pep- inga. Alfie hafði einu sinni unnið hjá lávarðinum sem hjálparmaður kjallai'a: meistarans, og hann vissi upp á hár hvar gamli nirfillinn geymdi hálfu milljónina. Hann geymdi hana í kassa bak við gullrammað málverk af hinni löngu héðan burtkölluðu lafði Pentle- bury, sem hékk á bak við skrifborðið i lesstofu lávarðarins, — á virðulegasta stað, hvaðan hún beindi sínum hvossu sjónum á hvern þann sem kom inn í herbergið. Alfie og Shortie létu þó augnaráð hinnar æruverðugu frúar ekki setja sig út af laginu er þeir réðust til inngöngu í bókasafnið, vopnaðir hundabyssu og kúbeini, og sinntu ekki hót þótt forug- ir skór þeirra sporuðu persnesku teppin á gólfinu. — Reyndu nú að teygja upp lúkurn- ar, gamli minn, sagði Alfie og otaði fram hólknum. Lávarðurinn spratt upp eins og fjöð- ur. Hann hafði hálf mókt sitjandi yfir viskíglasi — aleinn á eigninni. Starfs- fólkið var alít fárið í helgarorlof. — Hve. . hvernig komust þér hér inn? stamaði hann og svitinn spratt út á enninu. — Gegnum vistir þjónustuliðsins. Maður hafði sosum vit á að krækja sér í lykií, forðum, Sir. Og svo skulum við opna kassann þarna í hvelli! Annars, karl minn, annars getur verið að þessi hólkur hérna setji eitthvað úr lagi inn- anstokks í yðar háæruverðugheitum. Shortie tók málverkið af lafði Pentle- bury niður af veggnum og kassinn kom í ljós. Alfie neyddi lávarðinn til að hjálpa til. Litlu seinna tróð Shortie FÁLKiNN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.