Fálkinn


Fálkinn - 11.10.1965, Blaðsíða 39

Fálkinn - 11.10.1965, Blaðsíða 39
KANTERS - SÝNiNG \ Eitt af leiðandi fyrirtækjum 1 lífstykkjavörum á Norðurlöndum er Kanters of Scandinavia. Frá 1956 hef- ur verksmiðjan Dúkur haft samvinnu við Kanters og framleitt hér allar helztu gerðir þessa fatnaðar og hefur samvinnan verið góð og salan aukizt stöðugt. Nýlega efndi Dúkur h.f. til fatnaðarsýningar í Þjóð- leikliúskjallaranum að viðstöddum hr. Hermann Kanter, sem er formaður Kanters verksmiðjanna. Eins og mynd- in hér að ofan gefur til kynna, sýndu stúlkur ýmsar gerðir af undirfatnaði og auk þess voru sýnd pils, kven- buxur o. fl. frá SLIMMA í London, en Dúkur h.f. hefur gert hliðstæðan viðskiptasamning við það fyrirtæki og Kanters. Steikið skorpulausa brauðsneið léttilega og smyrjið með smjöri Hrærið saman 100 g af söxuðu nautakjöti, 1 msk af lauk, 1 msk. af fínsöxuðu kapers og 1 eggjarauðu (hrárri). Kryddað með salti og pipar. Kjötdeigið látið á brauðið og mótað eftir því. Glóðarsteikt í nálega 3 mínútur. Skreytt með papriku, rifinni piparrót og hrárri eggjarauðu ef vill. STEIKT BRAUÐ MEÐ i KJÖTDEIGI 6.3

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.