Fálkinn - 10.01.1966, Qupperneq 38
KYENÞJOBIN
RITSTJÓRI: KRISTJAIVA STEHVGRÍMSDÓTTIR
ÍS í SÚKKULAÐIFATI
150 g dökkt súkkulaði —
100 g ljóst — 1 msk. smjor
— Þykkur málmpappír —
15—20 litlar makkarónur —
ís — Niðursoðnir ávextir. —
Brjótið súkkulaðið smátt og
bræðið það yfir gufu, án
þess að hrært sé í skálinni.
Setjið 1 msk. af smjöri
saman við, þegar súkkulað-
ið er alveg bráðið, hrært vel
saman. Hvolfið hæfilega
stórri skál á fat og þekið
hana að utan með þykkum
málmpappír. Athugið að
pappírinn falli vel að skál-
inni, klippið um 1 cm frá
brún skálarinnar og smyrj-
ið pappírinn með olíu.
Smyrjið jöfnu lagi af
súkkulaði yfir alla huldu
skálina. Notið nál. helming-
inn af súkkulaðinu, látið það
storkna á köldum en þó
dragsúgslausum stað, hald-
ið afganginum af súkkulað-
inu fljótandi yfir heitu
vatni. Þegar súkkulaðið er
stirðnað á skálinni, er af-
gangnum smurt utan á.
Kælt, og þegar súkkulaðið
er fullstirðnað, er það losað
af skálinni, á þann hátt að
lyfta málmpappírnum. Sett
á fat, málmpappírinn losað-
ur varlega frá. Notið síðasta
afganginn af súkkulaðinu til
að tylla makkarónunum á
brún súkkulaðiskálarinnar.
Súkkulaðiskálin fyllt með
ís. Gott er að skreyta ísinn
með niðursoðnum ávöxtum.
SVÍNAKÓTILETTUR
MEÐ SVEPPAFYLLINGU
8 þunnar svínakótilettur — Salt og pipar —-
250 g sveppir — 3 msk. smjörlíki — 14 msk sítrónu-
safi — 1 msk. tómatkraftur — 1 msk. þurrt hvít-
vín — 1 egg — Brauðmylsna. — Kótiletturnar
barðar með hnefunum, salti og pipar stráð á.
Sveppirnir hreinsaðir og skornir í sneiðar, sjóðið
þá í 1 msk. af smjöri, ögn af salti 'stráð á ásamt
sítrónusafa, tómatkrafti og hvítvíni. (Víninu má
sleppa). Setjið 1 msk. af sveppum á helminginn
af kótilettunum, leggið aðra kótilettu yfir og festið
þær saman með trépinna. Snúið síðan tvöföldu
kótilettunum fyrst upp úr samanþeyttu eggi og
síðan brauðmylsnu. Brúnið þær í smjöri á báðum
hliðum, minnkið hitann, setjið hlemm yfir pönn-
una og látið kótiletturnar sjóða við hægan hita í
10—15 mínútur.
Án efa verður dálítið af sveppum eftir, sem
gott er að nota í sósu: Stráið 14 msk af hveiti í
pottinn, hellið 1—114 bolla af soði og rjóma saman
við. Soðið í 2—3 mínútur. Kryddað. Hellt yfir kóti-
letturnar, sem bornar eru fram með soðnum kart-
öflum.