Fálkinn


Fálkinn - 31.01.1966, Síða 25

Fálkinn - 31.01.1966, Síða 25
vitleysu og svo kann að vera um fleira.“ Þetta var frásögn Einars Einarsson- ar. Hér á þessum síðum eru teikningar af flugvélum, sem Einar hefur gert, svo og myndir af flugvélarlíkani eftir hann. Nú er það vafamál hvort les- endur Fálkans geta nokkra ályktun af því dregið á hvaða hátt flugeiginleikar þessara véla eru frábrugðnir flugeigin- leikum annarra véla. Hins vegar má það ljóst vera, að útlit þessara flug- véla er öðruvísi en útlit þeirra véla, sem við sjáum daglega á lofti. Kostir þeirra eru þó auðsæir. ef útreikningar Einars komast klakklaust gegnum hin erfiðu próf, sem nú standa yfir og framundan eru. Verði niðurstaðan hag- stæð er ekkert líklegra en að einn góðan veðurdag setjist þú, lesandi góð- ur, upp í flugvél, sem hefur sig lóð- rétt til flugs af litlu torgi, og þú getir með nokkru stolti sagt við sjálfan þig: Hugmyndina að þessari vél átti íslend- ingur. — Það er margt skrýtið í kýr- hausnum, eins og kerlingin sagði, og ævintýri gerast enn í dag. En ljúkum Einar við flugbílinn sem hann smíðaði til að sanna kenningu sína. Hér sést bíllinn takast á loft. þessu með orðum annars mannsins frá Hawker Siddeley-verksviðjunum, sem sá teikningar Einars, og sagði: „Þetta er það sem koma skal.“ FALKINN 25

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.