Fálkinn - 10.01.1966, Qupperneq 42
SÍÐASTA VIDUREIGNIN
(NIÐURLAG)
„Hann tekur mig með sér!“ æpti
Megan fokvond Varir hennar voru
herptar og augun glömpuðu ógnandi
og illkvittnislega. En aðeins augnablik,
þar eð hún tók eftir því, að Ted stóð
og starði á hana. Svo fleygði hún sér
grátandi á eldhúsbekkinn.
Sam sagði rólega við Ted, að hann
skyldi setjast aftur. Þarnæst beindi
hann athygli sinni óskertri að gestin-
um og lét Megan skæla: „Takið nú
eftir, herra hvað — þér — nú — heitið,
nú ætla ég að segja yður nokkuð ..
Mín vegna megið Þér gjarnan taka
hana með yður, ef yður langar til þess.
Hún er bölvuð tæfa, en það er sæmi-
legur efniviður i henni — það þarf að-
eins að temja hana. Hafið þér nokkurn
tíma átt við veiðihund?" Ted, sem orð-
inn var svolítið fölur á vangann, hristi
höfuðið. „Jæja, ekki það,“ hélt Sam
áfram, „þá vitið þér ekki, hvernig þeir
eru tamdir; og það er það. sem ég á
við, þeir þurfa allir sömu meðferð. Mað-
ur verður alltaf að þræla fyrir einhvern.
Ég púla fyrir þá uppi í námunni og ég
lít þannig á það, að eiginkona verði
að leggja á sig erfiði fyrir manninn
sinn. Hún þarna,“ hann benti með
þumalfingri í áttina til Megans, „hún
nennir engu; hún ímyndar sér, skratta-
kornið, að hún geti botnvelt alheims-
lögmálinu og reigsað um án þess að
bera virðingu fyrir nokkrum hlut ..
Vitið þér hvað hún gerði samstundis og
henni var sagt að ég myndi aidrei kom-
ast út úr þessum námugangi? Hún fór
og tók fimmtíu punda lán út á líftrygg-
inguna mína og stakk af tii Weston-
super-Mare án þess svo mikið sem að
kaupa sér svarta blússu. Þannig er hún.
Það er ekki talað um annað í þessari
bölvaðri óþverraholu. Og hvers vegna
gerði hún það svo? Allt vegna þess að
ég bregð mér stundum á hundaveð-
hlaup þegar ég kem heim úr andstyggð-
ar námunni — í stað þess að hanga um
hálsinn á henni allt kvöldið eins og
grís, sem vill fá að sjúga. Hún er ein
af þeim kvenmönnum, sem vilja að
karlmennirnir liggi eins og druslur við
fótum þeirra, skiljið þér mig? Og þetta
er það, sem þarf að lækna hana af —
ég er aðeins að vara yður við fyrir-
fram.“ Hann gaut augunum slóttuglega
á hinn agndofa gest. „En nú vili svo
til, að það er ég, sem er kvæntur henni
og ég hef ekki í huga að skilja við
hana. En þér viljið hana, þá takið hana
fyrir alla muni; þið skuluð ekki heyra
frekar frá mér.“
Ted hafði hlustað á þennai, orða-
flaum með forundrun og ef til vill einnig
42 FÁL.K.I NN
nokkurn ótta uppmálaðan á laglegu,
andlitinu. Hann opnaði munninn, en
lokaði honum aftur. Nú var runnin upp
sú stund, er ákvörðun skyldi tekin. Allt
í einu stökk Megan upp af bekknum
með tryllingslegu augnaráði.
„Þorpari, kvikindi!“ æpti hún og
gekk áleiðis til Sams með kreppta hnefa.
„Væri ég bara karlmaður, þá mundi
ég berja þig niður. Mér er alveg sama
hvort hann tekur mig með sér eða ekki.
Ég fer frá þér.“ Froðufellandi af bræði,
gekk hún einu skrefi nær honum. Hann
einblíndi á hana og nú fór að gneista
úr augum hans. „Þú hefur alla tíð ver-
ið illgjarn fantur; ég hata þig. Ég vildi
óska að þú lægir niðri í námunni og
rotnaðir þar!“ Þau læstu augunum
hvert á annað. Hún öskraði: „Ég fer
frá þér; ég fer!“
Eins og til að verja sig höggi lyfti
Sam hendinni. Það var sú tvífingraða.
Hún starði á hana eins og óð væri. Það
var eins og skuggi af djöfullegu glotti
leyndist í augnakrókum hans. En hann
sagði aðeins kuldalega: „Gleymdu ekki
að þú skuldar Dai frænda þínum fimm-
tíu pund og þekki ég þann gamla svika-
hrapp rétt, þá hefur hann upp á þér
og heimtar aftur sitt fé. þótt svo þú
ferðist alla leið á heimsenda."
Megan hörfaði undan honum og
fleygði sér aftur grátandi á bekkinn.
„Hvers vegna gaztu ekki drepizt, hvers
vegna dóstu ekki!“ hljóðaði hún.
