Fálkinn


Fálkinn - 11.10.1965, Blaðsíða 8

Fálkinn - 11.10.1965, Blaðsíða 8
MORÐIÐ í GRAFHVELFIMGIJNNI „Bleck... og Kegeler... og Drave... og konur þeirra í grafhvelfingunni.. . var ofsa reiður .. . sprengdi allt í loft upp ... Guð fyrirgefi mér ... jarðið mig við hlið Annelise ... Drottinn, miskunna þú ...“ Þetta voru síðustu orð þýzka innflytjandans, Fritz Severin, á dánarbeði í sjúkrahúsi borgarinnar Buenos Aires í Argentínu, í júlímánuði 1947. Þau voru jafnframt staðfesting á hræðilegum grunsemdum, sem Marta, eiginkona hans hafði alið í brjósti árum saman. Hér var komin skýringin á æðisgengnum flótta þeirra út úr Egyptalandi vorið 1928. FRITZ SEVERIN var fjar- skyldur ættingi hins mikla könnuðar og fornleifafræðings, Gerhard Rohlf, sem hafði eytt mestum hluta ævi sinnar í leit að gröf Cleopötru drottningar og námum Salomons konungs. Árum saman eyddi Fritz Sever- in tíma sínum til að rannsaka minnisblöð þau sem Rohlf hafði látið eftir sig, í von um að komast nær sannleikanum um staðsetningu hinna miklu auð- æfa, sem áttu að vera falin undir sandi í Sahara-eyðimörk- inni. Severin rakst loks á kort og athugasemdir, sem gáfu til kynna hugmyndir Rohlfs um staðsetningu grafhvelfingar 8 FÁLKINN Ahmosar konungs í skugga Karnak-hofsins í Nílardalnum. Severin ákvað að halda til Egyptalands til uppgreftrunar. Áður en honum yrði eitthvað úr fyrirætlun sinni, brauzt fyrri heimsstyrjöldin út, og Severin var kallaður í herinn. En stríðinu var ekki fyrr lokið og Severin kominn heim til Þýzkalands á nýjan leik en hann tók saman pjönkur sínar og hélt til Egyptalands. Eftir að hafa skuldbundið sig til að láta yfirvöldin í Kairo vita um þær uppgötvanir, sem hann kynni að gera í leit sinni, tók hann að kanna svæðið í nám- unda við Karnak-hofið. Yfir- völdin höfðu lofað honum margvíslegri sæmd, ef hann gerði mikilvægar uppgötvanir, en fangelsisvist, ef hann reyndi að hafa eitthvað af dýrgripum grafhvelfinganna með sér úr landinu. Severin hafði undirritað skuldbindingar sínar tilneydd- ur, enda hefði hann ekki feng- ið að hefja leitina án þess að láta þær í té. Hins vegar var honum efst í huga að finna auðuga grafhvelfingu, hafa dýr- gripina á brott með sér og verða auðugur maður. Heiður og sæmd skiptu hann engu máli. NÆSTU tíú árin notaði Se- verin til að leita og grafa á þeim stöðum, sem hann íaldi líklega, eftir því sem hann hafði orðið áskynja af gögnum Gerhards Rohlf. Hann var orð- inn gagntekinn af viðfangsefni sínu og hirti hvorki um heilsu sína eða líf barna sinna og eiginkonu. Veturinn 1924—’25 létust tvö af þremur börnum hans í Þýzkalandi. Kona hans fór öðru hvoru til Egyptalands í því skyni að fá mann sinn til að hætta við leitina, en án árangurs. Loks rakst hún á fregn um, að prófessor Harald Drave hyggði á leiðangur til Egyptalands, til rannsókna á því svæði, sem Severin hafði verið að kanna. Frúin ferðað- ist enn einu sinni til Egypta- lands, og í þetta sinn sneri maður hennar heim með henni. Hann -fór á fund prófessors Drave, skýrði honum frá athug- unum sínum og sýndi honum ýmis gögn úr fórum Gerhard Rohlf. — Hér er hún, gröf Ahmos- ar konungs, aðeins nokkra metra frá þessum stað, sagði prófessor Drove, og gerði kross á kortið. Við skulum finna hana í sameiningu. Siðan stakk hann upp á þvi, að þeir færu tveir ásamt sam- verkamönnum Draves, Hans Bleck og Franz Kegeler. Severin varð hugsað til Mörtu konu sinnar og eina eftirlifandi barnsins, Annelise. Þær voru báðar veikar og Annelisa hafði smitazt af berkl- leitt lifa fyrir KR allt þitt )íf.