Fálkinn


Fálkinn - 11.10.1965, Blaðsíða 37

Fálkinn - 11.10.1965, Blaðsíða 37
líkamanum og störfum hans með lestri og „stúderingu" 'bóka og tímarita um það efni, til þess að skilja fyllilega hlutverk hinna ýmsu líffæra með tilliti til vöðvaþjálf- unar og alhliða iíkamsræktar. Þá þekkingu notar hann siðan við uppbyggingu og notkun nýrra þjálfunarkerfa og æfinga, því áhrif hverrar æfingar minnka stórlega eftir að hún hefur verið notuð lengur en 6 vikur og verður þá að skipta um æfingu og breyta þjálfunarkerf- inu í heild. Góð kunnátta í líkamsfræði getur komið sér vel í daglega lífinu. y. • 3. Líkamsræktin er spennandi! Fátt getur veitt heilbrigðum manni meiri gleði en að sjá og finna sjálfan sig eflast og þroskast með hverjum degi, sem líður, og fylgjazt með framförunum. ; 4. Myndlistarmenn hafa í aldaraðir haft mannslíkam- ann sem eitt af aðalviðfangsefnum sínum til listsköpun- ar. Með tilkomu hinna nýtízku vöðvamanna má segja að um leið hafi komið fram ný manntegund, sem gefur miklu meiri möguleika til listsköpunar með öllum sínum fjöibreyttu og margvíslegu vöðvahnyklum og vöðva- hnútum! 5. Það er álit margra, að vöðvar þpirra sem stunda líkamsrækt séu gjörönýtir og grútmáttlausir til allra átaka. Þetta er ekki rétt! Allir þeir menn, sem náð hafa miklum vöðvaþroska með þjálfun eru sterkir og þrekmiklir. Ástæðan fyrir því er einföld; mikill vöðva- þroski næst aðeins með því að nota mestu æfingatækja- þyngdir, sem mögulegar eru og bæta stöðugt við eftir því sem kraftarnir aukast. Framh. á bls. 42. Freddy litli Ortiz fæddist á eyjunni Puerto Rico og ólst þar upp til sextán ára aldurs, en þá fluttist hann til Bandaríkjanna og er nú meðal frægustu vöðvafjalla í þvi landi. Freddy er lágvaxinn, aðeins 162,5 sm, en hinir geysimiklu upphandleggsvöðvar eru 50 sm að um- máli, eða næstum þriðjungur hæðarinnar. Freddy er mikill kraftajötunn og glimumaður góður. • Kathy Framh. af bls 35. yfir bók, sem heitir „Hellar og leyndardómar þeirra". Ég ákvað að lesa þessa bók niður í kjölinn, því ef ég nokkru sinni sæi hann aftur, þá ætl- aði ég ekki að vera eins og álfur út úr hól. En á leiðinni út úr verzlun- inni uppgötvaði ég hver Nóra var. Og þá gafst ég upp. Á verzlunarborðinu lá stór og þykk bók „Allt um leðurblök- ur“, eftir Nóru R. Corcoran. Og þar var líka mynd af henni. svo ekki var um að villast. Og undir myndinni stóð. — Þessi unga, frjálslega kona er fyrsti rithöfundur, sem við eignumst, um þessi málefni. Mig snarsvimaði, og ég studdi mig við borðbrúnina. Hvernig gat kona, sem elskaði leður- blökur hatað ketti. Var hún vitlaus eða var ég vitlaus? Þegar ég kom heim var ég niðurdregin, að ég fékk mér ekkert nema súpu. Svo fór ég út og keypti kvöldblaðið, og bjóst alveg eins við að sjá tii- kynningu um hjónaband hella- mannsins og leðurblökukonunn- ar. Þegar ég kom heim frá vinnu daginn eftir, fann ég þykka bók í póstkassanum. Sendandi var Nóra, bókin árituð. Næstu viku reyndi ég að hugsa um éitthvað annað, og vann nær dag og nótt við nýjar uppskriftir í sjónvarpsþáttinn minn. Og svo reyndi ég að lesa í hellabókinni. Og á milli fékk ég kort frá Storm með nýjum upplýsingum um hella og leður- biökur. Eitt kvöldið hreiðraði ég um mig í stól og tók til við bóka- lestur. En ekki hafði ég setið lengi, þegar ég rak upp öskur af viðbjóði og hryllingi. Mei- Mei kom inn um gluggann og var með eitthvað í kjaftinum. Það tisti ógeðslega, og í rökkr- inu sýndist mér fyrst að þetta væri fugl. En svo var ekki. Þetta var spriklandi og loðin leðurblaka. Allt varð svart, ég rak upp óp, og síðan féll ég og féll. — Vertu róleg, sagði svo dimm rödd. — Og ég, hélt að þú mundir aldrei vakna aftur. Ég heyrði lága tónlist. Þá opnaði ég augun, ég var í upp- Ijómuðu herbergi En allt í einu spratt ég á fætur. Ég var í gula kjólnum i ókunnugu rúmi. Maðurinn gekk yfir gólfið. — Slappaðu af, sagði hann með Stormsröddu. —- Þú ert svolítið föi. — Hvenær komst þú úr leið- angrinum, spurði ég þegar rödd- in var komin í samt lag aftur. — Hvers vegna ert þú haltur, og hvað er ég að gera hér? — Ég kom frá Frakklandi fyrir hálftíma. Ég bar þig hing- að upp til þess að reyna að lífga þig við. Ég heltist, þegar ég stökk frá glugganum mín- um niður á svalirnar þínar, þegar ég heyrði að þú öskraðir. — Mei-Mei sat í glugganum, og þá mundi ég allt saman. — Hvað varð um leðurblök- una? spurði ég. — Með venjulegum hraða er hún einhvers staðar yfir Ermar- sundinu. I sama bili heyrði ég hring- ingu úr eldhúsi mínii. Ég rauk á fætur, en var heldur reikul í spori. — Hvert ertu að fara? — Niður til mín. Steikarofn- inn var að hringja. Steikin er tilbúin. Viltu borða með mér? — Ég hefði ekkert á móti því að borða allar mínar mál- tíðir með þér. Ég leit á hann. Var þetta bónorð? — Nóru geðjaðist lik- lega ekki að því, sagði ég. — Hvað kemur Nóru þetta við? Það ert þú, sem ég ætla að kvænast. — Ég! Það er líklega þess vegna sem þú hefur eytt mán- uðum með henni í einhverjum neðanjarðarhellum. — Leðurblökuveiðar. Hún hefur hjálpað mér með kunn- áttu sinni. — En þú hefur ekki einu sinni ... — Ég var nærri komin að þessu, þegar við borðuðum á svölunum hjá þér, en þar sem ég varð að klára bókina, þá kaus ég leðurblökurnar heldur. En síðan ég sá þig fyrst hef ég alltaf verið viss um, að þú yrðir konan mín. Hann stóð svo þétt upp við mig, að ég fann hitann streyma frá líkama hans. — Ég hafði hugsað mér, að við færum út til að dansa í kvöld, hélt hann áfram, — en þá þurfti ég endilega að fara að slasa mig í löppinní* Svo kyssti hann mig — ekta hellamannakoss — og þegar herbergið var hætt að snúast sagði hann; — Jæja, fyrst við getum ekki farið út að dansa, þá hlýtur að vera hægt að gera eitthvað hérna heirna . . , Og það var líka Pf' ' FALM imn 37

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.