Fálkinn


Fálkinn - 10.01.1966, Page 30

Fálkinn - 10.01.1966, Page 30
Skipstjórinn í skrifstofu sinni um borð. SJOMAÐUR GEGIM VILJA SÍINitM SAMTAL VIÐ BIRGI THORODDSEN SKIPSTJÓRA í seinasta blaði var sagt frá bernsku Birgis og uppvaxtar- árum á Vestfjörðum. Hann var fjórði í röðinni af fjórtán systkinum sem öll komust upp, og faðir hans, Ólafur Thor- oddsen, var skipstjóri og síðar kennari undir stýrimanna- próf í fjöldamörg ár. Birgi langaði aldrei á sjóinn, en þráði að ganga menntaveginn og leggja stund á norrœnu eða sögu. Það leyfði efnahagurinn ekki, og eftir nokkur ár á þil- skipum og togurum réðst hann til Eimskip, fyrst sem háseti á gamla Lagarfossi og síðan stýrimaður. — Hér heldur frá- sögnin áfram: TT'R ekki töluverður munur á þessum ” ' J Lagarfossi og þeim gamla?“ „Jú, hvort það er, alveg gífurlegur. Nú er þetta orðið mesta lúxuslíf, a. m. k. í samanburði við aðstæðurnar fyrir stríð. Þá bjuggu allir hásetarnir í einu litlu herbergi sváfu þar og borðuðu. Við vorum sex og inni í lúkarnum voru þrjár samstæður af undir- og yfir- kojum og langt borð á miðju gólfi. Við urðum að sækja matinn og bera hann eftir dekkinu hvernie sem viðr- aði bvi að annars fengum við ekki 30 FÁLKINN neitt. Það var erfitt og gat orðið hættu- legt þegar klaki var og mikil dekklest. Ekki var neinn vaskur inni, og eina baðið í skipinu var aðeins fyrir skip- stjórann' og farþegana sem þá gátu verið þrjátíu og sex. Hinir urðu að sækja sér vatn í fötu og þvo sér upp úr henni. f lúkarnum var hitað upp með kolaofni sem við urðum sjálfir að kynda, en hann hafði þann ókost að vera alltaf í ólagi þegar kaldast var — ef við fengum mikla sjói brotnaði rörið af, og þá var hvorki hægt að hita upp né gera við það fyrr en í næstu höfn. Maturinn var lélegur m a. þekktist hvorki smjör né nýmjólk. held- ur eingöngu dósamjólk; ég er hrædd- ur um, að fáir myndu vilja lifa við þann kost nú.“ Ekkert skjól við stýrið „Var vinnutíminn svipaður og nú tíðkast?“ „Nei, hann var öðruvisi og háseta- vinnan allt önnur en núna; t. d. komu oft engir menn úr landi í lestarnar, og á minni höfnum losuðu hásetarnir einir. Þá voru bryggjur á miklu færri stöðum en nú og það var losað í uppskip- unarbáta við skipshliðina. Vinnutíminn var þannig, að sólarhringurinn skipt- ist í fimm vaktir, og það var skipt um vakt á hverjum degi. Maður var kann- ski á vakt frá klukkan eitt eftir hádegi til sex, svo frá miðnætti til fjögur og loks frá sjö að morgni til eitt. Af því leiddi. að svefninn varð býsna óreglu- legur. Brúin var opin og ekkert skjól fyrir þann sem stóð við stýrið í hvaða veðri sem var.“ „Að þið skylduð ekki allir deyja úr lungnabólgu.“ „Ja, við höfðum ágæt hlífðarföt. Það var verst að koma kófsveittur upp úr lest eftir losun og vera svo við stýrið eina klukkustund og aðra á verði með stýrimanninum. Þá setti oft að manni hroll. Á veturna gaddfrusu fötin stund- um utan á okkur, og við fórum inn á ketiltopp og biðum þangað til þau þiðn- uðu, því að fyrr komumst við ekki úr þeim. Svona vinna var ekki nema fyrir menn sem voru uppaldir við þetta og þekktu ekki betra. Ég vildi ekki þurfa að byrja aftur á því núna.“ „Og þá hafið þið ekki haft radarinn og önnur galdratæki um borð.“ „Nei, þegar ég kom fyrst á gamla Lagarfoss voru engin tæki þar nema segulkompás og snærislogg. Næst bætt- ist dýptarmælirinn við, en áður varð að lóða með handlóði sem maður renndi í botn og vatt síðan aftur upp á hand- maskínu. Nú getur maður gengið á inni- skónum upp í brú og látið sér líða þægilega þar í lokuðu upphituðu her- bergi, hver maður hefur sína káetu, og það eru böð fyrir alla, maturinn er fyrsta flokks og aðbúnaðurinn góður, það eru fastar vaktir tvisvar á sólar- hring, fjórar klukkustundir í einu o. s. frv. — munurinn er ótrúlegur. En þótt ætla mætti að öll þessi prýðilegu nýju tæki léttuðu siglinguna, er það mis- skilningur. Áður kom oft fyrir í þoku og byl, að skipin voru tilneydd að liggja þrjá- fjóra daga án þess að kom- ast nokkurn skapaðan hlut, en nú er möguleiki á því og til þess ætlazt, að siglt sé hvernig sem viðrar. í þau fimm ár sem ég hef verið skipstjóri höfum við aldrei þurft að stoppa vegna dimm- viðris. og sú hvíld sem við fengum í TEXTI: STEIIMIJIMIM S. BRIEM

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.