Fálkinn - 10.01.1966, Qupperneq 32
☆
SJÓMAÐUR
GEGN
VILJA
SÍNUM
upp; þeir hafa sennilega ýtt sjálfir á
hnapp og sprengt þannig kafbátinn
þegar þeir sáu, að þeir gátu ekki leng-
ur haldið bardaganum áfram.“
„Hvað varð um hjúkrunarkonurnar
Og aðra á skipinu sem sökk?“
„Flestir komust á fleka — þeir voru
ekki með björgunarbáta — eða gátu
flotið í björgunarbeltum, en því miður
fengum við skipun um að halda förinni
áfram, svo að við gátum ekki fylgzt
með til enda. Þetta var að vetrarlagi,
og siðar fréttum við, að mikið af fólk-
inu hefði verið króknað af kulda á
flekunum þegar að því var kornið."
„Var ykkur ekki leyft að bjarga nein-
um?“
„Ekki í það skipti, en venjulega var
valið eitthvað af verzlunarskipunum í
flotanum til að vera björgunarskip.
Brúarfoss var iðulega í þeirra tölu og
bjargaði að minnsta kosti tvisvar fjölda
fólks.“
„Varst þú alltaf á Lagarfossi?“
„Nei, á stríðsárunum var ég til skiptis
á Lagarfossi, Dettifossi og Selfossi. Ég
var þá yngsti stýrimaðurinn hjá félag-
inu og var ýmist annar eða þriðji stýri-
maður eftir því sem þörf krafði.“
Settur í tukthús í Halifax
„Hvernig var með merki félagsins
— lentuð þið ekki í vandræðum út af
því?“
„Ja. oft varð það okkur til óþæginda,
því að fólk almennt gerði engan grein-
armun á Þórshamri og hakakrossi.
Flaggið máttum við ekki hafa uppi, og
yfirleitt vöruðumst við að fara í land
klæddir einkennisbúningum. Hafnar-
verkamennirnir hræktu á eftir okkur
þegar þeir komu auga á merkið, og
við mættum óvild og kulda hjá flest-
um sem sáu okkur með það. Aðeins eitt
sinn kom það fyrir mig að fara ein-
kennisklæddur í land og þá var mér
líka stuneið beint í tukthúsið!“
32 FÁLKINN
„Gott að þú varst ekki tekinn af lífi.
Hvernig gerðist þetta?“
„Skipið var í þurrkví í Halifax og
verið að botnmála það. Við höfðum
engan mat um borð, sökum þess að
eldavélin var í viðgerð, en við áttum
allir að borða á lítilli veitingastofu
skammt fyrir utan hliðið á skipasmíða-
stöðinni, og það varð að samkomulagi
til að skipið yi'ði ekki mannlaust, að
við yrðum eftir um borð, Jón Aðalsteinn
Sveinsson fyrsti meistari og ég, meðan
hinir væru í mat. Þegar þeir komu til
baka fórum við tveir saman, en fannst
ekki taka því að skipta um föt, af því
að þetta var svo stutt, bara hundrað
metrar eða svo frá hliðinu. Jæja, við
vorum ekki fyrr byrjaðir að borða en
til okkar kemur maður og dregur upp
úr vasa sínum leynilögregluskírteini
sem hann sýnir okkur og spyr hverjir
við séum. Við segjum honum það, en
hann er vantrúaður og kveðst þurfa að
athuga málið nánar. Þá ætluðum við
strax að standa upp og fara með hon-
um, en hann var hinn kurteisasti og
bauð okkur að ljúka máltíðinni fyrst.
Sjálfur settist hann út í horn á meðan
og beið.
„Þegar við vorum búnir að borða
gengum við með honum út, og þar stóð
herbíll sem við stigum upp í mót-
spyrnulaust. Ekki vorum við fyrr komn-
ir inn en otað var að okkur tveim
byssustingjum, og frammi í sátu tveir
hermenn með skammbyssur sem þeir
miðuðu á okkur, Leynilögreglumaður-
inn spurði hvort við hefðum á okkur
passa, en við höfðum verið svo athug-
unarlausir að skilja þá eftir um borð.
Að sjálfsögðu varð það til að styrkja
grunsemdirnar. Það var dregið fyrir
alla glugga aftur í og keyrt langar leið-
ir án þess að við hefðum hugmynd um
hvað til stæði. Loksins nam bíllinn stað-
ar, við vorum komnir að herfangelsi,
og í það vorum við látnir, hvor í sinn
klefa.“
„Var ykkur ekki farið að verða
órótt?“
„Þetta gerði ekkert til, því að við
höfðum engu að leyna. Við vorum yfir-
heyrðir rækilega hvor í sínu lagi, en
okkur bar alveg saman, enda sögðum
við ekki annað en sannleikann. Ég lét
þá vita hvar passinn minn var og vís-
aði þeim á lykilinn að skúffunni sem
hann var geymdur í, og það var sent
niður í skip til að gæta betur að. Eftir
á að gizka tvo tíma komu þeir aftur
með passana. Við þekktumst strax á
myndunum, og þar að auki voru fingra-
förin okkar í pössunum svo að ekki var
um að villast. Leynilögreglumaðurinn
fór með okkur aftur niður að höfninni,
í þetta sinn í venjulegum bíl, og bað
okkur afsökunar á óþægindunum sem
við hefðum orðið fyrir. Þeir höfðu álit-
ið, að við værum af þýzkum kafbáti
sem strandaði þarna skömmu áður, og
þess vegna var gert svona mikið veður
út af okkur. Það var komið kvöld þegar
við vorum látnir lausir, og mestallur
dagurinn hafði farið í þetta þras.“
Sódóma og Gómorra líf
„Hvernig var mórallinn hjá fólki á
þessum tímum?“
„Hann var fyrir neðan allt þegar
komið var í land, en á leiðinnl sá rpað-
ur ekki mikinn mun; þá gekk lífið sinn
vanagang. Ferðirnar til Ameríku tóku
venjulega um mánuð og þegar hver
um sig var afstaðin var eins og allt
losnaði úr viðjum. Stór hluti skipverj-
anna sleppti sér alveg, og jafnvel stak-
ir reglumenn sem aldrei hafði sézt vín
á um ævina fóru á syngjandi fyllirí.
Þetta voru miklir sældardagar fyrir
' Halifax. Þar var vínbann eða skömmt-
un. en í öðru eða þriðja hverju húsi var
hægt að fa einhverja tegund áfengis,
heimabrugg ef ekki annað. Þegar
stærstu skipalestirnar komu í höfn var
það ógurlegur fjöldi sem 'streymdi í
land, þúsundir manna sem flestir voru