“ Þessi dramatisku orð flutti móðir mín með tilheyrandi leikrænum þunga og af mikl- um krafti. Eftir að hún hafði mælt þau hné hún til jarðar og lá þar hreyfingarlaus. „Illa dóttir! Slæma dóttir! Vanþakkláta barn!“ hrópaði faðir minn. „Við móðir þin höfum fætt þig og klætt og gert okkar ýtrasta til að veita þér allt, sem ein stúlka girnist. En þú .. . þú launar okkur það svona. Þú sýnir vanþakklæti þitt með því að taka niður fyrir þig og þú hefur gengið af móður þinni dauðri.“ Hann fórnaði höndum. „Það grunaði mig lengi að svona myndi fara. Allt frá þeirri stundu er læknirinn skipaði móður þinni að leggjast á fæðingar- deildina vissi ég að þú mynd- ir verða mér til vansæmdar. Ekki ertu til einskis fædd fyrir austan læk.“ ,,En faðir minn,“ stundi ég. „Þróttur er Vesturbæjar- félag og . ..“ Faðir minn hoppaði af reiði. „Vesturbæjarfélag!" hvæsti hann. „Ekki nema það þó! Vesturbæjarfélag — þetta skítafélag!“ Um leið og hann sagði „skítafélag“ birtust bræður mínir, KR-INGARNIR fjórir í gættinni. Þá vissi ég að baráttan var í raun og veru töpuð. Þó barðist ég vonlaust við bræðurna fjóra, við föður minn og móður mina (sem var ótrúlega fljót að rakna við). Þau grétu fögrum tár- um yfir hneykslinu og smán- inni, sem ég var að baka þeim. Þau veinuðu og öskr- uðu, stöppuðu og lömdu sig utan. Ég gafst upp fyrir ofur- eflinu og trúlofun okkar Bjarna var slitið án þess að hún yrði nokkru sinni opin- beruð. Næsti kafli: Eiginmaðurinn. um og varð að liggja á sjúkra- húsi. Hann varð að ná sér í fé, mikla peninga, hugsaði hann flytja þær svo báðar til Ástra- líu, eða til einhvers sólarlands, sem gæfi þeim kraftana aftur. Hann ákvað að fara aftur til Egyptalands með prófessor Drave. — En ég vil að ykkur sé ljóst, að ég hef ekki í hyggju að afhenda yfirvöldunum allt, sem við finnum. Ég ætla sjálf- um mér hluta af því. Þetta er eina skilyrði mitt fyrir þátt- töku í leiðangrinum. Prófessor Drave féllst á skil- yrðið, og undirbúningur hófst. Þeir fundu grafhvelfinguna nokkrum vikum eftir að gröft- ur byrjaði, dag nokkurn í marz, 1928. Jafnskjótt og þeir fundu fyrir marmaraplötunni, sem lá að grafhvelfingunni, voru egypsku aðstoðarmennirn- ir sendir á brott. Á lokinu stóð nafnið Cleo- patra, tvisvar sinnum. — Annað hvort er þetta gröf Cleopötru, eða konungsins sem kom eftir hana, sagði prófessor Drave. Severin, Kegeler og Bleck reyndu í ákafa að losa marm- araplötuna, en hún haggaðist ekki. Þeir voru í göngum, sem lágu tiu metra undir yfirborði jarðar, og sandurinn sáldraðist niður úr loftinu. Þeir gátu átt á hættu að göngin féllu saman, ef þeir notuðu sprengiefni, en það var eina ráðið. Þeir heyrðu daufa spreng- ingu innan úr göngunum, það liðu fimm mínútur áður en þeir hættu sér inn fyrir aftur. Plat- an hafði ekki haggast, en það var gat á henni, nægilega stórt fyrir Kegeler, sem var mjósleg- inn og lágvaxinn. Hann tók ljósker og tróð sér í gegnum opið. — Herra minn trúr, heyrðu þeir að sagt var innan úr graf- hvelfingunni, með rödd, sem þeir þekktu vart aftur. — Hvað er um að vera, Frans! hrópaði Severin og byrj- aði að mola út úr plötunni með kúbeini. Hann hafði næstum rekið kúbeinið í andlitið á Kegeler, sem nú stakk höfðinu út um opið. Þeir drógu hann út. — Grafhvelfingin, hvislaði hann. Þetta er grafhvelfing ein- hvers konungs eða þá drottn- ingar. Þar standa ógrynni ala- bastursvasa, og þarna eru hús- gögn úr gulli, og þarna eru gimsteinar, og kistan er úr ekta gulli. Hann kiknaði og með hita-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.