Fálkinn


Fálkinn - 11.10.1965, Blaðsíða 26

Fálkinn - 11.10.1965, Blaðsíða 26
MESTU fjallgarðar heimsins girða Ind- af í norðri allt austan frá landamær- um þess við Burma og Kína vestur að há- lendissvæðum Afganistan. Vegna þessara fjalla voru almennar mannaferðir löngum torveldar af svæðum norðan fjallanna og suður á láglendið. Þjóðflutningar niður á Indlandsskaga hafa aldrei komið úr norðri. Mongólskar þjóðir hafa jafnan búið austur undan og lítið flutt sig til. En aðalleiðir inn á skagann voru fjallaskörðin í vestri eða norðvestri. Um þau steypist hver þjóða- aldan af annarri yfir Indland, og þar um fóru innnrásarherir er ógnuðu öryggi frið- samra íbúa láglendisins. Norðan fjallanna í Tíbet, hefur alltaf búið fólk af mongólsku kyni, en vestur undan og á Indlandi eru arískar þjóðir. Þessar þjóðir hafa mætzt og blandazt hingað og þangað í fjallsvæðunum, því að þótt ekki væri um að ræða leiðir sem færar væru herjum og heilum þjóðum í flutningum þá voru þær sumar nögu góð- ar fyrir hvei’sdagslegar samgöngur, verzlun og menningarleg skipti. En völundarhús fjall- anna hefur líka fóstrað marga kynlega ættbálka. í sumum fjalladölum hafa litlir hópar einangrazt eða orðið eftir. Þar er því ekki aðeins um að ræða mikla fjölbreytni í landslagi heldur líka í fólkinu, sið- unum og trúarbrögðun- um. Víðast er landslag þann- ig á landamærum Tíbets og Indlands að það er nokkurn vegin skýrt hvar eðlileg landamæri liggja. Þó er það alls ekki alltaf á vatnsskilum. Sums stað- ar hagar svo til að Tibet tilheyra eðlilega dalir sem liggja suður úr fjöllun- um, með ám sem falla suður úr. Þannig er til dæmis í Chumbidal. Að norðan er tiltölulega auð- veld leið niður í þennan dal yfir háfjöllin, en síðan lokast hann í ófærum gljúfrum, þar sem áin fellur niður í Bhutan. Samt er um þennan dal ein auðveldasta sam- gönguleiðin yfir fjöllin, því að vestur úr honum yfir tiltölulega lágan fjallaskaga liggur vegur niður í Sikkim, næsta dal fyrir vestan sem aftur á móti lokast upp til fjall- anna en opnast niður í áttina til láglendisins. Það er á þessum slóðum sem fyrir skömmu var óttazt að Kínvei’jar mundu ef til vill gera árás, og það var þarna sem þeir heimtuðu að Indverjar rifu öll hern- aðarmannvirki. Það er rigningasamt í Chumbi þegar monsún- inn er yfir. Það er einnig votviðrasamasti og hlýj- asti blettur Tíbet. Fólkið í Chumbi er hreinir Tíbetar, glaðlynt hressilegt í framgöngu, dulhneigt og gefið fyrir heimspekilegar vangaveltur, og auð- vitað hjátrúarfullt. í Sikkim er fólk miklu meira blandað. Yfirstéttin hefur þó löngum verið tíbezk að uppruna, og maha-rajan af Sikkim er tíbezkur og við hirð hans var til skamms tíma töluð tíbezka, þó að Sikkim sé nú í sambandi við Indland og hafi alltaf sakir landslagsins verið það. I skógurn Sikkim búa mjög frumstæðir þjóðflokkar, fólkið er Búddatrúar og ber öll einkenni þess að tilheyra fjallaveröldinni, Himalaja, en ekki Indlandi sjálfu. Annað svæði sem oft er um rætt í fréttum frá landamæradeilum Kínverja og Indverja í Himalaja er Ladak. Það liggur vestur undir Kashmir hátt í fjallgarðinum, byggt tíbezku fólki, en hefur tilheyrt Ind- landi. Það er eina landsvæðið á Indlandi þar sem ibúarnir eru flestir tíbezkir. Annars staðar í Himalaja er víðast um að ræða aðrar mongólskar þjóðir, flestar frumstæðari en Tíbetar. Ladak hefur stundum verið kallað Litla- Tíbet, og í Tíbet var löngu sagt að fjöl- kynngi og galdur væri hvað mest út- breitt þar, en yfirleitt báru þeir út að landamærasvæðin væru verri í þessu til- felli en Tíbet sjálft. Kynblendingsstúlkur af indversku og tíbezku þjóðerni. 26 FÁLKiNN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.