Fálkinn - 10.01.1966, Qupperneq 9
„Þetta passar allt saman, eins og þú hefur tekið eftir,“ svar-
aði Shapiro.
„Það er einmitt það, sem gerir þetta svo skemmtilegt,“
sagði Grady, og stakk pjötlunni aftur í umslagið og því
svo aftur í vasann. Hann tók jakkann á handlegginn. „Er
það nokkuð annað, sem við þörfnumst," spurði Shapiro og
leit í kringum sig. Grady hristi höfuðið.
Þeir yfirgáfu íbúðina og hringdu eftir lyftunni.
„Heyrðu,“ sagði Grady við Harry, þegar hann kom upp
með lyftuna, „hvenær kom hr. Hayward heim í gærkvöldi?“
„í gærkvöldi?“ sagði Harry. „Hann kom ekkert heim í gær-
kvöldi, eftir því sem ég bezt veit. Að minnsta kosti fór ég
ekki með hann upp í lyftunni.“
„Varst þú á vakt alla nóttina?“
„Eins og alltaf,“ sagði Harry. „Kom á vakt kl. níu, og
hr. Hayward fór hvorki upp né niður.“
„Samt var hann í íbúðinni í nótt,“ sagði Grady.
„Eða einhver annar,“ sagði Shapiro.
„Kannski hefur hann farið upp stigann," sagði Harry. „Eg
veit þó ekki af hverju hann skyldi gera það.“
„Líklega hefur hann ekki viljað láta neinn vita hvenær
hann fór út — eða kom inn,“ sagði Grady.
Þeir fóru niður. „Hefur hr. Hayward verið mikið í þess-
um jakka,“ sagði Grady, og sýndi honum jakkann.
Harry horfði á hann og hristi höfuðið. „Þetta er vænn jakki,
en ég hef aldrei séð hr. Hayward í honum.“
„Ertu viss um það? Þú hlýtur að hafa séð hann í þessum
jakka.“
„Heyrðu vinur, ég veit alveg hvað ég sé og hvað ekki.“
„Jæja, hugsaðu þig um,“ sagði Grady. „Ég kem aftur.“
Harry hristi höfuðið. „Hringdu í okkur, þegar hann kemur
heim,“ sagði Grady. „Hérna er númerið.“
„Skrýtið, að hann skuli ekki muna eftir jakkanum," sagði
Shapiro, þegar þeir voru komnir út í bílinn.
Þeir óku að bílastæði Johns. Corvettan var þar ekki. John
Hayward var einn af þeim sem hafði visst bílastæði ... Vörð-
urinn virtist muna eftir að hafa séð bílinn hans um klukk-
an sjö í morgun, þegar hann brá sér yfir götuna í kaffisopa.
En hann gat ekki svarið það.
Aðvörunartilkynningin var send út: John Hayward, 32 ára,
1,85 m á hæð. ljósskolhærður, ekur líklega Corvette 1955,
óskast á lögreglustöðina til spurninga viðvíkjandi nýjum grun
á morði.
Klukkuna vantaði nokkrar mínútur í ellefu, þegar John
Hayward sagði: „Hérna sýnist mér þetta vera,“ um leið
og hann sveigði Corvettuna inn á mjóan veg, sem lá með-
fram vatni innan um lágar hæðir. Þar var golfvöllur og
nokkrir golfleikarar voru þar á gangi. Virðulegt skilti hékk
við gatnamótin: „CARABEC-KLÚBBUR“. Eingöngu fyrir
meðlimi.
John ók á bílastæðið. Þau sáu tennisvöllinn án þess að
fara út úr bílnum. Og hinum megin vallarins gnæfði hár
hlynur, sem var að byrja að springa út.
„Ég hlýt að hafa staðið um það bil þarna,“ sagði John og
benti. „Og sá sem tók myndina, hefur verið hér nálægt áhalda-
húsinu.“
„Manstu eftir þessu?“ spurði Barbara.
„Ekki eftir myndinni," sagði John, „ég meina, ég sá engan
taka myndina. En þetta er klúbburinn hans Hank Roberts.
Hann bauð mér hingað. Það var um síðustu helgina í ágúst.
Einn föstudag á skrifstofunni höfðu þeir Hank farið að
tala um tennis, og Hank hafði spurt, hvort hann væri upp-
tekinn daginn eftir. John var boðinn til Southport um kvöld-
ið, og Hank hafði stungið upp á því, að hann kæmi 'við í
klúbbnum á leiðinni og liðkaði sig smávegis. Það komu oft
góðir tennismenn á laugardögum.
John hafði samþykkt þetta. Hann mundi þetta allt svo
greinilega núna, þar sem hann sat í bílnum með Barböru
og horfði yfir völlinn og tréð. Hann sagði henni alla söguna.
Framh. í næsta blaði.
HEILDSÖLUBiRGÐIR:
KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ H.F.
SlMI 24)20
l'OIX’M’L IOHTIi\A
bílaleiga
magniísar
skipliolíi 21
síinar: 2II»0-2II85
Haukur (judmuhdMcn
HEIMASÍMl 21037
FÁLKINN 9