Fálkinn - 11.10.1965, Blaðsíða 16
Við dvöldum meat á strönd-
inni og í sjónum. Við máttum
eyða timanum eftir okkar geð-
þótta, en annan hvern dag var
farið í ferðir, m. a. til að horfa
á nautaat í Barcelona, og var
tilkynnt með fyrirvara hvort
maður vildi taka þátt í þess-
um ferðum eða ekki. Mann-
f jöidinn var gífurlegur á strönd-
inni, enda hótel við hótel
meðfram allri strandlengjunni.
Ferðamenn voru þarna í mikl-
um meirihluta, alltaf voru ein-
hverjir að koma og fara. Þarna
voru margir Þjóðverjar og
skáru þeir sig úr, því að þeir
voru alltaf drukknir.
Hreinlæti var mikið á hótel-
inu og skipt um allt daglega,
t. d. var alitaf skipt um bað-
handklæði, þó að við snertum
eiginlega aldrei á þeim, þar sem
við vorum í sjónum upp á
hvern dag.
Okkur fannst undarlegt
að sjá hreingerningakonurnar
liggja á fjórum fótum við
þvotta, skrúbba eins og við
eigum að venjast sáum við
ekki — og Spánverjar eru það
iangt á eftir tímanum, að þeir
unnu með hökum og skóflum
við að grafa grunn að hóteli.
Við sáum engin stórvirk tæki
í notkun í bænum, þó að tals-
vert væri verið að byggja. Hús-
in voru hiaðin og okkur virtist
byggingarstíllinn vera nýtízku-
iegur.
Okkur fannst dvölin eins og
himnariki á jörðu og ekkert var
ofsagt í bæklingum um þjón-
ustu og viðurgjörning. Við get-
um ekki annað en borið dönsku
ferðaskrifstofunni mjög vei
söguna, því að leiðsögumenn-
irnir hugsuðu mjög vel um
okkur allan tímann.
Fei'ðin gekk eins og í sögu.
Það vildu allir allt fyrir okkur
gera. Við vorum þarna auð-
vitað eins og hvei’jir aðrir af-
glapar. Við kynntumst bezt
sænskum og dönskum hjónum
og vissu þau taisvert um fs-
land — höfðu meira að segja
lesið fsiendingasögur. Aftur á
móti höfðu Spánverjar ekki
minnstu hugmynd um hvar fs-
land væri að finna í heimin-
um.
Það spurðist út á meðal ferða-
féiaga okkar, að við hefðum
hreppt þessa ferð í vinning og
urðu margir til að óska okkur
til hamingju með það.
Margir héldu að við værum
Finnar og gáfu sig þess vegna
ekki á tai við okkur, fyrr en
þeir vissu, að við vorum ís-
lendingar. Okkur skiidist, að
Finnar vildu hafa sem minnst
samneyti við aðra, og í þessari
10
ferð voi-u fjórir eða fimm
finnskir karlmenn sem ekki
blönduðu geði við aðxa, enda
töluðu þeir ekki annað en
finnsku.
Margt af þessu fólki var að
koma á þessar slóðir í annað
og þriðja sinn. Þrjár stúlkur
í hópnum voru þarna í fyrra
og sænsku hjónin, sem við
kynntumst bezt voru þarna i
þriðja sinn. Við getum ekki að
því gert, að helzt vildum við
byrja á þvi nú að safna í aðra
utanlandsferð!
Næstsíðasta daginn hittum
við tvo fslendinga — hjón úr
Keflavík. Við vorum á gangi
þegar við heyrðum alit í einu'
talað á ísienzku og þótti okkur
það að vonum , skemmtilegt.,
Þessi hjón voru þarna á ferð
með ensku ferðafélagi. Þa.u
sögðu okkur, að þau væru
fyrstu fslendingarnir sem hefðu
gist hótelið sem þau voi'u á.
Margt fieira var spjallað, og
það hafa kannski einhverjir
gaman af að vita, að á Hebron
hótelinu í Danmörku, þar sem
Jens og Kristjana bjuggu á
heimleiðinni, starfa einar 12
íslenzkar stúlkur á aldrinum
17—20 ára. Þessum stúlkum
fannst einkennilegt hvað dansk-
ir jafnaldrar þeirra vissu lítið
um ísland og áttu það til að
þræta fyrir að ísland væri eitt
af Norðurlöndunum.
Margir eiga það saaieigin-
legt að vera dálítið í nöp við
Svia, en Jens og Kristjana báru
sænskum ferðafélögum sínum
sérstaklega vel söguna.