Sam vék sér að gestinum: „Jæja,
hvað viljið þér þá? Reynið nú að taka
ákvörðun, maður! Kvenfólk þolir ekki
heybrækur. Ef þér viljið hana, þá tak-
ið hana.“
Ted flutti í óðagoti hattinn sinn af
öðru hnénu á hitt. Svo tautaði hann:
„Fyrst þér viljið ekki skilnað, þá getur
líklega ekkert orðið af þessu.“
„Nú, svo er að heyra, að þér berið
virðingu fyrir hjónabandinu,“ sagði
Sam viðurkennandi og bætti örlátur
við: „Þar sem þér hélduð að ég væri
dauður, þá ætla ég ekki að leggja yður
það til lasts, að þér lékuð kvennaflag-
ara — enda þótt þér eigið ekkert erindi
hingað . . Jæja, þú,“ hann brýndi rödd-
ina og beindi máli sínu til Megans, sem
grét hástöfum: ,Það virðist svo sem
friðillinn vilji þig þá ekki. þegar til
kemur. Hugsanlegt er, að hann sé
hræddur um að þú kálir honum og
hirðir líftrygginguna."
Megan hélt áfram að gráta: „Ég sætti
mig ekki við þetta. Þið eruð fantar og
illmenni ailir saman. Ég fyrirfer mér .“
Hún stökk á fætur aftur.
„Þú hefur sjálf orðið þér úti um
það,“ sagði Sam reiður. „Hvað um mig,
sem ligg urðaður í heila viku, og upp-
götva svo þegar ég kem heim, að konan
mín sprangar um á baðstað fyrir líf-
trygginguna mína? ímyndarðu þér
kannski, að þá sé hægt að setjast niður
og borða sinn hádegisverð eins og ekk-
ert hafi í skorizt? f Drottins nafni —
hvað um mig? Ég hef verið dauðans
matur, sný aftur til lífsins og uppgötva,
að veröldin er orðin að rotnu óþrifa-
bæli, og að jafnvel eiginkona mín hef-
ur ekki svo mikla sómatilfinningu að
hún dragi niður gluggatjöld sín og
einhverja svarta pjötlu utan á sig til
þess að syrgja mig.“
Hún starði á hann óttaslegin. í fyrsta
sinn síðan hann kom aftur, líktist hann
nú hinum gamla Sam, hinum lifandi
Sam. En það var einnig eitthvað nýtt
í fari hans, hrokinn hafði hjaðnað, hann
var þroskaðri. Hún hörfaði undan,
magnlaus í öllum limum Andlit henn-
ar varð hrukkótt £g gamalt.
Gesturinn stóð upp og fór hjá sér.
Eldhúsið var skyndilega þrungið spennu,
sem var einkamál og skildi hann út-
undan. Hann vissi ekki, hvað hann ætti
að segja. Sam kom honum til hjálpar.
„Þér getið borðað niðri á kránni. Þeir
hafa ágætt öl þar. Sælir.“ Ted læddist
hljóðlega út úr eldhúsinu. Líkami hans
allur, niður að grönnum mjöðmunum,
sem smeygðu sér framhjá dyrastafnum,
lýsti af feginleik.
„Jæja, nú er líklega alveg úti um
þig?“ mælti Sam. „Friðillinn á bak og
burt, skuldug um fimmtíu pund
og hinn grimmdarfulli eiginmaður ris-
inn upp frá dauðum. — Jú, mikil
ósköp, en þarna eru dyrnar. Við lifum
í frjálsu landi.“
„Hann hefur aldrei verið friðill
minn,“ gall í henni. „Allt fór heiðar-
lega fram. Við fengum aðeins áhuga
hyort á öðru. . . Hvernig átti ég að vita
að þér myndi verða bjargað," sagði
hún grátandi, „og herra Rowlands kom
og sagði að öll von væri úti.“
„Þú hefðir átt að vera hér kyrr og
klæðast svörtu, eins og við átti,“ lýsti
hann yfir, strangur eins og prestur. „Er
það nokkur hæfa að koma hér askvað-
andi, skreytt eins og jólatré...“ Það
var aftur farið að sjóða í honum.
Hún hallaði sér upp að skáp og fór
að gráta. Þegar hún heyrði hann nálg-
ast, lyfti hún höfðinu og tók til að
öskra skefjalaust. Það var langdregið
ýlfur. Síðasta viðureign hennar. Hann
gaf henni utanundir, ekki sérlega fast,
en nóg til þess að hún hrasaði upp að
veggnum og hneig þar saman — í von-
leysi fremur en af högginu. Hún hætti
að öskra. Þetta var ekki Sam, þetta
var yfirþyrmandi feiknarvald, sem ó-
gerningur var að umflýja. Hann tók
hana upp. Fingurnir tveir læstust í
bakið á henni. Munnur hans laukst um
varir hennar eins og logi, sem brennir
bréfmiða til ösku. Hún engdist og barð-
ist um augnablik til að losna. En svo
lét hún undan — og hún lifði á ný. ★ ★