Fálkinn - 31.01.1966, Qupperneq 22
ISLENZK UPPFINNING:
Fáum þjóðum eru flugsamgöngur eins
mikilvægar og íslendingum. Vegna
legu landsins í Atlantshafi eru tíðar og
öruggar flugferðir til meginlands
Evrópu og Bandaríkjanna nauðsynleg-
ar á þessum tímum framfara og auk-
inna samskipta þjóða í milli. Þá er
flugvélin ekki síður mikilvægt sam-
göngutæki hér innanlands, þar sem hún
getur flutt björg í bú, er fjallvegir lok-
ast vegna snjóa á vetrum, komið mönn-
um á áfangastað á skemmri tíma en
nokkurt annað farartæki og flutt sjúka
og særða er mikið liggur við. Flug-
mál hafa jafnan verið mönnum á ís-
landi hugleikið umræðuefni og ekki
sízt vegna þess hve íslenzku flugfélögin
hafa náð eftirtektarverðum árangri í
áætlunarflugi á alþjóðlegum flugleið-
um.
Þegar flugvél þeirra Wright-bræðra
lyftist frá jörðu fyrir eigin vélarorku
17. desember 1903 var brotið blað í
sögu mannkyns. Áður höfðu ýmsir full-
hugar gert tilraunir með margvíslegar
gerðir flugvéla, en þó aðallega svif-
flugur. Nokkrir þeirra luku þannig lífi
sínu En fyrir tíma flugvélanna höfðu
menn reynt að lyfta sér frá móður jörð
með loftbelgjum, og 21. nóvember 1783
urðu tveir Frakkar fyrstir til þess að
fljúga á þann hátt. Þeir flugu yfir París.
Og enn fyrr höfðu menn látið sig
dreyma um að svífa um loftin blá. Til
er teikning eftir Leonardo da Vinci,
sem talið er að hann hafi gert um árið
1500, og sýnir eins konar þyrilvængju
„Ornithopter“ sem stýra átti með hönd-
um og fótum. Þá eru til teikningar af
loftbelgjum með seglum og menn voru
óþreytandi við að teikna og reyna hin
margvíslegustu og furðulegustu flug-
tæki. Árið 1851 smíðaði franskur mað-
ur, Henri Giffard, fyrsta hreyfilinn til
að knýja áfram mannað flugtæki. Það
var 3ja hestafla gufuvél, og í septem-
ber 1852 tókst Giffard að fljúga vél-
knúnu loftskipi frá París til Trappes, _
en flughraðinn var aðeins um 10 km
á klukkustund. Eftir það komu full-
komnari gerðir hreyfla og fyrstir urðu
Wright-bræður til að smíða vélflugu,
sem hafði nægan kfaft til að lyfta
sjálfri sér og flugmanninum frá jörðu.
Til að þetta mætti takast, hafði mikl-
um svita, blóði og tárum verið úthellt.
— Upp frá þessu urðu framfarirnar
örar og þegar í heimstyrjöldinni fyrri
gegndu flugvélar mikilvægu hlutverki.
í maí 1927 fór Lindberg yfir Atlants-
hafið, frá New York til Parísar á eins
hreyfiis flugvél „Spirit of St. Louis“ og
síðan rak hvert flugafrekið annað. Fyr-
ir og í síðari heimstyrjöldinni urðu
framfarir í smíði flugvéla stórstígar og
upp úr því hófst þotuöldin. Nú hillir
undir flugvélar, sem flutt geta hundruð
farþega með allt að þreföldum hraða
hljóðsins.
í dag beinist athygli vísindamanna
og flugvélaverkfræðinga einkum að
gerð stærri og hraðfleygari farþegavéla,
öflugri og langfleygari orrustu- og
sprengjuflugvéla og síðast en ekki sizt
flugvéla, sem geta hafið sig lóðrétt til
flugs. (Það er flugvélar, sem ekki þurfa
flugbraut til flugtaks eða lendinga.)
Hafa margar hugmyndir komið fram
í þeim efnum og nokkrar slíkar flug-
vélar smíðaðar, en flestar þeirra hafa
brugðist vonum höfundanna.
Fyrir nokkrum árum fæddist í huga
ungs íslendings hugmynd að flugvél,
eða flugtæki, sem hafið gæti sig lóðrétt
til flugs, en glataði þó í engu eiginleik-
um venjulegrar flugvélar. Flestir Is-
lendingar munu kunna nokkur deili á
þessum manni og tilraunum hans, enda
hafa dagblöðin af og til birt frásagnir
af honum og erlendum flugvélaverk-
smiðjum. sem hafa óskað eftir sam-
vinnu við hann. Um þessar mundir er
verulegur skriður að komast á fram-
kvæmdir hugmynda hans, og fyrir
nokkrum dögum ræddi Fálkinn við
þennan uppfinningamann. Heitir hann
Einar Einarsson og er Vestmannaeying-
ur að uppruna. Áður en við snerum
okkur að umræðuefninu, sýndi Einar
FALKINN