Fálkinn - 11.10.1965, Blaðsíða 7
eða gleri. Ég vil bara fá
lampa núna.“
„Hvernig litann?“
„Litan?“
„Við höfum rauða lampa,
græna lampa, gula, bláa,
svarta, hvíta, fjólubláa,
bleika og gyllta.“
„Við skulum sleppa lamp-
anum,“ hvæsti faðir minn.“
„Það á að fara að loka hérna.
Hvað get ég keypt annað?“
„Sokka,“ sagði afg'reiðslu-
maðurinn.
„Ég veit ekki hvaða lit
hún vill.“
„Nærföt?"
„Ég veit ekki hvaða stærð
hún þarf.“
„Varalit? Snyrtivörur?"
„Ég veit ekki hvaða teg-
und hún notar.“
„En ilmvatn þá? Þér hljót-
ið þó að vita, hvernig lykt
er af konunni yðar.“
Afgreiðslumanninum var
hætt að þykja gaman að
stríða föður mínum. Hann
var orðinn hundleiður á
þessu samtali og hann lang-
aði heim. Það var búið að
loka verzluninni og hann
átti eftir að ganga frá. Fyrir
nú utan allt það, sem hann
átti eftir að gera heima hjá
sér.
„Nei, ég veit það ekki,“
svaraði faðir minn mæðu-
lega. „Ég verð víst að kaupa
inniskó. Hún hlýtur að koma
þeim í lóg eins og hinum
þrjátíu og einum.“
„Inniskór eru á annarri
hæð til hægri,“ sagði af-
greiðslumaðurinn með bítla-
hárið og horfði á eftir föður
mínum upp rúllustigann.
Þegar faðir minn kom
heim í mun verra skapi, en
hann hafði verið þegar hann
fór að heiman, beið móðir
mín eftir honum á gangin-
um.
„Er... er þetta satt?“
stundi móðir mín. „Hefur
hún sagt þér þetta líka?“
Faðir.minn kinkaði þegj-
andi kolli meðan hann færði
sig úr frakkanum, tók ofan
hattinn og vafði treflinum
utan af hálsinum á sér.
„Er telpunni virkilega al-
vara?“ veinaði móðir mín.
„Ætlar hún virkilega að gera
okkur þessa óafmáanlegu
smán? Er hún að reyna að
drepa okkur bæði fyrir ald-
ur fram? Ég neita að trúa
því að þettá sé satt.“
Ég bara þagði.
„Svaraðu móður þinni!“
hrópaði faðir minn. „Hvað
gengur að þér? Svaraðu,
ségi ég.“
Ég sagði ekki orð.
„Hefurðu misst málið?“
öskraði faðir minn. „Geturðu
ekki svarað kurteislega, þeg-
ar á þig er yrt eða hvað?“
„Já, ég ætla að giftast
honum,“ hvíslaði ég mjög
lágt.
„Hvað sagðirðu?“ stundi
móðir mín.
„Ég sagðist ætla að gift-
ast honum,“ sagði ég mjög
hátt.
Móðir mín þagnaði.
Munnur hennar stóð þó
enn galopinn eftir síðustu
orðin, sem hún hafði sagt.
Hún lokaði honum, opnaði
hann aftur, lokaði honum
aftur og þetta endurtók hún
tvisvar eða þrisvar til við-
bótar. Samt heyrðist ekkert
hljóð.
Hún minnti mest á fisk,
sem er að kafna á þurru
landi
— Þetta er víst það sem
kallað er að missa málið af
undrun, — hugsaði ég. —
Hún er þó ekki vön að verða
orðlaus hún móðir mín. Nei,
ekki aldeilis.
Móðir mín lokaði augun-
um og dró andann djúpt.
Hún hafði verið hjartveik í
mörg ár og nú fann hún á
sér að upp hlyti að vera
runnin stundin mikla. Stund-
in þegar þessi þýðingarmikli
líkamshluti gæfist loks upp
og hætti að starfa. Meira
áfall en þetta gat engin sönn
eiginkona KR-INGS og móðir
KR-INGA fengið.
Móðir mín beið með lokuð
augun.
En hjarta hennar stoppaði
ekki. Það hélt áfram að berj-
ast og hamra innan við rif-
beinin. Hjartanu kom ekki
til hugar að gefast upp.
Þetta var sannkallað
kraftaverk.
Hún yrði að segja lækn-
inum frá þessu. Hvernig
stóð á því að hún lifði þessi
ósköp af? Gat það verið að
hún væri ekki jafn fársjúk
og hún hafði alltaf haldið?
Gat það verið að öllum
læknum borgarinnar hefði
skjátlazt?
Dóttir hennar, einkadóttir
hennar, hafði sært hana
djúpu hjartasári og hjartað
sló samt.
„Það er skemmtilegt að
heyra þetta eða hitt þó held-
ur,“ stundi faðir minn. „Það
er mikið að þú skyldir segja
okkur þetta áður en þið vor-
uð búin að setja upp hring-
ana. Það var mikið að þið
skylduð ekki gifta ykkur og
segja engum neitt. Það gera
sum börn af því að þau vilja
að foreldrarnir tóri fram
yfir vígsluna. En þú hefur
ekki áhyggjur af því hvort
við lifum deginum lengur
eða skemur. Þér stendur á
sama, hvernig okkur líður.
Er það ekki rétt? Svaraðu
mér, stelpa! Er þér ekki sama
um það þó ég fái slag og
móðir þín hjartakast?“
„Nei,“ stamaði ég „Nei-ei.“
„Að hugsa sér,“ veinaði
móðir mín, sem loks fékk
málið aftur. „Svo þér er ekki
sama, ha? Þér er ekki sama!“
„Hann kemur hingað í
kvöld,“ sagði ég.
„Hingað!“ öskraði faðir
minn.
„Þróttari inn á mitt heim-
ili,“ sagði móðir mín.“ Það
skal aldrei verða. Þú verður
að drepa mig fyrst. Ég tek
ekki á móti þessum ... þess-
um .. . manni inn á mitt
heimili.“
Hún átti greinilega mjög
erfitt með að nota orðið
mann yfir Bjarna.
„Hann kemur nú samt,“
sagði ég og hleypti í mig
leifunum af þeim kjarki, sem
hafði tekið mig marga daga
að safna og ég lofaði guð
fyrir að bræður mínir skyldu
vera að heiman. Það hefði
verið óskemmtilegt að stríða
við þá líka.
„Ekki til að hitta mig,“
sagði móðir mín með leik-
rænum þunga. „Ég verð ekki
hér, þegar hann kemur."
„Hvar verðurðu þá?“
spurði ég.
„Það veit enginn nema
guð einn,“ sagði móðir mín
og leit upp í loftið.
„Hvert ætlarðu?“ spurði
ég.
„Hver veit,“ sagði móðir
mín. „Hver veit? Ef til vill
fer ég til himna. Nema
Sankti Pétur neiti að hleypa
mér inn. Nema hann segi
að tengdamæður Þróttara
eigi ekki heima efra.“ Var-
ir móður minnar blánuðu
ískyggilega. „Skyldi mér
ekki verða kennt um hegðun
þína þó guð og góðir menn
hljóti að vita, að ég hef
kennt þér kristilega siði. Ég
hef kennt þér, að hlutverk
þitt er að giftast KR-ING,
ala af þér KR-ING og yfír-
►
/wwisko’k Etzu Á h/ep
TIU Hí<l - SAC,t>! AFT,KE/t>SLU-
Mí»£>U<?in/V MES> Klfn-HÁK-IÞ-
FÁLKINN 7