Fálkinn


Fálkinn - 31.01.1966, Síða 23

Fálkinn - 31.01.1966, Síða 23
BYLTING í FLUGMÁLUM? okkur fjölda teikninga, mynda og líkön af flugtækjum og flugvélum, sem byggð- ar eru á sama lögmálinu; hugmynd Einars um lóðrétt flugtak. Þá lásum við bréf til Einars frá flugvélaverksmiðj- um bandaríska flughersins, og öðrum bandarískum flugvélaverksmiðjum og brezkum og bréf frá flugvélaverkfræð- ingum, verkfræðingum og eðlisfræðing- um, innlendum sem erlendum, en allir þessir aðilar sýna mikinn áhuga á hug- myndum Einars og telja þær í alla staði hinar eftirtektarverðustu. En látum Einar sjálfan segja sögu sína: „Ég fæddist í Vestmannaeyjum og var þar til sjö ára aldurs. Þá kom ég til Reykjavíkur og hér hef ég verið að undanteknum fimm árum, er ég dvaldist í Bandaríkjunum við störf hjá þarlendum flugvélaverksmiðjum. Sem ' stráklingur átti ég heima í Vesturbæn- um og var þá að dunda við að smíða flugvéla ,,módel“. Að sumum hafði ég fyrirmyndir, en önnur bjó ég til eftir eigin geðþótta og hugmyndum, bæði vélflugur og svifflugur Þetta voru fyrstu sporin á þessari braut. Ég var síðan af og til með hugann við þetta, en hafði fá tækifæri til að stunda þessa iðju mína. Það gerðist ekkert mark- vert á þessum árum. Ég tók vélstjóra- próf og var um tíma á sjónum." „Það var ekki fyrr en árið 1955, að hugmynd mín um sérstakt flugtæki fór að vekja athygli. Ég átti þá kunningja, sem var yfirmaður hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Hann hafði séð nokkrar teikningar hjá mér og vildi senda þær Sikorsky-flugvélaverksmiðj- unum vestra. Þetta var gert og skömmu síðar var mér tilkynnt, að ráðamönn- um verksmiðjanna litist vel á teikning- arnar og að þeir vildu fá mig í vinnu. Það varð úr að ég fór til þeirra og starfaði hjá þeim í eitt ár. Fyrst vann ég sem teiknari, en var síðar fluttur í eins konar „hugmyndadeild“ þar sem menn geta látið gamminn geysa og krot- að hugarfóstur sín á blöð. Þarna voru einnig smíðuð líkön og þau reynd. Ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum hjá þeim Sikorsky-mönnum, fannst kaupið of lágt og eignaréttur þeirra á verk- um mínum of mikill. Eftir fyrsta árið í Bandaríkjunum bauðst mér staða hjá Republic Aviation Corporation í Farm- ingdale á Long Island, en það fyrir- tæki framleiðir flugvélar fyrir banda- ríska flugherinn. Þar fékk ég hærra kaup og betri stöðu. Hjá þeim var ég að mestu leyti fjögur næstu árin. Þarna voru smíðaðar svonefndar „Fighter- bomber“-flugvélar, eða vélar, sem eiga að sameina eiginleika orrustu- og sprengjuflugvélar. Þeir smíðuðu meðal annars flugvél, sem nefndist F-105 og hefur mikið komið við sögu í styrrj- öldinni í Víet Nam. Verið var að gera tilraunir með þessa vél meðan ég var hjá þeim. í þessari verksmiðju var mér veittur mikill trúnaður og hafði ég að- gang að ýmsum teikningum, sem mjög var farið leynt með. Sjálfur vann ég að sumum þeirra. Þarna var mjög ná- kvæmt eftirlit með öllum mannaferð- um og strangur öryggisvörður. Við urðum alltaf að hafa við hendina ákveð- in skilríki, sem greindu frá því hvað við mættum aðhafast og í hvaða deildir við mættum fara. Þessi réttindi voru ferns konar og var ég kominn 1 næst efsta flokkinn er ég hætti. Viðurlög við trúnaðarbrotum voru mjög þung.“ „í Farmingdale bjó á þessum árum Jóhann Eyfells, arkitekt, sem er kunn- ur listamaður. Ég fékkst þá við að mála landslags- og andlitsmyndir og unnum við talsvert saman. Ég hef ennþá mik- inn áhuga fyrir að mála, sérstaklega andlitsmyndir." „En snúum okkur aftur að flugvélun- um. Þegar ég kom fyrst til Bandaríkj- anna sótti ég um einkaleyfi á flugtæki eða flugvél, sem hefur sig lóðrétt til flugs, án þess að hreyflar snúi upp. Hugmyndina hef ég teiknað í mörgum myndum og gert líkön. Einkaleyfið er FALKINN 23

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.