Fálkinn - 10.01.1966, Síða 36
KÓLIBRÍ IV
Q trúlega lágt verð
étt og þægilegt
\ ndi hvers eiganda
Q ýður upp á mikil þægindi
H eynið gæðin
j slenzk framleiðsla
HINIOTAN Húsgagnaverzlun Þórsgötu 1. — Sími 20820.
• Úrslitastund
Framh. af bls. 13.
aftur á bróður sinn og vonaði
að hann sæi Mamie núna, og
álit hans á henni breyttist.
Skyndilega spurði Mamie,
hvort þau ættu ekki að fara
að kveðja. Karl stóð upp.
— Berðu móður þinni kveðju
frá mér, sagði hún við John.
Þau tókust í hendur frammi í
forstofunni. Kveðjurnar voru
stuttar. Helen flýtti sér aftur
inn í stofuna og byrjaði að
36 FÁLKINN
leggja á borð, en John stóð
kyrr í dyrunum og veifaði til
bróður síns.
Þau gengu þegjandi eftir göt-
unni, hlið við hlið og ósjálfrátt
samstiga. Karl hugsaði: hvers
vegna horfðu þau ekki á Mamie
undir lokin, þegar hún sat
þarna í sófanum? Þá hefðu þau
skilið, hvernig hún er í raun
og veru. Hann fann til gremju
gagnvart þeim. Hann heyrði
Mamie spyrja lágróma:
— Hvað heldurðu að þeim
hafi fundizt um mig?
— Það veit ég ekki ennþá,
sagði hann hljómlausri röddu.
En orð bróður hans voru hon-
um í óþægilega fersku minni.
Hann reyndi að vinna bug á
reiðinni, sem fór eins og bruni
um hann allan, út í hverja
taug.
— Hvernig leizt þér á Helen?
-spurði hann.
— Mér geðjaðist ekki að
henni, sagði Mamie. — Hún er
hrokafull.
— Hún var reglulega vin-
gjarnleg við þig.
— Hún var vingjarnleg við
mig, eins og það væri fórn,
sem hún yrði að færa. En ég
held að hún hafi reglulega haft
ímugust á mér. Og ég hefði get-
að snúið hana úr hálsliðnum.
Hún var allt í einu orðin bál-
reið.
— Henni geðjaðist ef til vill
ekki að þér heldur, en hún
sýndi það ekki í neinu, sagði
Karl ásakandi.
— Ég kæri mig líka kollótta
um hennar álit.
— Helen er mjög vönduð
manneskja, sagði hann æstur.
Það var eins og reiðin, sem
hafði skyndilega gosið upp 1
þeim, létti af þeim fargi. Þa^
kom upp í þeim ósjálfráð hvöt
til þess að særa hvort annað,
þar til þau væru búin að rífá
allt burtu, nema þau bönd
milli þeirra, sem ekki yrðu
slitin. Þau helltu sér hvort yfir
annað með bitrum ásökunum,
þar til hún að lokum sagðii
— Ég vil ekki ganga lengur
við hliðina á þér, bara til þes
að finna að þú hatar mig. Við
skulum skilja hérna, og ég held
áfram ein heim.
Hún flýtti sér yfir götuna
án þess að líta við.
— Látum hana bara rjúka
burt, ef hún vill, hugsaði Karl
þrjóskur. Hann stóð kyrr og
horfði á hana ganga burt, reið-
um, ákveðnum skrefum, þó um
leið mjúklega og örlítið vagg-
andi í mjöðmum. Hann gat
næstum fundið hlýjuna og
styrkinn í þroskuðum, gjaf-
mildum líkama hennar, þegar
hann sá hana yfirgefa sig, og
söknuðurinn yfirþyrmdi hann,
eins og nístandi ótti. Hann þaut
af stað á eftir henni og hrópaði:
— Mamie! Bíddu ...
— Farðu, sagði hún og sneri
sér við. Andlitssvipur hennar
sýndi allt, sem brauzt um
innra með henni. Það var upp-
gjöf og sorg í svip hennar, sem
sýndi greinilega, að henni var
Ijóst, að þau höfðu útskúfað
henni.
Hann fann hvernig þessi út-
skúfun lagði á hann hömlur.
Hann var bundinn fjölskyldu
sinni sterkum böndum. Álit
þeirra gat eyðilagt mikið fyrir
honum, eða orðið honum lyfti-
stöng. En ef hann hikaði augna-
blik lengur, yrði það of seint
fyrir hann að fara eigin leiðir,
— erfiðar leiðir, en sjálfvaldar.
Mamie... hann hljóp síð-
ustu skrefin yfir götuna. Hún
var horfin fyrir hornið. Hann
hljóp áfram, löngum skrefum,
braut niður mótþróa sjálfs sín
með hverju skrefi, sem hann
tók og hann vissi að hann yrði
að ná henni og hafa hana hjá
sér, alltaf. Hún var ný mann-
vera í lífi hans, sem hann vildi
ekki að hyrfi úr því framar.