Fálkinn - 10.01.1966, Blaðsíða 28
Þegar hann kom til gistihúss-
ins, eftir að hafa reikað um göt-
urnar í um það bil klukkustund
til viðbótar, gekk ítalski ráðs-
maðurinn til móts við hann og
sagði honum að það biði hans
gestur. „Hún vildi að ég opnaði
herbergi þitt fyrir henni, en ég
neitaði því,“ sagði ráðsmaður-
inn.
„Er það kona?“ spurði Chiang
undrandi.
„Já, hún er þarna ennþá,“ sagði
ráðsmaðurinn í lágum hljóðum
og hnykkti til höfðinu í áttina
að herbergi Chiangs. Chiang leit
inn í dimman ganginn og sá
hvar kona sat á ferðatösku fyrir
framan herbergisdyr hans. Hann
hraðaði sér til hennar og upp-
götvaði, sér til vaxandi undrun-
ar, að þetta var Aika. Hún var
klædd í ljósgráa dragt, sem var
lítið eitt velkt; andlit hennar
var ófarðað og mjög fölt, en
augnahvarmarnir rauðir og
þrútnir, eins og hún hefði grát-
ið. Hún stóð á fætur óðara og
hún kom auga á Chiang og
reyndi að neyða fram bros. „Ég
biða eftir þér klukkutíma," sagði
hún.
Þessi heimsókn Aiku kom
Chiang svo algjörlega á óvænt,
að hann vissi ekki strax hvort
hún gladdi hann eða vakti hjá
honum óhug. Fyrst í stað var
hann alvég agndofa. „Hvað hef-
ur komið fyrir þig, Aika?“ spurði
hann loksins og fálmaði í vasa
sinn eftir lyklinum. „Þú lítur út
eins og þú sért fárveik."
„Ég búin að gráta í allan dag,“
sagði Aika.
„Komdu innfyrir," sagði Chi-
ang og opnaði dyrnar. „Segðu
mér hvað kom fyrir."
Aika tók tösku sína upp af
gólfinu og dökku vorkápuna,
sem hún hafði lagt ofan á tösk-
una. Síðan gekk hún á undan
Chiang inn i herbergið. „Get ég
fengið að vera hjá þér í nótt?"
spurði hún.
„Vitanlega," sagði Chiang og
tók tösku hennar og kápu. Hon-
um vafðist tunga um tönn.
„Fáðu þér sæti. Herbergið er
lítið; þetta er aðeins svefnstað-
urinn minn. Og stóllinn er aðeins
einn, fáðu þér sæti í honum."
Hann lét töskuna og kápuna inn
í fataskápinn. Hjarta hans tók
skyndilega að berjast æðislega,
svo honum fannst það hlyti að
heyrast um herbergið, og hann
varð skjálfhentur af geðshrær-
ingu. Hann reyndi að láta ekki
á því bera að hendur hans skulfu
með því að strjúka á sér ennið
og hárið. „Hvar hefurðu verið,
Aika?“
„John Larson kom hingað til
borgarinnar," sagði hún og sett-
ist í stólinn.
„Ég veit það. Hann kom og
heimsótti mig hingað í gær-
kvöldi. Hann var á mjög hraðri
ferð og gat aðeins staldrað við
í fáeinar mínútur."
„Ég var hjá honum," sagði
Aika og rödd hennar var lág og
hljómlaus; hún starði niður á
gólfið, ósjáandi. Það var eins og
allur lifsþróttur hennar hefði
fjarað út.
„Hve lengi varstu hjá hon-
um?“ spurði Chiang eftir stund-
arbil.
Aika svaraði honum ekki. Hún
starði enn á gólfið og andlit
hennar var dauðafölt. „Herra
Yee er orðinn áhyggjufullur út
af þessu hvarfi þínu, eins og að
líkum lætur," sagði Chiang.
Honum var farið að liða illa. „Á
ég að hringja til hans og láta
hann vita, að þú sért komin
aftur?"
„Nei. Ég fer aftur heim til
hans á morgun." Nú leit hún
allt í einu upp og brosti. „Er
það allt í lagi?"
„Vitaskuld er það í lagi. En
hvað gerðist? Hvar hefurðu ver-
ið, Aika?“
„Ég var í San Francisco. Hér
allan tímann. Áttu kannski dá-
lítið vin? Við drekkum lítið vín-
glas, er það ekki?"
„Ég get náð í flösku. Það er
áfengisverzlun hérna rétt hjá.