Hér skulum við slá botn í
frásöguna og við vonum að
Kristjana og Jens búi lengi að
þessari velheppnuðu ferð.
• Þá söng
Framh. af bls. 24.
• KONÍAKSLÍTERINN
Á 70 AURA
— Áhættuþóknun, nei. Við
höfðum ekkert stríðstillegg.
Það þekktist ekki. Þetta var
auðvitað ræfilsháttur af okkur
að fara ekki fram á neitt, en
þá voru engin samtök. í þá daga
vofu ekki vélknúnar vindur til
þess að losa farminn. Einu
hjálpartækin voru handsnúin
spil, sem heyssn voru hífð upp
með. Maður stóð allan daginn
og snéri. Það var stundum lýj-
andi í hitanum. Það þótti gott
þegar þurrfiskurinn var laus í
lestunum. Þá báru ítalirnir
hann upp; lögðu göngubrú og
báru hann í litlum körfum. Það
lók þá stundum viku að losa
farminn og svo var siglt til ann-
arra hafna til að lesta, Barce-
lona, Bilbao eða Ibisa.
— Já, það var líka gott að
koma til Spánar, allt ódýrt.
Maður fékk sjö appelsinur fyr-
ir einn peseta og stundum
meira, bara svona eftir hend-
inni. Og koníakið — það kost-
aði heldur ekki nema einn pe-
seta lítrinn. Þá gilti pesetinn
sjötíu aura, svo þú getur sjálf-
ur reiknað að þetta var ekki
dýrt, jafnvel í þá daga þegar
krónan var ennþá króna.
— Það var skemmtilegt að
sigla á sumrin, þegar veðrið var
gott og allt gekk vel. Maður
var lika spenntur fyrir að koma
á f javlæga staði og þótti gaman
að : síjgia í gegnum Gíbraltar-
sund og í Miðjarðarhafinu. Nú
auk þess að sigla suður eftir,
fórum við oft til Norðurlanda
og Bretlands.
—- Bretarnir héldu stífan
vörð á hafinu og maður vissi
svo sem af kafbátunum, þótt
við værum svo heppnir að þeir
létu okkur í friði. Einu sinni
komu margir vopnaðir togarar
að okkur í sundinu við Hebre-
diseyjarnar á heimleið. Það var
anzi slæmt veður og við vorum
með útfýraða messanbómuna
til þess að draga úr ferð skips-
ins eftir að þeir gáfu okkur
mei'ki um að stanza. Þeir komu
einir þrir eða fjórir og voru að
tala við skipstjórann og það
heyi'ðist nú ekki sérlega vel á
milli í rokinu, því auðvitað vai’ð
að kalla. Einn togarana kom þá
það nálægt, að messanbóman
gekk inn yfir hann og fiskaði
davíðu af miðsíðunni á honum
og sjálfsagt loftskeytagræjur og
allt svoleiðis; hreinsaði allt
lauslegt af þilfarinu aftur undir
bátapall, en þeir voru með mik-
ið af alls konar tækjum einmitt
þarna á dekkinu. Hann var
fljótur að beygja frá og þeir
fóru svo upp úr því og létu
okkur í friði.
• HRÖÐ FERÐ
FRÁ SPÁNI
— Þeir hafa ekki sent ykkur
til eftirlitshafnanna eins og svo
mörg önnur skip?
— Nei, þeir gerðu það aldrei.
Við vorum nú líka á seglum og
stundum mótvindur og þeir
hefðu ekki nennt að fylgja okk-
ur eftir þangað. Það kom svo
sem fyrir að Muninn gekk bet-
ur en mörg gufuskipin. Ég man
eftir einu sinni að hann fór
28 milur á tveim tímum. Samt
voi'um við ekki fljótir á leið-
inni yfir hafið í það skipti;
vonzkuveður allan tímann. En
Einangrunargler
Framleitt einungis úr úrvals
gleri. — 5 ára ábyrgð.
Pantið tímanlega.
KORKIi}JA\ H.F.
Skúlagötu 57 — Símar 23200
ÍA /1/^NfT^sF^H
SKARTGRIPIR
UW UWrWlJ^ Ltzzjlirx
trúlofunarhrlngar
HVERFISGÖTU 16
SÍMI 2-1355
TRÚLOFUNAR
H
R
I
N
G
A
R
ULRICH FALKNER gulism
LÆKJARGÖTU 2 2. HÆO
FALKINN