Fálkinn - 11.10.1965, Blaðsíða 19
sömu óhreinu, niðurbrotnu hverfanna, sem þeir bjuggu í, áð'ur
en óeirðirnar hófust.
Fyrir um það bil fimm árum hitti ég negra, sem var svo
fullur af hatri til hvitra manna og negra, að hugarástand hans
var nánast sjúkt. Honum fannst óþolandi lykt af hvítum mönn-
um, — honum fannst hvítir menn vera lygarar og svikarar.
Hann taldi menn hvíta af því að þeir hefðu upplitazt í sólinni.
Djöfullinn sjálfur hafði skapað hvítu mennina. Hann taldi,
að hvítur maður hefði aldrei gert neitt gott né rétt. Það, sem
var þó furðulegast, var, að hann átti í erfiðleikum með að stafa
orðið „dicitionary“. Hann hafði alltaf átt við vandamál að stríða.
Hann var fæddur í Watts í Los Angeles. Eldri bróðir hans var
í fangelsi fyrir morð. Faðir hans hafði verið í fangelsi oftar en
hann gat talið. Sjálfur vann hann ekkert meiri hluta ársins.
Systir hans átti barn en vissi ekki um föðurinn. Sígild tónlist
höfðaði ekki til hans. Hann notaði „square“ um hvíta drengi,
sem hann átti eitthvað saman við að sælda. Honum féll eklci
klæðaburður þeirra, ekki hvernig þeir greiddu sér, og honum
fannst þeir ganga eins og stelpur. Og honum bauð við matnum
sem þeir átu.
Honum fannst ekkert til um að Ijúka prófum úr skólum. Hann
talaði oft um, að hann vildi ljúka skólanáminu, en það varð aldrei
úr því. En hann hélt, að hvítar stúlkur vildu gjarnan vera
með negrastrákum. Mér var ljóst, að fátt var hægt að gera til
þess að fá hann til að sýna umburðarlyndi eitt einasta augnablik.
Allt sem hann hafði að segja um hvítt fólk var mengað vantrausti
og varúð.
Það er fróðlegt að hyggja að hvað framtíðin ber í skauti
sínu fyrir þá negra, sem ekki ljúka prófi úr framhaldsskóla.
Framtíð þeirra er ekki björt. Iðnaði hefur fleygt fram í Banda-
ríkjunum að undanförnu og byggir minna á vöðvaorku en fyrir
nokkrum árum. Andleg störf verða æ þýðingarmeiri. Ef negrinn
á að verða hluti af þessu samkeppnisþjóðfélagi, verður hann að
gera sér ljóst, að menntun er þýðingarmesti áfanginn að því
marki.
Sem negri stend ég utan við mest af öllu þessu. Að minnsta
kosti í Evrópu, meðan ég hegða mér nokkurn veginn sæmilega.
Eg á ekki í sérstökum vandræðum með hvíta fólkið, sem ég urn-
gengst, ef frá eru taldir nokkrir fábjánar, sem alltaf er dálítið
af í hverju þjóðfélagi. Ég hef ekki átt í miklum erfiðleikum í
umgengni við fólk í Reykjavik, nema þar, sem misskilningur
hefur gert vart við sig. En slíkt kemur alls staðar fyrir. En
þegar allt kemur til alls, er ég viss um, að langflestir íslendingar
hafa meiri áhuga á eigin málefnum en að sýna mér óvináttu.
Mér hefur alltaf liðið vel á ferðum mínum og haft það gott.
Þau vandræði, sem ég hef átt við að stríða, hafa risið af því,
að ég sem negri hef umgengizt þjóðfélagshóp, sem ekki höfðu
haft kynni af negrum. Stundum hefur fólk látið sig einu gilda,
að ég var negri.
. Miklu oftar hef ég' hlotið móttökur en ég hef verið útskúf-'
aður. Og þegar ég hef spurt fólk af hverju það hafi tekið mér,
hefur það virzt undrandi yfir þeirri spurningu. Síðan hefur það
reynt að útskýra sig sjálft, og ég hef fundíð, að það á í erfið-
leikum með það. Hið sama er uppi á teningnum hjá því fólki,
sem ekki geðjast að því að umgangast negra. Auðvitað eru
margar undantekningar.
Viðbrögð hvíts fólks, sem umgengst mig, eru margvísleg. Flest-
ir, sem ég þarf að hafa samskipti við, umgangast mig eins og
þeir mundu umgangast hvítt fólk.
Allt virðist undir því komið, að ég reyni að hegða mér eins
kurteislega og mér er unnt. En það tekst ekki alltaf vel. Mestu
máli skiptir, að ég geri mitt bezta til að skilja fólk, vitandi, að
því skiptir það miklu máli. Þegar ég var að skrifa þessa grein,
rann það upp fyrir mér, að allt er ekki eins slæmt og ég hélt.
Mér líður betur núna. Ég veit, að allir eiga við sín vandamál
a
FALKINNI
19