Ég fer og næ í hana.“ Hann
13. HLUTI
hraðaði sér út og keypti port-
vinsflösku og tvö glös í áfengis-
verzluninni, sem var í næsta
húsi. Þegar hann kom inn aftur,
lá Aika á rúminu hans og grét.
Hann settist við hlið hennar á
rúmið og horfði á hana um stund,
í vafa um hvort hann ætti að
reyna að segja eitthvað til að
hugga hana eða bara að lofa
henni að gráta í friði. Hann
stillti sig um að spyrja fieiri
spurninga. Líklega myndi hún
ófús að ræða um stefnumót sitt
við John Larson. „Hefurðu keypt
vínflösku?" spurði hún og settist
upp í rúminu.
Chiang tók vasaklút upp úr
brjóstvasa sínum og rétti henni.
„Hérna, þurrkaðu þér um aug-
un.“
Meðan Aika þerraði af sér
tárin, hellti Chiang víni i glösin
tvö. „Áfengisverzlunin er opin
alla nóttina. Þú getur drukkið
eins mikið og þú vilt. Ég skal
drekka þér til samlætis. Þessi
sætu vín hafa lítil áhrif á mig.“
Aika tók upp vinglas sitt og
drakk allt úr því i einu. Chiang
horfði á hana og hleypti brún-
um. „Gjörðu svo vel að gefa mér
meira," sagði hún og fékk hon-
um tómt glasið. Chiang fyllti það
aftur. „Ég ætla að kveðja ást-
ina,“ sagði hún og lyfti glasinu,
svo nokkrir dropar skvettust úr
þvi í rúmið. „Þetta er kveðja
min til ástarinnar." Hún saup
aftur stóran sopa af víninu,
svelgdist á og hóstaði. Svo
strauk hún varirnar með vasa-
klút Chiangs og hló. Chiang leið
allt í einu mjög illa. „Þú drekk-
ur ekki úr þínu?“ spurði hún.
„Gerðu það fyrir mig. Þú sagðir
þú ætlar drekka mér til sam-
lætis."
„Hvað hefur komið fyrir þig
Aika?“ spurði Chiang.
„Þú vilt vita hvað kom fyrir
mig?“ spurði Aika og fékk hon-
um enn tómt glasið. „Gott og
vel, ég segja þér. En þú hella í
glasið fyrir mig fyrst."
„Það er betra fyrir þig að
sitja í stólnum, Aika. Við skul-
um dreypa hægt á víninu og tala
saman. Ef til vill líður þér betur,
þegar þú hefur sagt mér allt af
létta. Komdu, færðu þig i stól-
inn, hann er þægilegri." Hann
hjálpaði henni upp úr rúminu
og lét hana setjast í stólinn;
hellti síðan fyrir hana í glasið
aftur,
„Þú ert góður maður, Chiang,"
sagði Aika. „Þú bezti maður,
sem ég þekki. Ég voða leið ég
get ekki elskað þig, en nú er
ég dáin. Ég á enga ást lengur;
ég er búin að kveðja hana. Ég
kveðja ástina í síðasta skipti...“
„Látum svo vera; segðu mér
nú hvað gerðist."
„Ég fegin að það fór svona,
Chiang. Ég fegin að það fór
svona, Chiang. Ég fegin ég sagði
honum sannleikann. Það er betra,
miklu betra. Kvölin er styttri."
„Hvað sagðirðu? Og hverj-
um?“
„Éverjum? John Larson, auð-
vitað, Ég sagði honum sannleik-
ann. Allt um fortíð mina; hjóna-
bandið, börnin mín. Hvernig ég
vinna fyrir mér og börnunum
minum með þvi að sofa hjá
mönnum fyrir peninga. Ég sagði
honum, ef hann vill enn kvænast
mér, þá má hann koma aftur
til gistihússins eftir sólarhring.
Ég gefa honum sólarhrings um-
hugsunarfrest. Hann kom ekki
aftur. Og ég veit hann kemur
aldrei aftur. Vegna þess, hann
er eins og Michael. Allir ame-
rískir menn eins og Michael. Ég
veit...“
„Hver er Michael?"
Þegar hann kom inn altur, iá Aika á rúminu hans og grét.
Hann settist vi3 hliS hennar á rúmiS og horlSi á hana um stund,
í vafa um hvort hann œtti a3 reyna aS segja eitthvaS til aS hugga
hana eSa bara aS lofa henni aS gráta í friSi. Hann stillti sig um
aS spyrja fleiri spurninga. Liklega myndi hún ófús aS rœSa um
stefnumót sitt viS John Larson.